SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 4
Ian Somerhalder hefur hvað oftast verið orðaður við hlutverk Christi- ans Grey, að minnsta kosti eru aðdáendur bókarinnar hvað hrifn- astir af honum samkvæmt skoð- anakönnunum. Sjálfur hefur hann lýst yfir áhuga á hlutverkinu og í kjölfarið fylgdi stormur í vatnsglasi. „Ok, þetta Christian Grey-mál hefur farið úr böndunum,“ skrifaði Somerhalder í síðustu viku á Twitter. „Ég er ekki örvænting- arfullur og þarf ekki að gera neitt nema að slaka á í dag,“ skrifaði hann og bætti við í enda færsl- unnar. „Ég fæ ábyggilega ekki einu sinni að koma í prufu fyrir mynd- ina.“ Á meðal annarra nafna sem hef- ur verið kastað fram á kvikmynda- síðum eru Alexander Skarsgård og Ryan Gosling. Bret Easton Ellis, höfundur Am- erican Psycho og Less Than Zero, hefur mikinn áhuga á að skrifa kvikmyndahandritið, og segir Dav- id Cronenberg vera draumaleik- stjórann í verkið. Fyrir aðalkven- hlutverkið nefnir hann til sögunnar Scarlett Johansson og Kristen Stewart en þetta eru enn aðeins getgátur. Vampíruleikari orðaður við hlutverkið Ian Somerhalder lék í Lost en er þekkt- astur fyrir hlutverk sitt sem Damon Salvatore í The Vampire Diaries. Reuters 4 1. júlí 2012 Engin önnur fullorðinsbók hefur selsteins hratt og erótíska ástarsagan FiftyShades of Grey eftir E.L. James. Húnsló milljón bóka múrinn í kiljusölu í Bretlandi nýverið en fyrra hraðsölumetið var í höndum Dans Brown og bókarinnar Da Vinci lykilsins. Bókin segir frá BDSM-sambandi ungrar konu, Anastasiu Steele, og nokkru eldri milljarðamærings, Christians Grey. Þetta er ekki eina metið sem fellur þessa dag- ana því Amazon.co.uk tilkynnti í vikunni að James væri fyrsti höfundurinn sem seldi meira en milljón bækur í rafbókabúð Amazon. Þá eru taldar allar þrjár bækurnar því á eftir frumraun- inni Fifty Shades of Grey fylgdu bækurnar Fifty Shades Darker og Fifty Shades Freed. Fyrsta bókin hefur síðan verið endurprentuð sautján sinnum í Bretlandi. „Þríleikurinn selst alveg sérstaklega vel, bæði sem rafbók og kilja,“ sagði kynningarfulltrúi bókaútgáfunnar Arrow, Charlotte Bush. „Þegar við keyptum bækurnar var fólk að velta því fyrir sér hvort konur forðuðust að lesa bækurnar op- inberlega. Ég trúði því alltaf að þær myndu gera það,“ sagði hún og bætti við: „Það er svo spenn- andi að sjá konur og menn lesa bók- ina í strætóum, görðum, á strönd- inni, snyrtistofum og veitingastöðum. Ég sá meira að segja konu á gangi með nefið ofan í bókinni!“ Kallað mömmuklám Eins og áður segir eru bækurnar erótískar og hafa verið kallaðar „mömmuklám“ en margir kaup- endur bókanna eru konur með börn á þrítugs- og fertugsaldri. Ein- hverjar þeirra eru kannski feimnar við að láta sjá sig með bókina því Kindle-útgáfa Fifty Shades of Grey selst um þessar mundir í tveimur eintökum á móti einni kilju sem er hátt hlutfall. Gordon Willoughby, Evrópustjóri Kindle (rafbóka Amazon) er að vonum ánægður með James. „Bækur E.L. James hafa selst bæði hraðar og betur en nokkrar aðrar bækur á Kindle. Þetta er ótrúlegur árangur fyrir nýjan rithöfund og við erum með spennt að fylgjast með henni fara yfir milljón bóka-múrinn.“ E.L. James, eða Erika Leonard, eins og hún heitir, býr í London með eiginmanni sínum til tuttugu ára og tveimur drengjum. Hún starfaði við sjónvarp og maðurinn hennar, Niall Leonard, er handrits- höfundur. Fysta bókin kom út fyrir rétt rúmu ári og hefur hún því öðlast skjótan frama. TIME Magazine er meira að segja með E.L. James á listanum yfir hundrað áhrifamestu manneskjur í heimi árið 2012. Hana hafði lengi langað til að skrifa skáldverk og lét loks verða af því. Hún prófaði sig fyrst áfram með skrifum í aðdáenda- heimi Twilight-sagnanna á netinu (aðalsögu- hetjurnar hétu meira að segja Bella Swan og Edward Cullen) og fékk frábærar viðtökur við sögum sínum. Hún hefur lýst því yfir í viðtali að bækurnar séu „afsprengi sálarkreppu konu á miðjum aldri með öllum þeim fantasíum sem það felur í sér“. Aðdáendur bókanna ættu líka að gleðjast yfir því að James er með nýja bók í smíðum sem hún segir vera ástarsögu. Á gráu svæði Rithöfundurinn E.L. James slær met í rafbókasölu Breski rithöfundurinn E.L. James hefur slegið í gegn með erótískum sögum sínum. Vikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fifty Shades of Grey hefur setið á toppi metsölulista bæði í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Útgáfurétturinn hefur verið seldur til um 40 landa, þar á meðal Ís- lands. Bókin kem- ur út hjá Forlaginu í haust og verður spennandi að sjá viðtökur íslenskra lesenda við þess- ari djörfu bók. Væntanleg á íslensku Júnítilboð 100 myndir á aðeins 2700 kr,- Komdu með 100 myndir eða meira og við prentum þær út fyrir þig á 27 kall stykkið. Gildir fyrir allar pantanir sem koma inn og eru sóttar fyrir 15. júlí 2012 30% afsláttur er af öllum keyptum ljósmyndabókum út júní www.hanspetersen.is Höfum opnað nýja verslun í Reykjanesbæ.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.