SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 25
1. júlí 2012 25 Hátíð íslenska hestsins stendurnú sem hæst í Víðidal íReykjavík, sjálft Landsmóthestamanna. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið í höfuðborginni; sitt sýnist hverjum um staðarvalið, umgjörð og aðbúnað. Andi rómantíkurinnar og sveitasælunnar hefur svifið yfir landsmótinu enda var það fyrst haldið árið 1950 í náttúruparadísinni á Þingvöllum. Margt hefur breyst í áranna rás, tímarnir breytast og mennirnir fylgja óhjákvæmi- lega með. Í þá daga tíðkaðist að fara ríð- andi á mót og fólk miklaði ekki fyrir sér að koma hvaðanæva af landinu til þess eins að sjá fallegustu og fljótustu hesta þess tíma. Íslenski hesturinn býr enn yfir þessu mikla aðdráttarafli og sækja aðdáendur hans hann heim úr öllum heimshornum og fer þeim fjölgandi ef eitthvað er. Á fyrsta landsmótinu voru sýnd 133 kyn- bótahross, gæðingar og kappreiðahross. Í dag er hrossafjöldinn kominn í þúsund, knaparnir um 600 og áætlaður fólksfjöldi er um 15 þúsund á svæðið. Aðbúnaðurinn er hlaðinn nútímaþægindum og hvarflar hugurinn óhjákvæmilega aftur í tímann til Þingvalla þar sem hestarnir voru á beit og menn gistu í tjöldum. Umstangið í kringum hestamennskuna hefur breyst og sést varla hestur í braut nema hófhlífar séu á fótum hans, nú hvítar í stað rauðra og knapinn í hvítum buxum og dökkum jakka í stað köflótts fatnaðar í jarðlitum. Sjaldnast hvarflar hugurinn að vinnunni sem stendur á bak við sýningu hests og manns þegar horft er á fallegan gæðing liðast um völlinn. Parið fær nokkrar mín- útur til umráða eða jafnvel sekúndur til að sýna hvað í þeim býr og gjarnan liggur margra ára þrotlaus vinna að baki. Skin og skúrir skiptast á, sigrar og töp. Reykvísk stemning liggur í loftinu er- ilsöm og hlaðin nútíma þægindum. Svæð- ið vel skipulagt, blóm, flaggstangir, nóg að bíta og brenna fyrir alla og rennandi vatnssalerni við hvert fótmál. Mikill hraði og erill er á svæðinu og glöggt auga greinir betur það sem stendur á bak við leiðina á toppinn. Því er ekki að neita að fjallasýnin í Skagafirði er óneitanlega fegurri en blokkirnar í Breiðholtinu. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Sigríður dýralæknir skoðar munn hrossanna. Morgunblaðið/Styrmir Kári Reykvísk stemning til heiðurs íslenska hestinum Bak við tjöldin Aðdráttarafl íslenska hestsins er mikið og laðar hann að sér áhorfendur úr öllum heimshornum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.