SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 29
1. júlí 2012 29 og Lækjargötu. Á sínum tíma hafði verið þar Mensa Academica, matstofa sem nem- endur í Latínuskólanum nýttu sér. Orðið mensa greip mig strax, en það þýðir mat- borð, og mensa er til í Frakklandi og öllum latínumælandi löndum. Reksturinn gekk vel en þegar ég eignaðist Berg, þriðja barnið mitt, var álagið ansi mikið og ég gerði bókhaldið á nóttunni. Ég hætti rekstrinum en sé um veisluþjónustu undir nafni Mensu sem ég loka á sumrin til að vera hér í Flatey og held svo áfram að sinna veisluþjónustunni á veturna. Þannir að ég skipti reglulega milli 101 og náttúr- unnar. Maðurinn minn, Þorsteinn Bergsson, er framkvæmdastjóri Minjaverndar og á eitt elsta húsið í Flatey með systur sinni. Í frí- um fórum við út í Flatey og í huganum sá ég alltaf fyrir mér hótel á eyjunni. Frá upphafi hugsaði ég: Hér er frábær staður til að reka gistiheimili og veitingastað. En það var ekki í boði. Þarna var fyrir lítill veitingastaður, Vogur, en þegar hann hætti snögglega starfsemi þá var ljóst að einhver aðstaða þyrfti að rísa fyrir ferða- menn. Þá fékkst fjármagn frá Minjavernd til að endurgera gömul hús, þar á meðal hús sem nú tilheyra hótelinu. Alltaf varð þorpið fallegra en þessi uppbygging kost- aði mikið. Minjavernd fær aldrei til baka það sem lagt hefur verið í húsin en þessi uppbygging er hugsjón ekki gróða- starfsemi. Við hjónin höfum bæði mikinn áhuga á gömlum húsum og munum og því að viðhalda því gamla. Í hótelinu er mikill sammtíningur gamalla og nýrra muna, það er í anda Flateyjar. Þegar ég hætti rekstri Mensu geymdi ég marga gamla muni sem þar höfðu verið og gat nýtt þá á hótelinu. Engin herbergi eru eins en sam- an mynda þau ansi góða heild. Við erum sex sem rekum hótelið og rekstur þess er fyrst og fremst ástríða, annars gætum við þetta ekki. Það er ein- ungis opið þrjá mánuði á ári þannig að þetta getur aldrei orðið gróðafyrirtæki nema opnunartíminn verði framlengdur. Mig langar til þess og ég held að það sé hægt að fá ferðamenn til að koma hingað á öllum tíma árs. Ég kem hér að vetri til og þá eru engin fuglahljóð heldur algjör þögn og það er unaðslegt að horfa upp í him- ininn og sjá stjörnur og norðurljós. Krakk- ar sem koma hingað að vetri til leggjast alltaf á bakið og horfa upp í himininn. Það er eitthvað hér í náttúrunni í Flatey sem gefur meiri kraft og orku en annars staðar. Við sem vinnum hérna fyllum okk- ur allt sumarið af orku. Við förum reglu- lega á sérstakan stað sem heitir Svínabæli og gerum jógaæfingar. Við lesum öll mikið. Ég var að klára Hvernig ég kynntist fisk- unum efir Ota Pavel, sem er ótrúlega góð bók og svo er ég með Gamlingjann á nátt- borðinu. Í Flatey lesa allir og skiptast svo á góðum bókum. Um leið og fólk hefur ekki útvarp og sjónvarp þá grípur það bók.“ Ætlarðu að halda áfram að standa vaktina á hótelinu í Flatey næstu árin? „Það hefur gefið mér ánægju og lífsfyll- ingu að vinna hér í Flatey og gera það sem mér finnst fallegt og skemmtilegt. Ég veit samt ekki hvað ég endist. Stundum stend ég sautján tíma vaktir og til að þola það þarf að hafa sterk bein og gott skap. En áhuginn er brennandi og ég er ekki enn orðin lúin.“ ’ Einn gestanna, frönsk kona tók mig afsíðis á dögunum og sagði með tárin í augunum: „Gerirðu þér grein fyrir því að þetta er alveg einstakur staður, hér er algerlega ósnert náttúra. Við eigum ekki lengur svona staði í Frakklandi. Passið þið staðinn ykkar.“ Morgunblaðið/Kolla

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.