SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 18
að spila á orgelið. Amma var alltaf tilbúin með mat; ég var svona ofdekraður strák- ur. Ég spilaði oft á píanóið og þegar ég fékk nóg af því fór ég út að leika mér. Ég átti minn eigin heim í garðinum, afi var hættur að vinna og hann sýndi mér mikla athygli; ef hann þurfti að smíða eitthvað með stóra hamrinum fann hann annan lítinn handa mér. Hann var mér mjög kær manneskja.“ Afinn var sá eini sem fékkst eitthvað að ráði við músík á æskuheimilinu. „Bróðir minn, sem er átta árum eldri, lék að vísu á gítar og samdi nokkur lög, við spiluðum aðeins saman en hann hætti snemma. En fyrir mér var þetta einhvern veginn mjög eðlilegt og tónfræðin hefur aldrei verið vandamál fyrir mig.“ Hvaðan heldur hann að hæfileikarnir séu þá komnir? „Mín skoðun er sú að hver maður sé með meðfæddan hæfileika, sem hann annaðhvort þróar eða ekki. Ég var syngj- andi frá því ég var lítill; tónheyrnin var strax góð í söngforminu en hvernig ég gat notað innri heyrn til að senda skilaboð í puttana þegar ég var að spila á fiðluna veit ég ekki, en mér fannst það strax mjög einfalt.“ Snillingar eru menn eins og Mozart, segir Valmar svo. „Hann heyrði hljóm- sveit spila tónverk og skrifaði það upp! Hver getur gert það núna? Við erum allir glataðir miðað við þetta!“ Þegar Valmar er spurður hvort hann geti spilað á öll heimsins hljóðfæri, svarar hann ákveðið: „Nei, enda er það ekki markmið. Hvaða tilgangur væri í því? Ég byrjaði að spila sem ungur strákur, oftast á píanó og fiðlu og svo spila ég á þau hljóðfæri sem tengjast þeim; harmoniku, kirkjuorgel, fiðlu og lágfiðlu og svo get ég spilað eitthvað á gítar og mandólín, af því að það er stillt eins og fiðla. Í hernum þurfti ég svo að læra á blásturshljóðfæri; þar spilaði ég á básúnu í tvö ár. Annars hef ég aldrei spilað á blásturshljóðfæri og ég hef aldrei haft áhuga á trommum.“ Hvað er skemmtilegast? „Allt er skemmtilegt. Mér finnst til dæmis mjög gaman að spila sjómannalög á harmoniku; mér finnst mjög gaman að spila sálma á orgel. Ég er alæta á tónlist og vil hafa hana fjölbreytta því þá verður engin rútína. Ég get ekki í myndað mér að vera lágfiðluleikari í hljómsveit sem spilar bara Straussvalsa. Þá fer maður að hiksta. Þess vegna er gott að spila stundum Siggi var úti með Hvanndalsbræðrum.“ Hann vill sem sagt fást við margt svo ekkert eitt komist upp í vana. „Það var al- gjör snilld að vera í sveitinni; að vera kennari í skóla, vinna með foreldrunum í leikhúsinu og afanum og ömmunni í kirkjukórnum. Þannig er hringnum lok- að. Auðvitað eru líka afar og ömmur í leikhúsi og pabbar og mömmur í kirkju- kór en það sem ég á við er að allir eru með í sveitinni og sinna öllu sem þarf. Mér finnst það rosalega heilbrigt; eins og ég sem tónlistarmaður vil ekki bara spila alltaf það sama á eitt hljóðfæri.“ Ömurlegt að fá fiðlu í jólagjöf! Valmar komst sex ára inn í grunnskóla sem var ætlaður sérlega efnilegum tón- listarnemendum. Skömmu áður hafði hann fengið fiðlu fyrsta skipti í hendur. „Þá fékk ég fiðlu í jólagjöf og fannst það ömurlegt! Hvað er verið að gefa mér þetta? Ég vil ekki spila á fiðlu... Ég vil spila á píanó og þegar ég fór í skólann vildi ég komast inn sem píanisti. Það voru 55 krakkar sem komust inn og eftir inntöku- próf, þar sem ég spilaði á fiðlu, harmon- ium orgel og harmoniku, dæmdi inn- tökunefndin mig í strengjadeildina... Seinna var mér sagt að fyrst og fremst væru krakkar sem hefðu verið með bestu tónheyrnina dæmdir á erfiðari hljóðfæri; maður sér ekkert á fiðluhálsinn en verður að tengja heyrnina við það hvernig maður Valmar bregður á leik á jafnvæg- isteygju heima í garði; segja má að hann haldi vel jafnvægi í tónlistinni, með því að fást við allt milli himins og jarðar. Dóttirin Elise Marie notaði teygjuna mikið til að æfa sig þegar hún var á skíðum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.