SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 23
1. júlí 2012 23 Það líður að framhjágöngunni í fótspor Þórbergs Þórð-arsonar, sem skáldið lýsti með kostulegum hætti ískáldverkinu Íslenskum aðli. Baldur Sigurðsson sagði frá fyrirhugaðri ferð í Les- bók Sunndagsmoggans 10. júní og ritaði umsjónarmanni bréf í kjölfarið: „Þakka þér fyrir góðan umbúnað greinar minnar um framhjá- gönguna. Ég ætlaði alltaf að þakka þér fyrir en það hefur ein- hvern veginn rekist undan. Þið Moggamenn eigið góða próf- arkalesara sem koma auga á hverja misfellu, langoftast auðvitað með réttu en stundum er leiðrétt eitthvað sem höfundur hefur skrifað gáleysislega með vilja. Þannig var það í þessari grein að ég hafði sett millifyrirsögn sem greinilega misskildist: „Landa- leiðir og heiðarvegir“ þar sem sagt var frá Trékyllisheiðinni. Þetta var eðlilega leiðrétt í „Landleiðir“ því prófarkalesari gat ekki vitað að leiðin yfir Trékyllisheiði var á árum verksmiðj- unnar í Djúpuvík kölluð „Landaleiðin“ – af sérstökum ástæðum. Um þetta stóð ekkert í greininni annað en þessi fyrirsögn sem var auðvitað óskiljanleg öðrum en þeim sem til þekktu.“ Kveðja Baldurs á sér nokkra forsögu sem vert er að geta um. Þegar verksmiðjan í Djúpuvík var byggð, var töluverð eft- irspurnin eftir brennivíni, enda tugir ungra manna saman komnir sem stundum vildu gera sér dagamun. Bóndinn á Ból- stað, Steingrímsfjarðarmegin, bruggaði á þeim tíma og menn voru sendir yfir heiðina að sækja landa. Þess vegna var talað um Landaleiðina. Nú er Bólstaður kominn í eyði en Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum, fréttaritari Morgunblaðsins, heyjar á túnunum. Baldur og kona hans Eva Benediktsdóttir, sem verða leiðsögumenn í framhjágöngunni, gengu fyrst yfir heiðina sumarið 2009 og komu niður að Bólstað. Þá var Brandur þar að heyja. Hann stökk niður af dráttarvélinni til að rabba við þetta farandfólk og það fyrsta sem hann spurði var: „Nú, vor- uð þið að koma Landaleiðina?“ Í framhaldi af því skýrði hann út fyrir Baldri og Evu, að það sem helst hefði háð bóndanum á Bólstað í sínum búskap, var að hann vantaði alltaf gler. Framhjágangan hefst í Norðurfirði 1. ágúst næstkomandi á vegum Ferðafélags Íslands og stendur til 12. ágúst. Henni lýkur á Hverfisgötu 50. „Þar hitti Þórbergur vini sína og fékk mat og kaffi árið 1912 áður en hann hélt til síns heima á Skólavörðustígnum,“ segir Baldur. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Landaleiðin Rabb Þórbergur Þórðarson „Nei, það er nú málið og við fundum það, við Pétur, um leið og við vorum komnir allsberir inn í einn símaklefann í Barce- lona. Það var bara yndislegt. Þá föttuðum við að þetta er ennþá gaman.“ Sveppi um Evrópska drauminn, nýja þáttaröð sína og fleiri sprelligosa. „Það hefur svoleiðis verið drullað yfir fólkið í mynd- bandinu, hringt í það og drullað yfir það persónu- lega. En Þóra er ekki vöru- merki. Þetta var sjálfs- prottið og skemmtilegt framtak sem var ekki gert í neinu samráði við Þóru né kosningastjórann og okkur finnst þetta bara dásamlegt.“ Ásdís Ólafsdóttir, aðstoðarkona Þóru Arnórsdóttur, segist hneyksluð á við- brögðum fólks við lag- inu „Sameinumst“ sem hjónin Fjóla Ólafsdóttir og Þorsteinn Eggertsson sendu inn á You Tube. „Þrátt fyrir niðurstöðu ríkissaksókn- ara hlýtur það að vera kærða umhugs- unarefni hvers vegna 18 ára stúlka kýs að leita beint á Neyðarmóttöku um miðja nótt eftir samskipti við hann og kæra hann síðar fyrir kynferðisbrot.“ Guðjón Ólafur Jónsson er lögmaður tveggja stúlkna sem kærðu Egil „Gillz“ Einarsson fyrir nauðgun. „Ég mun ekki fara af kjörstað fyrr en þeir þvinga mig til þess.“ Freyja Haraldsdóttir ætlar ekki að taka þátt í for- setakosningunum ef aðstoðarkonur hennar fá ekki að hjálpa henni í kjörklefanum. „Þetta er böl sem þrífst í leyndarhjúpi og skömm. Að þeir sem verði fyrir þessu eða upplifi þetta þurfi að skammast sín fyrir þetta.“ Róbert Marshall um alkóhólisma föður síns. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal hefur lánast að toga enn nýja þætti til sín úr höndum þjóðríkjanna. Hið andlitslausa vald ESB hefur enn eflst. Tvískinnungur Forsætisráðherra Bretlands fagnaði þeim áfanga sem náðst hefði á neyðarfundinum í Brussel. Sagði hann mjög mikilvægan. Jafnframt notaði hann tækifærið til að ítreka að hans eigið land myndi alls ekki framselja meira vald til Brussel en þegar er orðið. Hvers vegna talar þessi valdamað- ur svona? Hann fagnar því í öðru orðinu að evru- ríkin fallist á lausn til líknar bráðavanda sem fel- ur varanlega í sér meiri valdflutninga frá lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum landanna til Brussel. Hin varanlega fórn er gefin fyrir tíma- bundna hjálp í nauð. En jafnframt lofar breski forsætisráðherrann hástemmt því, að slíka fórn myndi hann aldrei láta sína þjóð færa. Skýringin á þessum tvískinnungi er sú að Bretar óttast að áframhaldandi öngþveiti á evrusvæðinu muni gera þeim sjálfum erfiðara um vik að hafa stjórn á eigin efnahag. Lítill vafi er á að það mat er rétt til skemmri tíma horft. En það er alls ekki víst og raunar ólíklegt að þannig horfi mál við þegar til lengri tíma er litið. Því sá tími mun koma að ein- stakar þjóðir skynja að valdarán hefur átt sér stað með markvissum hætti. Allt í smáum stíl í hvert sinn, en alltaf gengið lengra í sömu átt. Þegar það mun renna upp fyrir þjóðunum þá spyrna þær við fast. Það segir sagan, og hún hefur enga sér- staka ástæðu til að segja ósatt um það. Morgunblaðið/Ómar unnar Gæsafjölskylda á ferðalagi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.