SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 19
skipar puttunum fyrir. Það er ekki svo
einfalt fyrir sex ára börn og allt annað en
að geta sungið réttan tón. Ég var því
dæmdur í þetta og var reiður. Ég hugsa
stundum hálf sposkur að ef ég væri Svíi
væri ég löngu búinn að kæra þetta kerfi og
orðinn milljónamæringur!“
Þarna fannst Valmari sem hann hefði
glatað sínu hljóðfæri, píanóinu. „En ég fór
að æfa mig. Fannst það ekkert gaman en
ég skilaði alltaf réttum tóni og eftir um
það bil sex ár fór ég að meta þetta. Sagði
við sjálfan mig að fyrst ég væri búinn að
læra svona mikið yrði ég að sætta mig við
þetta og læra meira. Sækja áfram.“
Þetta var eftir sjötta bekk í skólanum.
„Þessi skóli var mjög sérstakur; það var
einn svona blandaður skóli í hverju
Sovétfylki, bæði grunnskóli og tónlist-
arskóli. Við byrjuðum daginn kannski á
kórsöng, svo gat komið stærðfræði og
málfræði og svo tónlistarsaga. Svo voru
hljóðfæratímar eftir skóla í sama húsi.“
Þeir sem voru flinkir áttu möguleika á
að komast í þennan skóla. „Og þeim var
líka hent út sem náðu ekki að halda þetta
út. Við vorum 27 sem byrjuðum 1974 og
átta kláruðu 11. bekk. Þá vorum við kom-
in með framhaldsskólamenntun og ekkert
okkar hafði þurft að borga krónu fyrir
námið. Við fengum reyndar borgað frá og
með áttunda bekk – sjö árum eftir að við
byrjuðum; ef einkunnirnar voru nógu
góðar fengum við borgað mánaðarlega.“
Þá var Valmar kominn á unglingsár.
Það borgaði sig sem sagt að vera góður,
og það var auðvitað markmiðið, segir Val-
mar. „En ef menn voru í vandræðum,
með námið eða hegðunin var ekki nógu
góð, þá fengu menn reisupassann. Þeim
var sagt að fara bara í venjulegan svæð-
iskóla. Margir sem fóru þangað slógu í
gegn seinna í lífinu, kannski vegna þeirrar
reynslu sem þeir fengu hjá okkur.“
Var þetta mjög strangt?
„Já, það var strangt, en þegar maður er
vanur að vera í ströngu kerfi þá er það
ekkert mál. Það er eðlilegt að krafist sé
aga af fólki. Ég held að það sé aðallega
tillitsemispurning; ef þú myndir spyrja
mig hvað pirrar mig mest á Íslandi þá er
það fyrst og fremst að menn sýna ekki til-
litsemi með því að gefa stefnuljós!“
Hann nefnir að á Akureyri sé 30 km há-
markshraði á mörgum götum. „Ég kalla
þetta Dressmann umhverfi. Ef einhver
sem veit að hann ætlar að beygja en lætur
samt annan bílstjóra bíða og jafnvel missa
af tækifæri til að komast inn í umferðina,
bara af því að hann nennir ekki að gera
þessa litlu handarhreyfingu, finnst mér
það tillitsemisleysi og það móðgar mig í
raun. Tími annarrar manneskju er eitt-
hvað sem þú mátt ekki fara illa með. Ann-
ars er fínt að búa á Íslandi,“ segir Valmar
og hlær.
Valmar segir það hafa verið lærdóms-
ríkt að alast upp í Sovétríkjunum og hann
segist að mörgu leyti þakklátur.
„Ég hef verið mjög heppinn að verða
vitni að og jafnvel vera hluti af mjög
stórum viðburðum. Eins og flestir vita
fengum við í Eistlandi sjálfstæði 1991 en
mér er líka mjög minnisstæður stór við-
burður 11. september 1988, þegar þriðji
hver Eistlendingur, um 300 þúsund
manns, kom saman á söngvelli í Tallinn.
Þá fórum við loksins að taka gamla eist-
neska fána út úr skápnum og sungum
saman á vellinum.“
Söngvellir, eins og sá sem Valmar nefn-
ir, eru sérhannaðir samkomustaðir með
stóru sviði fyrir söng. „Þessi samkoma
ætti að vera skráð í heimsmetabók Guin-
ness; ég held að aldrei hafi fleiri komið
saman til söngs en í þetta skipti.“
Þarna er haldin stór sönghátíð á fimm
ára fresti og á henni sungu mest rúmlega
30 þúsund manns saman að því talið var.
„Eftir að Eistland fékk sjálfstæði dreifðist
athyglin og menn fóru að berjast fyrir líf-
inu; um tíma fór fjöldinn niður í 19 þús-
und. Þá töluðu menn um að það væri
aumingjaskapur og best að hætta með
festivalið! Þetta væri engin þátttaka!“
Enn hlær hinn lífsglaði Valmar og segir
að fjöldinn sé aftur kominn upp í u.þ.b.
30 þúsund á hátíðinni.
„En 11. september 1988 var merkilegur
dagur; stjórnvöld voru með allt tilbúið, ef
eitthvert tilefni gæfist til þess að splundra
samkomunni. Slökkvilið og lögregla voru
tilbúin. En við komum bara saman og
sungum, fólk ræddi saman og allt fór
friðsamlega fram og gekk upp. Hvergi var
blóðdropi. Eftir að talað var um Eistland
sem sjálfstætt land á svo stórum viðburði
var ekki hægt að snúa við; mín skoðun er
reyndar sú að ef valdaránið í Moskvu 1991
hefði ekki mistekist er aldrei að vita
hvernig þetta hefði farið. Eistlendingar
vildu fá sjálfstæði en landið var mik-
ilvægur bútur af Sovetríkjunum, á milli
Rússlands og Skandinavíu, og það var
vitað að Sovétríkin vildu ekki sleppa okk-
ur. En þegar valdaránið í Moskvu mis-
tókst leit allt betur út.“
Hann segir að í skjóli hins misheppnaða
valdaráns hafi Eistlendingar allt í einu
verið komnir með möguleika sem þeir
hafi verið snöggir að nýta sér. „Hausinn
vantaði hinum megin og allt gekk upp án
þess að blóð læki, sem var því miður ekki
í Lettlandi og Litháen. Við vorum lúmsk-
ir.“
Hann segir stórkostlegt að hafa upp-
lifað þessa atburði. „Þetta er merkilegur
hluti af sögunni. Ég man 15. maí þegar við
vorum komin með eistnesk sinnaða
stjórn að þá ætluðu rússneskumælandi
sér eitthvað en við vorum kallaðir til leiks
í gegnum útvarpið, til að berja þá og við
gerðum það! Spennan var rosaleg en mál-
ið leystist.“
Valmar segist mjög þakklátur fyrir
Sovét-uppeldið þrátt fyrir allt. „Ég var í
hernum í tvö ár, sem mér fannst að vísu
ótrúlega dýrt; að vera tvö ár í stofnun þar
sem ég vildi alls ekki vera, 18-20 ára. Ef
maður lendir í fangelsi er það varla mjög
skemmtilegt til að byrja með, en með
tímanum geta menn vanist kerfinu. Ég
var svo heppinn, í fyrsta lagi, að fara ekki
til Afganistan. Samkvæmt þriggja mánaða
áætlun vorum við 46 í hópi og vitað var
að einhverjir 24 færu. Fyrst ætlaði ég mér
að reyna sleppa við að fara í herinn, en
þegar ljóst var að það tækist ekki bjó ég
mig vel undir það.
Ég vissi það fyrirfram að einhverjir
okkar færu til Afganistan og fyllti eyðu-
blöðin út með það í huga að reyna að úti-
loka að ég færi. Bjó mér til ættingja á
Vesturlöndum og þegar spurt var um
sjúkrasögu fjölskyldunnar skráði ég alla
sjúkdóma sem ég mundi.“
Áður en Valmar fór í herinn sótti hann
tíma hjá sálfræðingi og lækni, sem bjó
hann undir dvölina. „Ég lærði t.d. hvern-
ig ég ætti að fylla út eyðublaðið, hvernig
ég ætti að leika að vera þunglyndur og
náði að sannfæra menn um það; ég virtist
fullkomlega þunglyndur.“
Hann nefnir annað atriði: „Við bjugg-
1. júlí 2012 19
Valmar er ótrúlegur maður, fyrst þekkti ég
hann bara sem nikkuleikarann í Hvanndals-
bræðrum, komst síðan að því að hann er
stórkostlegur fiðluleikari og aftur snilldar pí-
anóleikari þegar við stofnuðum Queen cover
band á Akureyri. Valmar er stórkostlegur,
margslunginn drengur, hann hnýtir hnúta
sína ekki endilega eins og allir aðrir en það
hef ég alltaf talið fylgifisk snillinga. Hann
kemur endalaust á óvart, ég fékk hann t.d.
til að spila á orgel og fiðlu þegar við hjónin
giftum okkur. Í veislunni hélt hann síðan
óvænt stórkostlega og drepfyndna ræðu og
lék síðan undir brúðarvalsinn á fiðlu!
Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður
um Valmar.
Stórkostlegur og margslunginn
Valmar Väljaots og rokkarinn Magni Ásgeirsson saman sem Hvanndalsbræður.
Á sínum tíma tók ég þátt í að koma Val-
mari og Eneli í bæinn úr Mývatnssveit-
inni. Koma Valmari í organistann í Gler-
árkirkju og finna vinnu fyrir frúna, ásamt
því að ráða hann sem stjórnanda kórsins.
Held að Akureyrarbær hafi grætt mikið
á þessum búferlaflutningum, ekki bara
tónlistarlega, sem var þó mikið, heldur
gefur Valmar ábyggilega vænan skilding
af sér til dæmis á golfvellinum. Hann er
mikill dellukarl og einn daginn varð golf
stórt áhugamál.
Hann er búinn að stjórna okkur í Karla-
kór Akureyrar - Geysi í fimm ár og mest-
an tímann hefur hann líka verið undirleik-
arinn. Held hann hafi einfaldlega ekki
treyst neinum öðrum í djobbið. Hann átti
það til að spinna sig gegnum heilu sóló-
kaflana með stolnum stefjum úr öllum
áttum. Stef, sem komu manni til að
brosa og ábyggilega líka mörgum tilheyr-
endum. Alltaf að skemmta bæði sér og
öðrum. Skipulag á hlutunum gat verið
veikur hlekkur og Valmar átti það til að
koma allsendis óundirbúinn á æfingar, en
með leiftrandi hugsun tókst honum ætíð
að komast í gegnum þessa tvo tíma sem
æfingin er. Koma endalaust standandi
niður eins og kötturinn. Það var vanda-
mál að raða nótunum í stafrófsröð og
iðulega fann hann þær ekki og sagði þá
gjarna: „Æ, ég þarf ekki nótur!“ Á tón-
leikum notaði hann þær líka afar spar-
lega.
Strákurinn er bráðskarpur og glimrandi
tónlistarmaður og þar að auki mjög
skemmtilegur félagi, sem við sjáum mik-
ið eftir. Hann tók sem sagt rússnesku
„fimm ára áætlunina“ á okkur og er nú
farinn til annarra starfa, m.a. til organist-
anáms. Að skilnaði gáfum við honum
golfkerru, sem líklega fær að rúlla ein-
hverja þúsund kílómetra á golfvellinum í
sumar!
Snorri Guðvarðsson formaður
Karlakórs Akureyrar - Geysis.
„Æ, ég þarf ekki nótur!“
Stjórnandinn Valmar ávarpar gesti á tónleikum Karlakórs Akureyrar - Geysis í Glerárkirkju.
Er Valmar snillingur? Ég held að bæði hon-
um og mér finnist snillingshugtakið ofnot-
að. Hann er gríðarlega fær og fjölhæfur tón-
listarmaður og algjörlega ódeigur við að
prófa nýja hluti. Það er eimitt það sem er
svo frábært við hann hvað hann er áræðinn
og fylginn sér. Hans mesti kostur er hins
vegar hvað hann er mikill húmoristi með
beittan húmor fyrir sjáfum sér og samfélag-
inu.
Arnór Benónýsson, vinur og
samstarfsmaður Valmars
á Laugum í Reykjadal.
Gríðarlega fær
og fjölhæfur