SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 43
1. júlí 2012 43 spennandi og virtum hljómsveitar- stjórum sem ekki hafa áður unnið með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þeir hafa ólíkan stíl sem hljómsveitin er kannski ekki vön en lærir mikið af. Má þar nefna François Xavier Roth sem stjórna mun tónleikum með mjög ólíkum verkum,“ segir Volkov og vísar þar til þess að Roth muni stjórna Rituel in memoriam Bruno Maderna eftir Pierre Boulez, Píanókon- sert í c-moll K. 491 eftir W.A. Mozart og Sinfóníu nr. 4 eftir Carl Nielsen á tón- leikum sveitarinnar um miðjan nóv- embermánuð. „Kannski má segja að þema næsta starfsárs sé einmitt hversu mikil breidd verður ríkjandi í efnisvali einstakra tón- leika. Slík uppsetning krefst mikils af hljómsveitinni en ekki síður af áhorf- endum. Sem dæmi um krefjandi efnis- skrá má nefna tónleikana í nóvember þar sem stjórnandinn John Storgård mætir aftur til leiks ásamt einum fremsta fiðlu- leikara heims, Christian Tetzlaff, sem leika mun báða fiðlukonserta Karols Szymanowskis sem heyrast nær aldrei saman á tónleikum. Sama kvöld verður frumflutt nýtt verk eftir Hauk Tómasson, Konsert fyrir hljómsveit, auk þess sem Sinfónía nr. 7 eftir Jean Sibelius verður leikin,“ segir Volkov. Vill auka hróður sveitarinnar Á komandi starfsári mun Volkov sjálfur halda á tónsprotanum á a.m.k. tólf tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar bæði hér og erlendis, en Volkov mun stjórna hljómsveitinni í Kennedy Center í Wash- ington DC undir lok febrúarmánaðar á næsta ári. „Við munum halda tvenna tónleika í Washington . Annars vegar munum við kynna Maxímús Músíkús og hins vegar munum við leika efnisskrá sem samanstendur af tveimur íslenskum verkum, þ.e. nýju verki eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Aeriality eftir Önnu Þor- valdsdóttur auk þess sem við flytjum Lemminkäinen-svítu eftir Jean Sibelius og Píanókonsert í a-moll eftir Edvard Gried þar sem Garrick Ohlsson leikur einleik en hann er hreint út sagt frábær. Þetta verður mikilvæg tónleikaferð,“ segir Volkov og bætir við: „Mér finnst lykilatriði að auka hróður Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á erlendri grund og sem lið í því langar mig bráðum til þess að ráðast í upptökur með hljómsveit- inni.“ Síðkvöldstónleikar nýjung Meðal nýjunga sem boðið verður upp á á komandi starfsári eru þrennir tónleikar undir yfirskriftinni Á nýjum nótum. Hér verður um að ræða hálftíma langa tón- leika þar sem spennandi verk 20. ald- arinnar eru leikin í framhaldi af áskrift- artónleikum, en tónleikarnir hefjast kl. 22. „Mér finnst Eldborgarsalurinn svo friðsæll og dásamlegur seint á kvöldin. Undir venjulegum kringumstæðum koma tónleikagestir hér í hús snemma kvölds, fljótlega eftir kvöldmatinn, en mér finnst heillandi tilhugsun að áheyr- endur komi í hús þegar dimmt er orðið úti og allt er friðsælt bæði inni og úti,“ segir Volkov og tekur fram að stemningin á þessum síðkvöldstónleikum verði af- slöppuð. „Ég mun fara nokkrum orðum um verkin til kynningar. Ég valdi þrjú gjör- ólík verk, þ.e. Flower Shower eftir Atla Heimi Sveinsson sem flutt verður um miðjan september, Coptic Light eftir Morton Feldman sem flutt verður viku síðar og loks Et expecto resurrectionen mortuorum eftir Olivier Messiaen sem flutt verður í nóvember. Verk Atla Heim- is er frábær tónsmíð frá áttunda áratug síðustu aldar sem ætti svo sannarlega að fá að heyrast oftar. Það er litríkt, uppfullt af orku og skemmtilegum takti. Verk Feldmans er hins vegar nánast algjör andstæða þessa. Þar er á ferðinni mjög rólegt verk sem lýsa mætti sem íhugulu en jafnframt mjög litríku. Þetta er eitt mikilvægasta hljómsveitarverkið frá seinni hluta 20. aldarinnar. Það mun fara sérlega vel á því að flytja verkið að lokn- um áskriftartónleikum þar sem Sinfónía nr. 9 eftir Anton Bruckner fær að hljóma. Verk Messiaens kallast á sama hátt ein- staklega vel á við verkið Kristur á Olíu- fjallinu eftir Ludwig van Beethoven sem flutt verður á áskriftartónleikum fyrr um kvöldið. Verk Beethovens er næstum aldrei flutt nú til dags sökum þess hversu stutt það er, en þetta er sérlega áhrifa- mikið og fallegt verk,“ segir Volkov og tekur fram að hann eigi von á því að sumum tónleikagestum muni hugnast að koma til að hlusta aðeins á eitt verk, en tekur fram að hann vonist til þess að sem flestir tónleikagestir áskriftartónleika sitji áfram að fyrri tónleikum kvöldsins loknum. „Því síðkvöldstónleikarnir verða eins og efnismikill eftirréttur að loknum aðaltónleikunum sem enginn ætti að láta framhjá sér fara,“ segir Vol- kov og tekur fram að gefi þessi tilraun góða raun megi búast við að síðkvölds- tónleikunum verði fjölgað til muna starfsárið 2013-2014. Fjölbreytileikinn er þroskandi Í samtali við Volkov verður ljóst að hann er lítið gefinn fyrir endurtekningu. „Það á að vera ævintýri líkast fyrir tónleika- gesti að mæta hér á tónleika. Það á að vera spennandi og nýtt í hvert skipti. Mér finnst því skipta miklu máli að leggja áherslu á fjölbreytileikann, ekki síst þar sem það gefur hljómsveitinni tækifæri til að þroskast og þróast,“ segir Volkov og tekur fram að hann telji enga þörf fyrir að fylgja sömu formúlunni ár frá ári. „Svo lengi sem verkefnavalið er spennandi og sameinar eldri verk og ný með áhrifarík- um hætti.“ Spurður hvort hann eigi sér uppá- haldstónleika á komandi tónleikaári segir Volkov að hann hlakki mjög mikið til að fá að stjórna Sinfóníu nr. 2 eftir Arvo Pärt í apríl á næsta ári. „Þetta er mjög róttækt verk. Á sömu tónleikum mun ég einnig stjórna Vorblótinu eftir Ígor Stravinskíj og Fiðlukonsert nr. 2 eftir Bela Bartók þar sem hin stórkostlega Patricia Kopatch- inskaja leikur einleik, en hún hefur aldrei komið til Íslands áður. Þetta er því mjög spennandi efnisskrá sem ég hlakka mjög mikið til þess að heyra hér í Eldborg. Raunar er ég feginn því að við fluttum ekki þessa efnisskrá á nýliðnu starfsári, því nú hefur mér gefist tími til að kynn- ast húsnæðinu og hljómburðinum betur sem mun skila sér þegar þar að kemur,“ segir Volkov og bætir við: „Eldborgarsal- urinn er eins og flókið hljóðfæri. Þetta er stórkostlegt hljóðfæri, en maður þarf að læra að leika á það og slíkt tekur tíma,“ segir Volkov og tekur fram að í því ferli sé ómetanlegt að takast á við verk sem sam- in eru sérstaklega fyrir rýmið. „Á Tectonics-tónlistarhátíðinni í vor frumfluttum við verkið The Colours of Jellyfish eftir Frank Denyer sem var sér- staklega samið fyrir Hörpu sem tónlistar- hús, en hljóðfæraleikarnir voru staddir víðsvegar um Eldborg og í hliðarrýmum við aðalsalinn. Verkið samdi Denyer í framhaldi af heimsókn sinni til Íslands sl. sumar þar sem hann kynnti sér Hörpu í þaula og samdi svo þetta stórkostlega verk þar sem hann nýtir sér alla þá möguleika sem húsið hefur upp á að bjóða. Að flytja verk samin fyrir hús- næðið er ekki ósvipað því að skrifað sé kvikmyndahlutverk fyrir tiltekinn leik- ara eða að listamaður sé beðinn að vinna innsetningu í ákveðið rými,“ segir Vol- kov og tekur fram að hann bindi miklar vonir við að fleiri tónskáld, jafnt innlend sem erlend, muni á komandi árum semja verk sérstaklega með Hörpu í huga. ’ Kannski má segja að þema næsta starfsárs sé einmitt hversu mikil breidd verður ríkjandi í efnisvali ein- stakra tónleika. Slík upp- setning krefst mikils af hljómsveitinni en ekki síð- ur af áhorfendum. „Ég verð að viðurkenna að íslenskir áheyrendur hafa komið mér skemmtilega á óvart vegna þess hversu opnir þeir eru fyrir nýjum verkum. Víða um heim vilja áheyrendur bara heyra verk sem þeir þekkja, en hjá íslenskum áheyrendum gildir að þeir þurfa ekki að þekkja verkin til að geta notið þeirra. Það er ómetanlegt fyrir mig sem hljómsveitarstjóra,“ segir Ilan Volkov. Morgunblaðið/Sigurgeir S.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.