SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 34
34 1. júlí 2012 Þrátt fyrir að kröftugur straumurberi Íslendinga í átt að auknumniðurskurði og samdrætti erusumir sem hafa kjark til að synda á móti straumnum og hafa árangur sem erfiði. Það vita hjónin Ragnar Fjalar Sævarsson og kona hans Sesselía Birgisdóttir betur en margir, en á hrunárinu sjálfu, 2008, stofnuðu þau íbúðaleigumiðlunina Red Apple Apartments sem síðan þá hefur stækkað jafnt og þétt og leigir nú út íbúðir um alla Evrópu. Djarfhuga hjónin létu það ekki á sig fá að alls staðar drægju fyrirtæki saman segl- in á þeim tíma sem þau hugðust opna sitt eigið og héldu ótrauð áfram að byggja upp leigumiðlun með íbúðir í Evrópu, á meðan allt í kring var verið að loka fyrirtækjum eða þau lýst gjaldþrota. Uppbyggingin hefur enda krafist mikils af stofnendun- um. „Við opnuðum 2008 og höfum því rekið fyrirtækið dag og nótt í fjögur ár.“ Í dag leigir fyrirtækið út íbúðir á 47 stöðum í rúmlega 20 Evrópulöndum. „Þetta eru meira og minna flest lönd í Evrópu, en við höfum meðvitað haldið okkur við Evrópumarkað til að missa ekki yfirsýn og stjórn á gæðum framboðsins,“ segir Ragnar. Kviknaði eftir misheppnað frí En hvaðan fengu hjónin hugmyndina að íbúðaleigumiðlun í Evrópu? „Þetta hófst í raun þannig að við hjónin fórum til Madr- ídar í frí með vinafólki okkar. Börnin voru með í för og við höfðum áhuga á að geta eldað saman og átt huggulegar stundir, þannig að við leigðum íbúð þar í borg,“ segir Ragnar. Húsnæðið, sem í fyrstu virtist traust- vekjandi, olli miklum vonbrigðum. „Við lentum einfaldlega í bullandi vandræðum með íbúðina, við vorum þarna í janúar og vatnið fór af þannig að við höfðum ekkert heitt vatn, en svo snemma árs er ískalt í Madríd. Fleiri gallar voru á íbúðinni og þetta skemmdi að stórum hluta dvölina.“ Í framhaldinu fóru Sesselía og Ragnar að velta fyrir sér viðskiptum af þessu tagi. „Við fórum að velta fyrir okkur hvort það væri ekki hægt að gera betur.“ Skömmu síðar fóru Ragnar og Sesselía í meistaranám í Svíþjóð og hófust hjónin handa að byggja upp fyrirtækið samhliða námi, meðal annars til að geta komið í veg fyrir að fleiri fjölskyldur upplifðu von- brigðin sem þau urðu fyrir í Madríd. Ragnar er viðskiptafræðimenntaður og Sesselía félagsfræðingur frá Háskóla Ís- lands. „Ég var framkvæmdastjóri hjá prentþjónustufyrirtækinu Samskiptum, sem síðar sameinaðist Póstinum. Sessa vann hjá Eddu miðlun og útgáfu og hjá bókaforlaginu Veröld. Það voru okkar síð- ustu verkefni áður en við fluttum út árið 2006.“ Hjónin tóku ákvörðun um að yfirgefa landið og fara saman í eins árs framhalds- nám en á þessum tíma voru þau með lítið barn. Ragnar og Sesselía tóku í framhald- inu meistaragráðu í alþjóðlegum mark- aðsfræðum og vörumerkjastjórnun í Lundi. „Upprunalega planið var að stoppa aðeins hér í eitt ár og halda síðan áfram, en okkur líkaði svo vel að við ákváðum að skrá okkur í enn frekara nám.“ Meistara- nám í frumkvöðlafræði varð fyrir valinu hjá Ragnari en kona hans fór í meistara- nám í mannauðsstjórnun. „Að náminu loknu ákváðum við svo að sameina krafta okkar í uppbyggingu fyrirtækisins,“ segir Ragnar. Úskrift og opnun í sama mánuði Aðspurður hvort námið nýtist vel í rekstri Red Apple Apartments segir Ragnar svo vera. „Námið var mjög skemmtilegt að því leyti að markmið þess er að stofna fyrir- tæki og í þessu tilfelli náðist það markmið og gott betur.“ Að sögn Ragnars er námið hagnýtt og í því er lögð áhersla á tengsl við atvinnu- lífið. „Helmingur námsins gengur út á að stofna fyrirtæki þannig að það hentaði ofsalega vel fyrir þá áætlun okkar að stofna og byggja upp Red Apple Apart- ments.“ Ragnar útskrifaðist svo í byrjun júní 2008 og fyrirtækið var opnað aðeins fáeinum dögum síðar, 11. júní. Árið 2008 var fyrirtækjaeigendum og atvinnurekendum afar erfitt og fjölmörg- um fyrirtækjum tókst ekki að standa af sér storminn í kjölfar hruns. Ragnar lét þó neikvæðniraddir og svartsýnisspár sem vind um eyru þjóta. „Ég hafði reynslu af framkvæmdastjórn hjá Samskiptum og hafði í raun ákveðið að næsta verkefni sem ég tæki mér fyrir hendur yrði eitthvað sem við hjónin myndum stofna sjálf og byggja upp. Það hafði þannig verið í píp- unum í talsverðan tíma og kreppan breytti engu þar um,“ segir hann. Ragnar segir enn fremur að ástæða þess að hann valdi að stunda nám í frumkvöðlafræðum hafi að mestu leyti verið sú að ætlunin hafi alltaf verið að fara út í eigin rekstur. Hræðast ekki breytingar Það er ekki allra að hætta í vinnu eftir þrí- tugt, flytjast milli landa með ungt barn og byrja upp á nýtt í öðru landi. Aðspurður hvort umskiptin hafi tekið á segir Ragnar svo vera. „Auðvitað var þetta svolítið erf- itt í byrjun, en við höfðum bæði stefnt að því að fara í framhaldsnám erlendis í þó nokkurn tíma. Það var því alltaf einungis tímaspursmál hvenær við fyndum hent- ugan tímapunkt, og hann kom bara á þessum tíma.“ Ragnar segir að á þessum tíma hafi val- ið staðið á milli þess að hrökkva eða stökkva. „Við ákváðum að bíta á jaxlinn og skella okkur og sjáum svo sannarlega ekki eftir því,“ segir Ragnar hlæjandi, en þau voru á þeim tíma með eitt lítið barn og svo hefur annað bæst í hópinn á með- an fjölskyldan hefur verið búsett í Lundi ásamt elsta syninum sem flakkar á milli Íslands og Svíþjóðar. „Það hefur gengið ofsalega vel með börnin,“ segir Ragnar. „Hér er mikið og sterkt Íslendingasam- félag og í því felst mikill stuðningur. Hér er mikið um íslenska lækna og náms- menn og þetta samfélag stendur þétt saman,“ segir Ragnar og bætir því við að Tóku áhættu sem borgaði sig Hjónin Ragnar Fjalar Sævarsson og Sesselía Birgisdóttir tóku afdrifaríka ákvörðun fyrir 6 ár- um þegar þau létu af störfum sínum hér á landi og fluttust til Svíþjóðar með kornunga dóttur. Þau luku framhaldsnámi í Lundi og létu gamlan draum rætast þegar þau stofnuðu fyrirtæki á hrunárinu mikla 2008. Fyrirtækið, Red Apple Apartments, leigir út íbúðir í 56 Evrópuborgum og er með skrifstofur í Svíþjóð og Pakistan. Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Edinborg Osló Oulu Helsinki St. Péturs- borg Moskva Stokkhólmur Linköping Tallin Lundur Kaupmannahöfn Randers Århus London Amsterdam Berlín Varsjá Kiev LvivKrakáPrag París Brussel Odessa Zagreb Búdapest Vín Zurich Lyon Cannes Mílanó Feneyjar Porto Lissabon Madrid Malaga Marbella Valencia Barcelona Flórens Róm Sofia Istanbul Alanya Íbúðir á vegum Ragnars og Sesselíu eru víðs vegar um Evrópu Ísafjörður Reykjavík Akureyri

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.