SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 41
1. júlí 2012 41 LÁRÉTT 1. Stjórnmálaafl fallega fólksins samanstendur af góðum hóp. (6,7) 6. Bilun kemur inn hjá klaufalegum. (7) 9. Ílát upp á punt fyrir peninga. (11) 10. Sjá bindindismenn hjá Bandaríkjunum tæma. (8) 11. Bulla í óþverra. (6) 12. Inga rengir ruglaðar rannsóknir. (10) 13. Sjá vana Icelandair í flugvélinni. (5) 14. Ekki hægir söngvar segja fyrir um framtíðina. (5) 15. Ræði banamaður um öfgamann. (8) 17. Með hæðarumdæmi. (5) 19. Form hjá Agnari á hljómtæki. (10) 21. Hvatvís drepa í fiskileysi. (7) 25. Metnaðurinn með íslenskum staf finnst hjá lærðum. (12) 27. Hjálpar að flækjast. (6) 28. Bless! Ennþá rykið, ja, einhvern veginn kemur við sögu í ákalli. (9) 29. Prediki í eldhúsi. (5) 30. Lút er skammlaust að finna í trú. (8) 31. Gunnar með te er gæfur og forspár. (9) 32. Iðnfélag með verðmæti. (5) 33. Er einn við traðir að skoða bókaflokk. (8) LÓÐRÉTT 2. Bros og tungur út af dýri. (9) 3. Jafnskiptir einhvern veginn flutningunum á upp- lýsingunum. (11) 4. Bakleppur endar á spítala. (7) 5. Það flan í frú á sér stað eftir það. (5,1,3) 6. Sjá kjánann Di án þess að gera sér grein fyrir því. (8) 7. Enn að með slóð að því sem er sparað. (6) 8. Ha, ja með Ming finnst ánægja. (8) 16. Aflið kunnáttu um matinn (5) 18. Svo veikur að þráir móður sína. (11) 19. Fær sjálft gler til að verða óhefðbundið. (10) 20. Amerískt lag ort í sjúkraskrá. (7) 21. Olíusölubönnin á tímabilinu. (5) 22. Eldra greip eitt band. (9) 23. Aftur mer hrúga dramb. (9) 24. Nostrari þvælist yfir matvælunum. (8) 25. Það sem er ekki borðað úti? (8) 26. Spónn notaður í námuvinnslu endar í kennslu. (8) Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 1. júlí rennur út á hádegi 6. júlí. Nafn vinningshafans birtist í Sunnudagsmogganum 8. júlí. Vinningshafi krossgátunnar 24. júní er Ásgeir Jóns- son, Markarflöt 29, 210 Garðabæ. Hann hlýtur að launum spennusöguna Baldursbrár eftir Kristinu Ohlsson. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Enginn sem hefur áhuga á sagn- fræði skáklistarinnar getur skautað fram hjá Edward nokkr- um Winter sem fyrir meira en 25 árum kvaddi sér hljóðs með ótrúlega smásmugulegum rann- sóknum á viðburðum skáksög- unnar og birti í tímariti sem hann gaf út, Chess Notes. Winter lét sig ekki muna um að tæta í sig ýmsar staðhæfingar þekktra höf- unda en ýmsum fannst sá ljóður á ráði hans að hann sást á aldrei á vettvangi. Þó skrifaði hann um samtímaviðburði af yfirgrips- mikilli þekkingu. Enginn virtist hafa séð hann og sumir efuðust um tilvist hans, aðrir sáu fyrir sér ævafornan rykfallinn grúskara sem sæti yfir skjölum og skrift- um uppá hanabjálka einhvers- staðar í Mið-Evrópu. Loks kom fram þekktur skákmaður sem taldi sig hafa spjallað við Edward Winter á götuhorni í Sviss. Þetta reyndist tiltölulega ungur mað- ur, ekki mjög mannblendinn en haldinn miklum sagnfræði- áhuga. Árið 1990 barst frá Winter mikið rit um José Raúl Capa- blanca og jók það mjög við orð- spor hans. Winter greindi ítar- lega frá skákviðburði sem víða var minnst sl. haust þegar öld var liðin frá stórmótinu í San Sebast- ian á Spáni. Heimildum ber sam- an um það að keppendur á mót- inu, sem voru allir sterkustu skákmenn heims að Lasker und- anskildum, hafi tekið þátttöku Capablanca með fyrirvara. Þar voru einkum nefndir til sögunn- ar Nimzowitsch og Bernstein sem vísuðu til þess að Capa- blanca hefði aldrei unnið alþjóð- legt mót. Vestanhafs lék hins- vegar mikill ljómi um nafn Capablanca sem hafði gersigrað öflugasta Bandaríkjamanninn og síðar höfund „gambítsins“ Frank Marshall í einvígi. Emanuel Lasker heimsmeistari sat hljóður úti í horni en trúði nokkrum vinum sínum fyrir því að þessi rúmlega tvítugi Kúbumaður myndi vinna mótið. Og það kom á daginn, „Capa“, sem þá var búsettur í New York, var í ekki ósvipaðri stöðu og Paul Morphy áður en hann lagði í ferðalag til „gamla heimsins“ upp úr miðri 19. öld. „Capa“ hlaut 9 ½ v. af 14 mögulegum en í 2. - 3. sæti urðu Rubinstein og Vidmar. Eftir sig- urinn skoraði Capablanca heims- meistarann Lasker á hólm en gat ekki sætt sig við öll þau 17 skil- yrði sem Lasker setti upp. Þeir mættust hinsvegar í Havana á Kúbu tíu árum síðar og Capa- blanca vann auðveldan sigur. Þó Lasker héldi heimsmeistaratitl- inum í 27 ár er hann furðu van- metinn heimsmeistari; á löngum tíma tefldu Lasker og Capablanca í fjölmörgum mótum og einu sinni varð Capablanca fyrir ofan hann. „Capa“ hóf mótið í San Sebastian með því að leggja Bernstein að velli. Svo kom röðin að höfundi bókarinnar „My System“. Aron Nimzowitsch – José Raúl Capablanca Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 Rc6 5. Be2 Bd6 6. O-O Dc7 7. He1 Rge7 Kóngsindversku leiðinni gegn franskri vörn er oft mætt með þessum hætti. 8. c3 O-O 9. a3 f5 10. Bf1 Bd7 11. exd5 exd5 12. b4 Hae8 13. Bb2 b6 14. d4 c4 15. Rxc4?! Hæpið en það er athyglisvert hversu auðveldlega Capablanca hrekur fórnina. 15. … dxc4 16. Bxc4+ Kh8 17. Rg5 Bxh2+ 18. Kh1 Bf4! 19. Rf7+ Hxf7 20. Bxf7 Hf8 21. Bh5 Rg8! 22. c4 Dd8! Stundum er haft á orði að erf- iðustu leikirnir séu „upp í borð“. 23. Df3 Dh4+ 24. Dh3 Dxf2 25. He2 Dg3 26. Dxg3 Bxg3 27. c5 Rce7 28. Bf3 Bb5 29. Hc2 Rf6 Skorðar peðin. 30. a4 Bd3 31. Hcc1 Re4 32. b5 Hf6 33. Bxe4 33. … Bf2! - og hvítur gafst upp. Winter, Capablanca og San Sebastian 1911 Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.