SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 38
38 1. júlí 2012 Nora Ephron lést nýlega, 71 árs, úrlungnabólgu eftir að hafa verið heilsu-veil um nokkurt skeið. Hún var fjöl-hæf kona, var rithöfundur, handrits- höfundur, leikstjóri, pistlahöfundur, blaðamaður og framleiðandi. Hún hafði sinn einstaka stíl, var bæði í verkum sínum og eigin lífi ákaflega orð- heppin og fyndin og alveg hæfilega rómantísk, eins og sýndi sig vel í kvikmyndum eins og When Harry Met Sally, Sleepless in Seattle og Julie & Julia, en hún var handritshöfundur þeirra og leikstýrði sömuleiðis þeim tveim síðastnefndu. Hún var ein af fáum konum sem hafa náð frama sem leikstjórar og handritshöfundar í Hollywood. Allt frá unga aldri þekkti hún vel til kvikmynda en foreldrar hennar, Phoebe og og Henry Ephron voru gyðingar og handritshöfundar í Hollywood og gerðu meðal annars handritið við söngva- myndina Carousel árið 1956. Ephron var ein fjög- urra systra en allar hafa systurnar sinnt rit- störfum. Rómantísk og þrígift Ephron hóf feril sinn sem blaðamaður og þar sem hún var ákaflega vel skrifandi og hafði persónu- legan og skemmtilegan stíl náði hún athygli les- enda en það eru kvikmyndirnar sem hún leik- stýrði og handritin sem hún skrifaði sem færðu henni heimsfrægð. Hún sýndi hreina snilld- artakta í handritum að rómantískum gam- anmyndum, þar sem segja má að hún hafi end- urvakið stemningu rómantískra Hollywoodgamanmynda frá fjórða og fimmta áratugnum. Handrit hennar að kvikmyndinni When Harry Met Sally ber vitni um hug- myndaríki hennar og fyndni en einkennist um- fram allt af ríkum skilningi á flóknum sam- skiptum kynjanna. When Harry Met Sally er orðin klassísk kvikmynd og hið sama má segja um hina fallegu Sleepless in Seattle þar sem ýmis konar tákn leiða réttar manneskjur saman. Einkalíf Ephron var framan af ekki dans á rós- um, þannig að dást má að því hversu staðfastlega hún stóð með ástinni í verkum sínum. Fyrsti eigi- maður hennar var rithöfundurinn Dan Greenburg en því hjónabandi lauk með skilnaði eftir níu ár. Annað hjónabandið var með rannsóknarblaða- manninum Carl Bernstein sem ásamt Bob Wo- odward kom upp um Watergate hneykslið. Því hjónabandi lauk svo með gríðarlegum látum þegar Ephron komst að því, þá barnshafandi að öðru barni þeirra hjóna, að eiginmaðurinn ætti í ástarsambandi við sameiginlega vinkonu þeirra hjóna. Ephron gerði það sem rithöfundar gera, skrifaði lítt dulbúna skáldsögu um framhjáhaldið og sársaukafullan skilnað. Þessi stórskemmtilega skáldsaga, Heartburn, sló í gegn og varð að kvikmynd með Jack Nicholson og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Bernstein var sannarlega ekki skemmt vegna lýsinga á sjálfum sér sem ábyrgðarlausum flagara og varð æfur vegna lýsingar fyrrverandi eiginkonu sinnar á ástkonu hans, en sú lýsing var reyndar svo grimmileg að vart var annað hægt en að kveinka sér undan henni. Hann hótaði málsókn, sem hann lét þó ekki verða af. Þriðji eiginmaður Ephron var rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nicholas Pi- leggi. Hann hefur einkum einbeitt sér að skrifum um mafíuna. Hann er höfundur bókarinnar Wiseguys sem varð að kvikmyndinni Go- odfellas sem Martin Scorsese leikstýrði og Pileggi gerði handrit að. Hann gerði einn- ig handritið að Cas- ino sem Scorsese leikstýrði. Pileggi og Ephron voru gift í rúm tuttugu ár og hann lifir hana. Sjálfstæð nútímakona Ferill Ephron einkenndist ekki af stöðugri vel- gengni. Hún var reyndar alla tíð frábær pistlahöf- undur, hafði næmt auga fyrir því skoplega í til- verunni og gat verið verulega fyndin um leið og hún var beitt og gagnrýnin. Þegar kom að kvik- myndagerð tókst henni ekki alltaf jafn vel upp. Nokkrum sinnum á ferlinum leikstýrði hún kvik- myndum sem voru hálf -misheppnaðar en þegar hún var í essinu sínu var hún leikstjóri sem skap- aði klassískar kvikmyndir, eins og Sleepless in Seattle, You’ve Got Mail og Julie & Julia sem var síðasta myndin sem hún leikstýrði og sló rækilega í gegn með Meryl Streep í aðal- hlutverki. Sú mynd fjallaði um mat- argerð, sem var mikið áhugamál Ephron. Hin fjölhæfa Nora Ephron er látin. Hún starfaði meðal annars sem hand- ritshöfundur og leikstjóri og skilur eftir sig nokkur klassísk kvikmyndaverk. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Billy Crystal og Meg Ryan sem vinirnir Harry og Sally. Meg Ryan gerir sér upp fullnægingu í frægu atriði í When Harry Met Sally. Billy Crystal fylgist vandræðalegur með. Hin fjölhæfa Nora Ephron kveður sviðið Frægð og furður Tom Hanks og Meg Ryan fóru með aðalhlutverkin í Sleepless in Seattle sem er fullkomin rómantísk gamanmynd.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.