SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 45
1. júlí 2012 45 Á King’s Cross-brautarstöðinni í London má sjá fólkmynda hvað annað við skilti. Skiltið er lítið en vandlegamerkt brautarpalli 9 ¾ en það er brautarpallurinn þarsem Harry Potter og félagar biðu eftir lestinni sem flutti þau til Hogwart-galdraskólans. Nú mætti ætla að það væru að mestu leyti börn sem sæktust eftir að láta mynda sig við þetta skilti. Börn hafa ríkt ímyndunarafl og trúa svo iðu- lega í hjartans einlægni því sem þau lesa og fyrir þeim mörgum er Harry Potter raunverulegur, þótt hann sé skáldsagnapersóna. En það eru ekki bara börn sem stilla sér stolt og hrifin upp fyrir framan skiltið á King’s Cross, það gera einnig þeir fullorðnu og voru reyndar mun meira áberandi en börnin þann dag sem ég fylgdist með umferð- inni á brautarpalli 9 ¾. Gott að sjá að svo margir fullorðnir hafa varðveitt barnið í sér. Og alveg jafn gott að sjá hvernig bókmenntirnar geta sett svip á umhverfið og runnið saman við það. Brautarpallur 9 ¾ er alveg örugglega merkilegasti brautarpallurinn á King’s Cross og sá sem einu sinni hefur séð hann og hefur vott af ímyndunarafli fer ekki aftur í gegnum þessa lestarstöð án þess að heimsækja hann. Maður kemst í óendanlega gott skap við að hugsa um það hversu góð áhrif bækur geta haft á þá sem þær lesa og það er hreint dásam- legt að sjá bók stimpla sig inn á lestarstöð, eins og í þessu tilviki. Já, bækur hafa ýmis áhrif og stundum getur bók orðið hluti af lífi fólks án þess að það hafi lesið hana. Ég komst að þessu um daginn þegar kunningjakona mín sem vinnur í fjármálageiranum sagði mér að á vinnustað hennar væri iðulega sagt þegar ómögulegt væri að ganga frá málum vegna ómögulegra skilyrða: Þetta er Catch 22. Hún hefur aldrei lesið þessa frægu bók Josephs Hellers en veit samt nokkurn veginn hvað felst í Catch 22. Hún spurði mig hvort hún ætti að lesa bókina. Ég sagðist ekki geta mælt nógsamlega með henni. Orðið nútímaklassík er notað í tíma og ótíma og á ekki alltaf við, en sannarlega í þessu tilviki. ’ Maður kemst í óendanlega gott skap við að hugsa um það hversu góð áhrif bækur geta haft á þá sem þær lesa og það er hreint dásamlegt að sjá bók stimpla sig inn á lestarstöð, eins og í þessu tilviki. Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Bókmenntaleg brautarstöð M annskepnan er furðudýr. Undar- legri hegðun henn- ar og hugsunar- hætti gerir hollenski rithöfundurinn Herman Koch góð skil í skáldsögunni Sumar- hús með sundlaug sem kom ný- verið út í mjög góðri íslenskri þýðingu Rögnu Sigurðardóttur. Í fyrstu persónu segir heim- ilislæknirinn Marc Schlosser okkur frá lífi sínu. Það er ekki hægt að segja að hann hafi áhuga á starfi sínu en hann telur sig sinna því mjög vel, gefur hverjum sjúk- lingi góðan tíma og er með lausa skrif- hönd þegar kemur að lyf- seðlum. Hann hefur óbeit á sjúklingum sínum, og manneskjunni yfirhöfuð, og lýsir þeirri óbeit á hreinskilinn og skemmtilegan hátt. Sjúkling- arnir eru upp til hópa væni- sjúkir vælukjóar sem ekkert er að og hafa skapað sitt eigið böl með lífsháttunum en Marc hlustar á hvern þeirra eins og hann sé dauðvona og gerir það sem ætlast er til af honum sem heimilislækni. Kynni hans af einum sjúk- lingnum verða örlagarík. Um er að ræða landsfrægan leikara, Ralph Meier, sem er yfirgengileg persóna með undarlega sýn á kvenfólk, eins og reyndar fleiri karlkyns persónur í bókinni. Einhverskonar vinskapur kemst á með Ralph og Marc. Sagan hefst á því að Marc á yfir höfði sér dóm í læknaráði vegna mistaka í starfi, mistaka sem gætu hafa kostað Ralph líf- ið. Spurningar vakna um hvort honum hafi orðið á mistök eða hvort hann hafi viljandi greint Ralph rangt til að koma honum undir græna torfu. Marc fer með lesandann til baka og segir frá örlagaríku sumri þar sem hann, kona hans og tvær dætur dvöldu í sumarhúsi með Ralph og fjöl- skyldu. Þessi sumarhúsadvöl breytir lífi beggja fjölskyldna og kannski er skýringanna þar að leita, hvort Marc er sekur eða saklaus af því að drepa Ralph. Það er sveitt og martraðar- kennd stemning yfir þessari sumarbústaðaferð, allir virðast vera að fela eitthvað, girnast það sem aðrir eiga, engum er treyst- andi og engum virðist líða vel í félagsskap hinna. Þrátt fyrir það lætur enginn á neinu bera og þau þykjast njóta sumarsins saman og gera það kannski á einhvern hátt. Það er eitthvað einstakt við þessa bók. Koch er hreinskilinn, slær lesandann utan undir með því einu að lýsa því sem þykir eðlileg mannleg hegðun. Þetta er samtímasaga sem tekur á samfélagsmálunum, hún er spennandi og hún er fyndin og sorgleg og hún fær mann til að efast stórlega um mannskepn- una. Hverskonar dýr erum við eiginlega? Sveitt sumar og samfélagsmein Bækur Sumarhús með sundlaug - Herman Koch bbbbn Íslensk þýðing: Ragna Sigurðardóttir. JPV útgáfa 2012. Hollenski rithöfundurinn Herman Koch er margfaldur metsöluhöfundur. Ingveldur Geirsdóttir LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar [I]NDEPENDENT PEOPLE / „SJÁLFSTÆTT FÓLK“ 19.5. - 2.9. 2012 ÖLVUÐ AF ÍSLANDI / INSPIRED BY ICELAND 19.5. - 4.11. 2012 DÁLEIDD AF ÍSLANDI / HYPNOTIZED BY ICELAND 19.5. - 4.11. 2012 HÆTTUMÖRK / ENDANGERED 19.5. - 31.12. 2012 HÁDEGISLEIÐSÖGN um sýningar safnsins alla þriðjudaga og föstudaga kl. 12:10-12:40 Listaklúbburinn SELMA: árskort sem veitir ókeypis aðgang á sýningar Listasafns Íslands og margt fleira. Nánari upplýsingar og skráning á listasafn.is, eða í tölvupósti selma@listasafn.is. SAFNBÚÐ, listaverkabækur og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is Listasafn Reykjanesbæjar MILLILANDAMYNDIR 45 verk eftir ýmsa listamenn 2. júní – 19. ágúst Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön og ýmsar sjóminjar Byggðasafn Reykjanesbæjar VERTÍÐIN - Ný sýning um sögu svæðisins til 1940 Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Sunnudaginn 1. júlí kl. 14: Leiðsögn um sýninguna TÍZKA - kjólar og korselett Kvikmyndasýning sunnudaginn 1. júlí kl. 15: Björgunarafrekið við Látrabjarg Fjölbreyttar sýningar, spennandi safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17. Síðasta abstraktsjónin Eiríkur Smith 1964 - 1968 Hús Hreinn Friðfinnsson Sýningarnar standa til 19. ágúst Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis Húsið á Eyrarbakka í borðstofu: Sunnlendingar á Ólympíuleikum sumarsýning Byggðasafns Árnesinga Sjóminjasafnið á Eyrarbakka Draumur um bát sýning í forsal Opið alla daga kl. 11-18 Sími 483 1504 www.husid.com SAGA TIL NÆSTA BÆJAR Úrval íslenskrar vöruhönnunar Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is HORIZONIC rými og víðáttur í hljóðlist Listamenn frá útjaðri Norðurlanda Síðasta sýningarhelgi Leiðsögn sunnud. Kl. 15 Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið alla daga kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.