SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 22
22 1. júlí 2012 Mörkuðum leið miklu mun betur eftirákvarðanir leiðtogafundar ESB að-faranótt föstudags. Leiðtogarbandalagsins halda því snitti að taka sínar örlagaríkustu ákvarðanir úrvinda og svefn- lausir. Aldrei hefur fengist skýring á því vinnu- lagi, því þegar mikið er í húfi virðist ekki ofrausn í því að lengja neyðarfund um einn eða tvo daga. Nú þurfti ekki að taka tillit til markaðarins eða leika á hann því helgin öll var framundan. Hefðbundin uppsetning á óhefðbundnu leikriti En nætursviðsetningin er sennilega til að afsaka „eftirgjöf“ eins og undirstrika „sigur“ annars, eins og einnig er alþekkt á slíkum fundum. Leik- ritið sjálft tekur auðvitað nokkrum breytingum í hvert skipti og leikarar hverfa af sviðinu og aðrir koma í staðinn, en endirinn er alltaf af sama toga. Þetta eru leikrit sem skrifuð eru til að enda illa. Og eins og hjá Shakespeare er mikið mannfall í lokaatriðinu. En í stað þess að kóngar, prinsar, prinsessur og elskendur liggi blóði drifnir í valn- um, þá eru fórnarlömbin hvergi sjáanleg og þau rísa ekki upp til að njóta klappsins. Enda eru þau raunveruleg og eiga ekki erindi upp á sviðið. Fullveldið skorið í þunnar sneiðar Stigið er enn eitt skrefið á þessum fundi í átt til þess að gera ESB að sambandsríki. Að því leyti er hann eins og allir hinir fundirnir. Og alltaf er þetta allt gert til að bjarga evrunni. Nú snerist stærsta atriðið í fyrsta þætti um að Ítalía og Spánn hefðu tekið aukið framlag til op- inberra atvinnusköpunarsjóða ESB í sína gíslingu. Ítalía og Spánn sem „þurfa“ á framkvæmdafé að halda tóku þá hugmynd sem sagt í gíslingu til að þrýsta á Þýskaland sem þarf alls ekki á þessum byggðasnúningi að halda! Hvernig er hægt að láta slíkt líta sæmilega út í leikriti, sem þó er fullyrt að sé ekki svokallað „absúrd“leikrit? Svarið, sem gefið er, felst í því, að Þýskaland hefði nauðugt lofað Frakklandi slíku aukaframlagi í fram- kvæmdasjóði gegn því að Frakkland myndi í staðinn nauðugt samþykkja nýjar reglur um rík- isfjármálapakka einstakra aðildarríkja ESB, sem Hollande sagði fyrir kosningar fyrir langa löngu (í maí s.l.) að hann myndi aldrei samþykkja. Þess vegna gátu Ítalía og Spánn tekið málið í gíslingu, sem þau studdu þó heilshugar sem Þjóðverjar gera á hinn bóginn alls ekki. Og til þess að losa um „gíslatökuna“ neyddust Þjóðverjar til að samþykkja að neyðarsjóðir ESB gætu lánað veik- burða bönkum á Spáni og Ítalíu beint og þyrftu ekki að fara með slíka lánafyrirgreiðslu í gegnum ríkissjóði einstakra landa með tilheyrandi hækk- un á lánskjörum viðkomandi ríkissjóða. Og til þess að Þjóðverjar gætu gefið þennan þátt frá sér og haldið samt andlitinu heima fyrir urðu öll litlu löndin, líka þau sem ekki eru í neinum vandræð- um, að samþykkja að fjármálaeftirlit einstakra landa færðist í raun til yfirevrópsks fjármálaeft- irlits í Frankfurt. Þar með voru leikslokin fengin: ESB nær að færa sig upp á skaftið í ríkisfjármála- legum efnum á kostnað einstakra landa og ein- stök ríki eru svipt sjálfstæðu fjármálaeftirlitsvaldi sínu. ESB 2 - fullveldisréttur aðildarríkja evr- unnar 0. Og eins og fyrr sagði varð uppi fótur og fit á mörkuðunum og föstudagurinn náði að lokast með lúðraþyt og söng á meginlandi Evrópu og Ameríka virðist taka þátt í gleðinni. Ekki er úti- lokað að spár sem gengið höfðu um fundinn eigi nokkurn þátt í hinni óvæntu gleði markaðanna. Fullyrt hafði verið að Þýskaland væri búið að gera upp við sig að nógu langt væri þegar gengið og myndi alls ekki samþykkja að farið yrði fetinu lengra. Og því myndi fundurinn leysast upp í öngþveiti með tilheyrandi óróleika og skelfingu hjá fjárfestum. En til hve langs tíma var nú tjaldað? Svo sannarlega væri mikill fengur af því ef þessar ákvarðanir í morgunsárið dygðu til þess að skapa nokkra bjartsýni á evrusvæðinu og þó miklu fremur að eitthvert hald yrði í henni. Það hafa mörg lönd og þjóðir hangið allt of lengi á efna- hagslegri bjargbrún og þreyta og vonleysi hafa gripið um sig víða. Nokkurra mánaða skjól fyrir efnahagslegum sviptivindum gæti verið mjög hjálplegt og þarft. En jafnvel þótt svo vel tækist til nú er varasamt að kasta öllu raunsæi fyrir borð. Það hefur engin meginbreyting orðið. Rót vandans sem skekið hefur evrusvæðið er enn til staðar. Þar hefur lítið eða ekkert breyst. Það eina sem hefur lukkast er að búrókrötum í Brussel Reykjavíkurbréf 29.06.12 Fullveldið í hlutverki agúrk

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.