SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 8
8 1. júlí 2012 Gangi fyrirhugaðar breytingar á bótakerfi ellilífeyrisþegar í gegn óbreyttar er um að ræða mestu breytingar sem gerðar hafa verið á bótakerfinu í 40 ár að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, en hann telur að ekki hafi verið gerð önnur eins breyting á kerfinu frá því 1974 þegar núver- andi tekjutenging varð til sem hann telur að hafi verið byggð upp á óþarflega flókinn hátt. „Við erum mjög fylgjandi þessum breytingum og höfum talað mikið fyrir því að vera með frímark gagnvart greiðslum úr lífeyris- sjóðum. En þegar við fórum að skoða þetta í þaula þá var alveg ljóst að það að vera með frí- tekjumörk kallar á hærri skerð- ingahlutföll og á endanum töldum við að það skipti mjög miklu máli að lækka verulega þessi hlutföll en á sama tíma að reyna að verja það að við erum með tiltölulega háar grunnfjárhæðir samanborið við nágrannalödin,“ sagði Gylfi við Morgunblaðið í vikunni, spurður um breytingatillögurnar. Flestir virðast vera sammála um að einföldunin á kerfinu sé af hinu góða en búast má við að deilt verði um upphæðina á lág- marksbótunum. ASÍ kom að breytingatillögunum sem Gylfi segir vera þær mestu í 40 ár. Morgunblaðið/Eggert Mesta breyting í 40 ár Áætlaðar breytingar á bótakerfi lífeyr-isþega munu kosta ríkissjóð 2.600milljónir strax á næsta ári og 9.600milljónir þegar breytingin er að fullu komin í framkvæmd að fimm árum liðnum, að sögn Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur, formanns- Landssambands eldri borgara, en í vikunni var kynnt samkomulag um einföldun á bótakerfinu sem flestir eru sammála um að sé nauðsynleg en kostnaðurinn við einföldunina finnst mörgum heldur mikill. Pétur H. Blöndal, alþingismaður, skilaði inn bókun við nýlegt samkomulag um bótakerfið, en þar lýsti hann áhyggjum sínum af því að breytingarnar gætu reynst vinnandi fólki of dýrar. Í samtali við Morgunblaðið í vikunni sagði Pétur að hann hefði sjálfur lagt til að bóta- kerfið yrði sett í einn flokk og þannig einfaldað til muna en honum finnist að menn hafi verið nokkuð myndarlegir við að ákvarða upphæðina á lágmarkinu og að kostnaðurinn geti orðið vinnandi fólki þungbær. „Nú er heimilis- uppbótin felld inn í þennan eina lífeyri þannig að allir fá uppbót, líka þeir sem búa hjá maka og þeir sem búa hjá börnum sínum,“ segir Pétur en hann bendir einnig á að nú sé stefnt að því að allir fái framfærsluuppbót með hefðbundnum skerðingum, jafnvel þeir sem eru tekjuhærri. Breytingarnar á bótakerfi ellilífeyrisþega verða að öllu óbreyttu lagðar fram í velferðarnefnd Alþingis í haust og gætu þá tekið einhverjum breytingum. Tekjutengingar of stífar í dag Helsti hvatinn til breytinga á núverandi kerfi er hversu stífar allar tekjutengingar eru. Þær virka því letjandi fyrir fólk til að afla sér tekna og veg- ið er of þungt að hvötunum til að greiða í lífeyr- issjóði. Fjöldi eldri borgara er fær og hefur vilja til að sinna einhverjum störfum og því er nú- verandi kerfi letjandi fyrir það fólk. Þeir ein- staklingar myndu skapa verðmæti í samfélaginu og greiða af þeim skatttekjur sem koma þá á móti þeim kostnaði sem áætlaður er af núver- andi kerfi. Ekki liggur fyrir hversu mikill ávinn- ingurinn gæti verið af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara en Lúðvík Geirsson, alþing- ismaður, segir að þegar málið komi inn í vel- ferðarnefnd Alþingis verði þessir þættir og aðrir skoðaðir. „Þetta snýst um krónur og aura og hvernig við útfærum nýtt kerfi. Þessi mál verða því öll skoðuð næsta vetur,“ segir Lúðvík en velferðarnefndin hefur ekki fengið málið inn á borð hjá sér enn. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt skref tekið með einfölduninni og það sé til mikilla bóta fyrir kerfið. „Þetta gerir allt kerfið skiljanlegra,“ segir Vilhjálmur og hann óttast ekki aukinn kostnað sem skattgreiðendur þurfa að bera. „Þetta kemur inn á allmörgum árum og við vonumst til þess að hagur þjóð- arinnar og ríkisins muni batna á næstu árum og það sé þá hægt að mynda svigrúm til þess að gera þetta.“ Þóra S. Þórðardóttir, framkvæmdstjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að lífeyr- issjóðirnir hafi ekki komið að þessu með beinum hætti. Hún telur þó líkt og flestir aðrir að breyt- ingin á kerfinu sé til bóta hvað varðar einföld- unina. Að hennar mati er mjög mikilvægt að fólk sjái sér hag í því að greiða í lífeyrissjóði en að hennar mati eru þær skerðingar sem nú eru við lýði óviðunandi. Umsagnir frá lífeyris- sjóðum og öðrum hagsmunaaðilum verða lagðar fram þegar málið er komið til velferðarnefndar. Vinnandi fólk borgar brúsann Breytingar á bóta- kerfi lífeyrisþega kosta 9,6 milljarða Einföldun á bótakerfi ellilífeyrisþega er mikil framför að mati flestra hagsmunaaðila sem unnu að henni. Morgunblaðið/ÞÖK Vikuspegill Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ljóst er að kostn- aðurinn við breyting- arnar á bótakerfi elli- lífeyrisþega mun kosta ríkissjóð 9.600 milljónir þegar breyt- ingin verður komin öll til framkvæmda. Hins vegar vaknar sú spurning hvort breyt- ingin hafi það í för með sér að fleiri eldri borgarar sjái sér hag í því að afla sér tekna og þannig skapa verðmæti í samfélag- inu og borga af þeim skatt sem þá kæmi upp á móti kostn- aðinum við kerfið. Meiri eða hærri skatt Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I lokað laugard. í sumar kr. 198.800 GYRO fáguð hönnun & þægindi sameinuð í einum stól

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.