SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 14
A kranes var vettvangur æv-intýra þegar Norðurálsmótið íknattspyrnu fór fram á dög-unum, en þar keppa strákar í sjöunda flokki. „Allir mæta í góðu skapi,“ er ein af grunnreglum mótsins og gengur það eftir í langflestum tilvikum, bæði hjá foreldrum og keppendum. „Þetta tókst ljómandi vel,“ segir Þórð- ur Guðjónsson, framkvæmdastjóri ÍA. „Við erum með um 800 sjálfboðaliða sem koma að mótinu með einum eða öðrum hætti. Enda er umfangið mikið, rétt tæp- lega 1.200 keppendur og 27 félög. Við vorum með um 1.200 manns í gistingu í þremur skólum og svo um 3 þúsund manns á mótssvæðunum.“ Fram vann háttvísisverðlaun KSÍ og Borgunar, sem veitt eru fyrir prúðmann- lega framkomu inni á vellinum. „Selfoss var svo valið prúðasta félag mótsins, en þá er allt talið, framkoma innan vallar, hegðun þjálfara, foreldra og liðsstjóra við völlinn, umgengni og heildarframlag fé- lagsins á mótinu,“ segir Þórður. „Þá er talað við verkstjóra hvers sviðs, farið yfir allt og félögin safna brosköllum.“ Svo eru líka fýlukallar! „Ef einhver fær fýlukall er félagið sjálfkrafa útilokað frá því að geta unnið þennan titil,“ segir Þórður. „Það er því nóg að eitt foreldri missi stjórn á skapi sínu við dómarann, þá tapar félagið.“ Einn af hápunktunum er foreldra- kaffið, en þá sameinast foreldrar allra karla- og kvennaflokka ÍA um að bjóða foreldrum þátttakenda til kökuveislu í íþróttamiðstöðinni á laugardagskvöld- inu. „Það voru um 500 kökur sem boðið var upp á og við áætlum að vel yfir þús- und manns hafi mætt í foreldrakaffið.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Aðstæður verða ekki betri. Himinninn, hafið og iðagrænn völlur. Hvaða liði skyldu þessir strákar halda með? Fullorðna fólkið situr fyrir á mynd og mamman grettir sig. Fylkisstrákar bíða eftir pylsum í rigningunni í mótslok. Víkingsstelpa ef marka má höfuðklútinn. Gabríel Snær slakar á á milli leikja. Því fylgja ákveðin forréttindi að vera markmaður. Gróttustrákurinn Tómas blæs sápukúlur. Góða skapið í reglum mótsins Morgunblaðið/Pétur Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.