SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 44
44 1. júlí 2012 David Downing - Lehrter Station bbmnn David Downing hefur gert Þýskaland undir stjórn nasista og eftirstríðsárin að sögusviði bóka sinna um blaðamanninn John Russell og konu hans Effi. Í Lehrter Station – bækurnar bera allar nafn lestarstöðva í Berlín – tekst Downing að draga upp trúverðuga mynd af ástandinu í Berlín eftir stríð og þeirri óvissu, sem þá ríkti um fram- haldið. Russell er dreginn inn í heim njósna og gagnnjósna og flækist um leið inn í svartamarkaðsbrask óprúttinna nasista og tilraunir gyðinga til að stofna eigið ríki fyrir botni Miðjarðarhafs. Downing á ágætis spretti, en bókin hefur þann galla fyrir lesanda, sem ekki hef- ur fylgst með frá upphafi, að hann kemur inn í framahaldssögu miðja og við bókarlok eru flestir meginþræðir enn í lausu lofti. Derek Haas - Dark Men bbmnn Leigumorðinginn Columbus hefur fundið ástina í lífi sínu og er sestur í helgan stein, en verður vitaskuld ekki kápan úr því klæðinu. Auðvitað kemur einnig í ljós að innst inni var Columbus alls ekki tilbúinn að draga sig í hlé og hann var farinn að sakna spennunnar og hasarsins úr sínu fyrra lífi. Kannski ætti ekki heldur að koma á óvart að í hans heittelskuðu býr tígur, sem að- eins hefur beðið þess að honum yrði sleppt laus- um. Haas tekur sig hins vegar hæfilega alvarlega og hefur greinilega gaman af að segja sögur af sérvitrum leigumorðingjum, útsmognum hjálparkokkum þeirra og öðrum reköldum á úthafi mannlegs sam- félags og spinna flókna þræði með óvæntum vendingum og við- burðum þannig að þegar upp er staðið er þessi ofbeldisfulla dægra- dvöl ágætis skemmtun á volgum sumardægrum. Tom Bale - Terror’s Reach bbmnn John Clayton er á flótta undan fortíðinni og hefur fundið sér starf við að gæta konu og barns rúss- nesks auðkýfings og glæpamanns, sem býr á af- skekktri eyju, Terror’s Reach, þegar hóp rumm- unga með ískyggilegar fyrirætlanir ber að garði. Og Clayton verður að grípa til sinna ráða. Bale er ekki maður útúrdúra og gefur sér ekki mikinn tíma í heimspekilegar vangaveltur. Fjandinn er laus strax í upphafi og veldur usla allt fram á síð- ustu blaðsíðu. Höfundurinn stekkur á milli sögupersóna, sem eru misvel upplýstar um þau ósköp, sem á dynja, og tekst að búa til ágæta fléttu þar sem hinir svikulu eru sviknir og persónur flestar eru miður geðfelldar. Terror’s Reach, sem svo heitir vegna þess að ostrubáturinn Terror dreif ekki lengra, verður ekki lengi í minnum höfð, en reyndist ágætt stundargaman. Karl blöndal kbl@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Mockingjay - Suzanne Collins 2. Fifty Shades of Grey - E.L. James 3. A Dance With Dragons - George R.R.Martin 4. Catching Fire - Suzanne Coll- ins 5. Prague Cemetery - Umberto Eco 6. Red Mist - Patricia Cornwell 7. Fifty Shades Darker - E.L. James 8. V is for Vengeance - Sue Graf- ton 9. Kill Alex Cross - James Pat- terson 10. Clash of Kings - George R.R. Martin New York Times 1. Fifty Shades of Grey - E.L. James 2. Fifty Shades Darker - E.L. James 3. Fifty Shades Freed - E.L. James 4. Wicked Business - Janet Ev- anovich 5. Gone Girl - Gillian Flynn 6. Bared To You - Sylvia Day 7. Fifty Shades Trilogy - E.L. James 8. Abraham Lincoln - Vampire Hunter - Seth GrahameSmith 9. The Marriage Bargain - Jenni- fer Probst 10. A Game of Thrones - George R.R. Martin Waterstones’ 1. Fifty Shades of Grey - E.L. James 2. Fifty Shades Darker - E.L. James 3. Fifty Shades Freed - E.L. James 4. The Song of Achilles - Madel- ine Miller 5. HM Queen Elizabeth II: Dia- mond Jubilee 6. Everything You Ever Wanted to Know About Classical Mu- sic - Darren Henley & Sam Jackson 7. The Casual Vacancy - J.K. Rowling 8. The Second World War - Ant- ony Beevor 9. The Thread - Victoria Hislop 10. Rapture - Lauren Kate Bóksölulistar Lesbókbækur Brátt líður að því að allir þeir sem munaseinni heimsstyrjöldina verða fallnir frá,enginn eftir sem upplifði hryllinginn oghörmungarnar. Sú staðreynd verður ekki umflúin enda eru nærfellt sjötíu ár liðin frá því Þjóðverjar gáfust upp. Þrátt fyrir það er hildarleik- urinn og hrannvígin mönnum enn ofarlega í huga, ekki síst þegar menn taka upp á að ögra ríkjandi söguskoðun eins og pólski sagnfræðingurinn Jan Tomasz Gross hefur gert, en hann hefur skrifað bækur sem varpa nýju ljósi á þátttöku Pólverja í fjöldamorðum á löndum sínum af gyðingatrú í heimsstyrjöldinni. Þær bækur hafa að vonum vakið mikið umtal í Póllandi og deilur og Gross fengið bágt fyrir hjá fjöl- mörgum, skammir, harkalega gagnrýni og lífláts- hótanir. Gross fæddist í Varsjá 1947. Móðir hans tók þátt í pólsku andspyrnuhreyfingunni, en faðir hans var gyðingur sem lifði í felum á meðan Þjóðverjar hernámu Pólland. Gross lærði eðlisfræði og tók þátt í andófshreyfingu ungmenna. Hann var meðal þátttakenda í stúdentaóeirðum 1968, var rekinn úr skóla og fangelsaður. Ári síðar nýtti fjölskyldan sér sérstakt leyfi til að mega flytja úr landi sem veitt var gyðingum. Fjölskyldan fluttist til Bandaríkj- anna og Gross lauk doktorsgráðu í félagsfræði frá Yale-háskóla. Hann fékk heiðursviðurkenningu pólskra stjórnvalda 1996. Á áttunda áratugnum tók Gross að sanka að sér heimildum um samskipti Pólverja og þýska innrás- arliðsins og gaf út fyrstu bókina um líf í Póllandi á stríðsárunum 1979 og nokkrar bækur síðan, einn eða í samvinnu við aðra. Engin bók hans vakti aðra eins athygli og bókin Nágrannar, Neighbors, sem kom út 2001 og segir frá fjöldamorði sem framið var í Jedwabne 10. júlí 1941, en þá voru ríflega 300 pólskir gyðingar brenndir til bana í hlöðu af sam- löndum sínum. Viðurkennd söguskoðun var að þýskir nasistar hefðu unnið þetta grimmdarverk þó tuttugu hafi verið sóttir til saka fyrir þátttöku í fjöldamorðinu eftir stríð, en Gross tíndi til ýmsar sannanir sem bentu til annars. Í kjölfar bókarinnar spunnust miklar deilur í Póllandi og fjölmargir gagnrýndu Gross fyrir að breiða út lygar um Pól- verja; fólk í stjórnsýslunni, sagnfræðingar og kirkj- unnar menn gagnrýndu hann harkalega, en op- inber rannsókn leiddi í ljós að staðhæfingar hans voru réttar að mestu. Næsta bók Gross, Fear: Anti-Semitism in Pol- and After Auschwitz, fjallaði um gyðingahatur í Póllandi eftir ósigur Þjóðverja og hvernig pólitísk átök hafi bitnað á þeim gyðingum sem lifðu af fjöldamorð styrjaldarinnar, en af hálfri fjórðu millj- ón pólska gyðinga voru þrjár milljónir myrtar. Sumir pólskir sagnfræðingar fögnuðu bókinni þeg- ar hún var gefin út í Póllandi, aðrir hafa gagnrýnt ályktanir Gross þó þeir dragi ekki í efa staðreynd- irnar sem hann tínir til og enn aðrir hafa lagt áherslu á að Pólverjar hafi fyrst og fremst verið fórnarlömb morðæðis Þjóðverja og að Gross sé að gera lítið út þeim fjölmörgu Pólverjum sem lögðu gyðingum lið í heimsstyrjöldinni og á eftirstríðs- árunum, aukinheldur sem hann hallist að þeirri stalínísku söguskoðun að hernám Sovétmanna eftir stríð hafi verið réttlætanlegt því Pólverjar hefðu upp til hópa verið samverkamenn nasista. Fyrir stuttu kom enn út umdeild bók eftir Gross, Gullin uppskera, eða Złote ¿niwa á frum- álinu. Kveikjan að henni var ljósmynd sem birtist í pólsku dagblaði fyrir fjórum árum og sést hér fyrir ofan. Á myndinni er hópur fólk sem er greinilega að grafa eftir einhverju, stillir sér upp með verk- færin, en framan við hópinn sést ókræsileg „upp- skera“, höfuðkúpur og beinaleifar. Í bók sinni um gyðingahatur í Póllandi hafði Goss getið um það að víða hafi það verið stundað í fjöldagröfum gyðinga og myndin, sem pólskur blaðamaður fann í myndasafni Treblinka-útrýmingarbúðanna, sýnir slíkt atferli að mati Gross. Gullin uppskera byggist einmitt á þessari iðju, en bókina skrifar hann með eiginkonu sinni Irena Grudzinska-Gross. Hafi fyrri verk Gross vakið deilur þá hefur Gullin uppskera gert hann enn umdeildari. En eins og sagnfræðingurinn John Grabowski sagði: „Þetta er sáraukafullur, óttalegur sannleikur. Ef einhver heldur því fram að verk Gross sé lélegt þá hefur sá rangt fyrir sér. Bókin er gegnsýrð föðurlandsást sem verður aðeins reist á því að þekkja söguna.“ Myndin umdeilda sem varð kveikja að bók Jans Gross; hópur fólk stillir sér upp með amboð aftan við ókræsi- lega „uppskeru“ við fanga- og útrýmingarbúðirnar í Treblinka. Ríkjandi sögu- skoðun ögrað Þó langt sé liðið frá hryllingi seinni heimsstyrjaldarinnar eru sárin flest ógróin og sum gróa aldrei. Pólski sagnfræð- ingurinn Jan Gross er iðinn við að hnippa í landa sína og fær gjarnan bágt fyrir. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sagnfæðingurinn Jan Tomasz Gross.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.