SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 12
12 1. júlí 2012
Þriðjudagur
Bragi Valdimar
Skúlason
Loksins eitthvað já-
kvætt! „Kelly Osbo-
urne elskar fjólubláa
hárið sitt sem fer
henni afar vel.“ – Og hafið þið það
nöldurtuðrur!
Fimmtudagur
Ásgeir H. Ingólfsson
Það eina sem vant-
aði í The Big Le-
bowski var Bill
Murray. Það verður
lagað í The Big Le-
bowski 2.
Elín Arnar
Gleymdi að læsa
bílnum í gærkvöldi
með kassa af bjór í
framsætinu í 101
RVK. Þetta var allt á
sínum stað í morgun, hvert er
heimurinn að fara?
Dagný Ósk Aradóttir
Pind
Refreshar yr.no. Hró-
arskelduveðrið lítur
vel út so far. Er svo
ekki alltaf gott veður í Berlín? Get
ekki beðið. Brottför eftir viku.
Fésbók
vikunnar flett
Allir sem þeir þekkja reiðhjól al-
mennt þekkja væntanlega líka um-
stangið sem fylgt getur keðjunni og
skiptingu. Það er og flóknasti bún-
aðurinn á hjólinu og sá sem líkleg-
astur er til að bila eða skapa vand-
ræði. Þegar við bætist að þar eru
einmitt óhreinindin mest, olía og
vegaryk í göróttri blöndu, er varla
nema von að marga dreymi um að fá
sér nafarskiptingu líkt og á hjólinu
hér til hliðar.
Gírhlutfall er á skiptingum mis-
munandi á milli framleiðenda, en
svo dæmi séu tekin þá er það
541% á hjólinu sem ég nota
hversdags; semsé: Hjólið fer 5,4
sinnum lengra á hverjum sveif-
arsnúningi í efsta gír en í neðsta
gír. Í Shimano Nexus-7 er það
244%.
Það skiptir líka máli hvernig þrep-
in eru í skiptingunni, þ.e. hvað er
mikill álagsmunur á milli þrepa/gíra.
Þar skorar Shimano Nexus 7-
skiptingin mjög hátt samanborið við
álíka skiptingar, en eðlilega skiptir
máli fyrir hvað skiptingin er ætluð;
hvort á að hjóla innanbæjar þar sem
hæðarmunur er jafnan ekki mikill
eða skyndilegur, eða stendur til að
þræla sér upp fjallseggjar?
Stellið er úr áli, en gaffallinn úr stálblöndu, sem tryggir
sveigjanleika þar sem hann á við. Létt og skemmtilegt
stell og stílhreint ásýndar. Víst skiptir þyngdin ekki höf-
uðmáli í borgarsnatti, en ef þarf að hjóla fimm til tíu kíló-
metra á dag eða jafnvel meira þá munar um hvert kíló. Að
ekki sé talað um það þegar maður þarf að teyma hjólið
upp of brattar brekkur eða bera það upp tröppur.
Það sem flestir taka væntanlega
strax eftir er að gírarnir eru í aft-
urnöfinni, Shimano Nexus-7 skipt-
ing. Gírarnir eru semsé 7 og
svínvirka hvort sem maður
er að hjóla upp Ártúns-
brekkuna eða eftir Sæ-
brautinni. Mættu
vera dálítið þyngri
fyrir minn smekk, en
frábær skipting og
þægilegt að geta
skipt hvort sem
maður er kyrrstæður
eða á ferð. Smá lagni
þarf til að kippa aft-
urdekkinu af fyrir vikið,
en það er auðlært.
Bremsurnar eru líka dálítið óvenjulegar, ekki
púðabremsur / V-bremsur eða diskabremsur,
heldur rúllubremsur, rollerbrake, eins og það
kallast upp á ensku, Shimano BR-IM55. Allt
sem skiptir máli er lokað inni í bremsuhúsinu og
því duga bremsurnar í
hvaða veðri sem er
og eins þarf lítið
viðhald. Flóknara
er þó að taka aft-
urhjólið af.
Þegar skiptingin er í afturnöfinni er keðj-
an styttri, skröltið minna og hægt að nota
keðjuhlíf þannig að engin hætta er á að buxurnar þvæl-
ist í keðjuna. Hún er líka sterkari og endist lengur.
Hnakkurinn á hjólinu er þrælfínn BG Targa Sport og
handföngin snilld, sem skiptir máli þegar hjóla á langt.
Specialized hjól eru seld í Kríu hjól á Hólmaslóð 4.
Fullkomið götuhjól
Í sjálfu sér er hægt að nota nánast hvaða garm sem er til að hjóla í vinnuna,
sér til skemmtunar eða í bæjarsnatti, en ef maður vill líka njóta ferðarinnar
má mæla með hjóli eins og Specialized Source Seven.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Skiptir skiptingin máli?
Draumurinn um
skiptingu í nöfina