SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 42
42 1. júlí 2012 Eitt hið fyrsta sem aðkomumönn-um er kennt norður á Akureyrieða austur á Héraði, er að þekkjaáttir. Varla er samræða ferða- manns að sunnan hafin við heimamann á Akureyri þegar heimamaður segir: „Hér tölum við um að fara fram á dal þegar við förum inn til landsins en út til sjávarins.“ Á Suðurlandi er þessu þveröfugt farið, þar fer fólk fram til sjávar en inn eða upp til landsins. Á Héraði fær ókunnur ferðalagur mjög fljótt þær upplýsingar að gagnstæðar áttir þar í sveit séu norður og austur. Hér fara menn norður yfir fljót og snúa aftur austur yfir. Hver sá aðkomumaður sem ekki notar þessi orð rétt fyrir norðan og austan er óðara leiðréttur. Þessi umhyggja heimamanna fyrir mál- venju síns héraðs er lofsverð og betur væri að við hugsuðum öll jafn vel um rótgróin sérkenni í tungutaki okkar sem bundin eru aðstæðum og landslagi. Jafn sjálfsagt er að aðkomumenn sýni málvenju heima- manna virðingu og reyni eftir föngum að tileinka sér hana. Á Suðurlandi eru gagnstæðar áttir út og austur eins og fjölmörg örnefnapör eru til vitnis um. Nægir þar að nefna Eystri- og Ytri-Rangá, en ég hef ekki orðið var við að Sunnlendingar láti tungutak aðkomu- manna um þetta efni trufla sig. Jón Böðvarsson kenndi mér í mennta- skóla að Suðurnes næðu frá Akranesi í vestri til Reykjaness í suðri og skiptust í tvennt, innnes og útnes. Gagnstæðar áttir hér á suðvesturhorninu hafa frá fornu fari verið inn og út eða inn og suður. Alkunna er að Íslendingar fara suður til Reykjavík- ur af öllu landinu nema Suðurnesjum sunnan Reykjavíkur, þaðan fer fólk inn til Reykjavíkur. Frá Reykjavík förum við suður í Kópavog, suður í Hafnarfjörð og þaðan er haldið áfram suður með sjó til Keflavíkur og enn áfram suður í Garð eða suður í Hafnir. Einhvers staðar á þeim slóðum er hinn málfræðilegi suðuroddi Ís- lands. Fyrsti áttavillti maðurinn sem ég hitti hér í Reykjavík var Norðlendingur sem kominn var suður til að fara í skóla. Hann býsnaðist mikið yfir því að hér í borginni væru engar áttir á sínum stað og ómögu- legt að vita hvað sneri norður og suður, austur eða vestur. Ekki er erfitt að skilja að sá sem elst upp með fjöll á báðar hendur sé nokkuð ruglaður þegar hann kemur á Suðurnes. Hins vegar vakti athygli mína að þessi Norðlendingur taldi fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt að vera áttavilltur hér syðra, og engin ástæða væri fyrir hann að tileinka sér þau orð um áttir sem heima- menn notuðu. Ég gæti trúað að skólafélagi minn hafi ekki verið einn um þetta við- horf, heldur hafi þorri aðkomufólks í Reykjavík alla tuttugustu öld talið að ekki þyrfti að leggja sig neitt sérstaklega eftir aldagömlu tungutaki innfæddra Reykvík- inga um áttir. Reykvíkingar sjálfir virðast hafa leitt áttavillu hinna aðfluttu sveita- manna hjá sér eða talið vonlaust að leið- rétta hana. Nú eru innfæddir Reykvíkingar löngu orðnir í minnihluta hér á höfuðborg- arsvæðinu og bæði ungir og gamlir vita lítið hvert þeir eru að fara. Svo virðist sem allir fari nú í sömu áttina – upp. Fólk fer upp í Kópavog, upp í Hafnarfjörð, upp á Þingvöll eða upp á Selfoss og ekki er óal- gengt að fólk ætli upp á flugvöll, og á þá við Keflavíkurflugvöll, en úr Reykjavík er hann í suður. Nýlega heyrði ég mann tala um að fara upp til Reykjavíkur úr Hafn- arfirði. Fólk hlýtur að vera afskaplega langt niðri ef allar áttir eru upp. Í vor hitti ég hámenntaðan mann við gömlu höfnina í Reykjavík. Hann talaði um að fara austur í Laugarnes. Ég gæti trúað að ömmur mínar báðar hefðu orðið býsna langleitar, þær fóru alltaf inn í Laugarnes. Maðurinn reyndist vera Skaft- fellingur. Nú þýðir lítið að ætlast til að skólarnir kenni reykvískum börnum að nota áttir samkvæmt hefð hér á Suðurnesjum því hlutfall landsbyggðarfólks er enn hærra í kennarastétt en almennt gerist. Grunn- skólakennarar eru jafn áttavilltir og börn- in, og þeir sem þeim kenna eru líka utan af landi. Notum sumarið til að átta okkur, hvert sem leið okkar liggur. Góða ferð! Hvert skal halda úr borginni? ’ Nú eru innfæddir Reykvíkingar löngu orðnir í minnihluta hér á höfuðborgarsvæðinu og bæði ungir og gamlir vita lítið hvert þeir eru að fara. Svo virðist sem allir fari nú í sömu áttina – upp. Það má líka leggja leið sína norður í sumarleyfinu og fara þá niður á leiðinni. Morgunblaðið/Eggert Tungutak Baldur Sigurðsson balsi@hi.is Ég hef verið mjög ánægður ístarfi hér. Það tekur auðvitaðtíma sinn að kynnast menning-unni og áheyrendum. Ég verð hins vegar að viðurkenna að íslenskir áheyrendur hafa komið mér skemmtilega á óvart vegna þess hversu opnir þeir eru fyrir nýjum verkum og hugmyndum. Víða um heim vilja áheyrendur bara heyra verk sem þeir þekkja, en hjá ís- lenskum áheyrendum gildir að þeir þurfa ekki að þekkja verkin til að geta notið þeirra. Það er ómetanlegt fyrir mig sem hljómsveitarstjóra að vinna í samfélagi þar sem áheyrendur langar að kynnast nýjum og spennandi verkum,“ segir Ilan Volkov, aðalstjórnandi og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Spurður hvað hafi borið hæst á liðnu starfsári segir Volkov því ekki að leyna að Tectonics-tónlistarhátíðin skipi þar stór- an sess. „Ég er einstaklega ánægður með að hafa getað ýtt því verkefni úr vör á Ís- landi, en á næsta ári verður hátíðin hald- in hérlendis um miðjan apríl og í fram- haldinu í Glasgow hjá Skosku BBC-sinfóníuhljómsveitinni um miðjan maímánuð. En vonandi verður Ísland alltaf vagga Tectonics,“ segir Volkov og tekur fram að það verði sterk tengsl milli hátíðanna tveggja á næsta ári. „Þannig langar mig að flytja verk í Glasgow eftir skoska tónskáldið Charles Ross sem býr og starfar hérlendis, en við fluttum eftir hann verk á síðustu Tecto- nics-hátíð. Eins er ég þegar farinn að leggja drög að því að tónskáld sem taki þátt í Tectonics í Glasgow að ári komi til Íslands árið þar á eftir. Áherslan verður eftir sem áður á tónskáld viðkomandi lands og engin tvö ár verða eins. Meg- inspurningarnar verða eftir sem áður þær sömu, þ.e. hvað er tónlist, hvaða tónlist hentar sinfóníuhljómsveitum, hvernig er hægt að víkka mörkin og auka róttækni og hvernig er hægt að tengja saman ólík- ar tónlistargreinar?“ segir Volkov og tek- ur fram að skemmtilega mikil gróska sé í tónsmíðum íslenskra tónskálda, en Vol- kov hefur sem kunnugt er lagt sig fram um að kynna sér vel íslenskar tónsmíðar. „Mér finnst heillandi hversu auðvelt aðgengið er að íslenskum tónskáldum, bæði þeim yngri og þeim eldri. Ég er nú þegar búinn að kynnast fjölda yngri tón- skálda hérlendis og hef komist að því að við eigum mjög margt sameiginlegt,“ segir Volkov og tekur fram að sér finnist spennandi hversu náin samvinna sé milli íslenskra tónskálda af yngri kynslóðinni sem birtist t.d. hjá hópnum S.L.Á.T.U.R. og í samvinnu Daníels Bjarnasonar og Valgeirs Sigurðssonar. „Ungu tónskáldin höfðu ekki mikla reynslu af því að vinna með sinfóníu- hljómsveitum og mig langar að leggja mitt af mörkum til að breyta því. Mér finnst spennandi að vinna með tón- skáldum sem ekki eru vön að vinna með sinfóníuhljómsveitum, þannig er Hildur Guðnadóttir t.d. að semja verk fyrir hljómsveitina til flutnings á næstu Tecto- nics-hátíð og má búast við spennandi tón og nýrri orku í verkinu hennar.“ Mikill fjölbreytileiki í verkefnavali Þar sem Volkov réðst ekki til starfa fyrr en í upphafi árs 2011 kom hann ekki nema lítillega að gerð efnisskrár síðasta vetrar. Komandi starfsár Sinfóníu- hljómsveitar Íslands verður því það fyrsta sem Volkov tekur virkan þátt í að skipuleggja og ljóst má vera að hann hef- ur skýra sýn á það hverju hann langar til að koma í verk meðan hann gegnir stöðu sinni hjá Sinfóníuhljómsveitinni. „Við lögðum upp með að hafa mikinn fjölbreytileika í verkefnavali auk þess sem við fáum glæsilega einleikara og ein- söngvara í hæsta gæðaflokki. Ber þar helst að nefna Deborah Voigt sem syngja mun Sjöslæðudansinn eftir Richard Strauss á tónleikum í mars, Steven Os- borne sem leika mun Píanókonsert fyrir vinstri hönd eftir Maurice Ravel í sept- ember og klarínettuleikarann Martin Fröst sem leika mun Peacock Tales eftir Anders Hillborg í október,“ segir Volkov. „Mér fannst líka mjög mikilvægt að fá til liðs við okkur nokkurn fjölda af Spennandi tímar framundan Að mati Ilans Volkovs, aðalstjórnanda Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, á að vera ævintýri líkast fyrir tónleikagesti að mæta á tónleika sveit- arinnar. Volkov er lítið gefinn fyrir endurtekn- ingar og vill leyfa fjölbreytileikanum að njóta sín á komandi starfsári. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.