SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 39
1. júlí 2012 39 Nú eru laxveiðar hafnar, eða um það bil að hefjast,þetta er skemmtilegur tími. Flestir veiðimenn hafabeðið með óþreyju eftir að hefja veiðarnar og setja ífyrsta fiskinn. Þó svo að veiðin sé stundum treg fyrstu daga veiðitímans, þá ganga oft stærstu og kraftmestu fisk- arnir í árnar í byrjun sumars. Þá er netafiskurinn kominn í verslanir, vissulega er hér um takmarkað framboð að ræða og aðeins örfáar verslanir hafa villtan lax til sölu. Nýr villtur lax er öndvegis matur, talsvert betri til átu en eldislaxinn. Auðvitað er besti laxinn sá sem maður veiðir sjálfur. En nú eru breyttir tímar, í mörgum ám landsins er gerð sú krafa að öllum veiddum laxi sé sleppt en 40% af veiddum laxi á stöng á Íslandi er sleppt aftur. Í þessu sambandi er það umhugsunarefni að það er ekki ýkja langt síðan, kannski 30 til 40 ár að aðeins var villtur lax á markaðnum, í verslunum og á veitingahúsum. Eldislax var ekki til, netaveiðar voru stundaðar víða og oft gátu laxveiðimenn greitt fyrir veiðileyfin fyrir aflann. Á þessum tíma var miklu meiri veiði í ám landsins, laxinn stærri og öll meðul notuð við veiðarnar, maðkur og spúnn, þá þekktist ekki að sleppa veidd- um laxi aftur í ána. Þrátt fyrir að nokkuð hafi dregið á laxgengd í íslenskar ár og laxinn minni en hann var áður er staða íslenskra laxveiðiáa betri en víðast hvar annarstaðar vestan hafs og aust- an. Það ber að þakka framsýnu starfi landeigenda og góðu sam- starfi þeirra við veiðimenn. Þá má ekki gleyma starfi djarfra eld- huga eins og Orra Vigfússonar sem rætt var við hér í blaðinu fyrir hálfum mánuði síðan. Kjarni nútíma veiðistjórnunar eða nýting villtra dýrastofna er að veiðarnar séu sjálfbærar. Hér er átt við að veiðar teljast sjálf- bærar ef stofn nær að endurnýja sig reglulega og viðhalda þeirri stofnstærð og útbreiðslu sem náttúruleg takmörk setja, að teknu tilliti til veiðistjórnunarmarkmiða. Í dag er staðan sú að veiðar á Atlantshafslaxi eru ekki lengur sjálfbærar. Vestan hafs er Atl- antshafslaxinn á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, í Bandaríkj- unum er öllu veiddum laxi sleppt aftur. Af 400 ám í Noregi hefur verið lokað fyrir veiði í 124 ám. Á áttunda áratugnum skilaði lax- veiði úr laxastofnum heimsins um 12.000 tonnum, 2011 var veiðin hinsvegar komin niður í 1.600 tonn. Það má því segja að laxastofnarnir hafi hrunið. Um 2.600 ár renna í Atlantshafið og hefur stangveiði í nánast öllum þessum ám snarminnkað á seinustu 30 árum. Ekki er nein einhlít skýring á þessari öfugþróun ef svo má að orði komast. Ein skýringin er mengun ánna, aðallega frá landbúnaði og iðnaði, ofveiði, fiskeldi í sjó, breytingar á veðurfari og í hafinu. Á síðari árum hefur víða dregið talsvert úr mengun í ám og vötnum, netaveiðar í sjó hafa dregist verulega saman og farið er að sleppa veiddum laxi. Rússar sleppa 80% af veiddum laxi, Englendingar 65%, Írar 40%, Norðmenn hinsvegar innan við 10%. Þrátt fyrir þetta ná laxastofnarnir ekki að rétta úr kútnum, enn minnkar veiðin. Flestir sérfræðingar eru nú orðnir sammála um að stór- fellt laxeldi í sjó hafi slæm áhrif á vöxt og viðgang Atlantshafs- laxins, það hefur sannast í Noregi þar sem eins og áður sagði að ekki er lengur veitt þar í 124 ám sem fyrir daga laxeldis voru góðar veiðiár. Þær kröfur verða því æ háværari að á næstu árum eigi að draga úr laxeldi í sjó en auka það á landi. Með þessu móti yrði laxinn talsvert dýrari en ekki er ólíklegt að samtök veiði- manna og ýmis umhverfissamtök hefji baráttu gegn laxeldi í sjó og efni til herferða þar sem neytendur eru hvattir til að kaupa ekki eldislax úr sjó. Sem betur fer er staða þessara mála enn góð hér á landi og við verðum að kappkosta að svo verði áfram. Á Ís- landi eru 120 veiðiár og hver þeirra einstök. Til þess að tryggja vernd ánna þarf eins og verið hefur umsjón þeirra og umönnun að vera áfram í höndum landeigenda en ekki stjórnvalda. Forða þarf því með öllum ráðum að stjórnsýsla stangveiða fari undir Umhverfisráðuneytið, en þar á bæ sælast menn stöðugt eftir meiri völdum, samanber tillögu um að takmarka verulega nytja- rétt landeigenda. Strangt eftirlit þarf að hafa með laxeldi í sjó og helst takmarka það eins og hægt er. Enn þarf að draga úr veið- inni, sleppa fleiri löxum aftur í ána. Æskilegt væri að 70% veiddra laxa væri sleppt, laxinum í Evrópu líður nefnilega ekki vel. Hvernig hefur laxinn það? Veiðar Sigmar B. Hauksson sigmar@skotvis.is Ephron starfaði oft með sömu leikurum og þá stórstjörnum eins og Meryl Streep, Meg Ryan og Tom Hanks. Þessir vinir hennar og aðrir hafa minnst hennar með mikilli hlýju síðustu daga. Þótt Ephron leitaði aftur til gullaldartíma Hollywood í kvikmyndahandritum sínum og kvikmyndum þá var hún nútímakona í bestu merkingu þess orðs. Hún var sjálfstæð, skemmti- lega gagnrýnin, ákaflega orðheppin og vel skrif- andi. Ritgerðasafn hennar I Feel Bad About My Neck komst á metsölulista New York Times árið 2006 og annað ritgerðarsafn kom út árið 2010, I Remember Nothing. Í þeim báðum fjallaði hún meðal annars um veikindi og dauða og gaf í skyn að sjálf ætti hún í glímu við sjúkdóm. Sjálf sagði hún eitt sinn: „Umfram allt á maður að vera hetja í eigin lífi, ekki fórn- arlamb.“ ’ Þótt Ephron leitaði aftur til gullaldartíma Hollywood í kvikmyndahandritum sín- um og kvikmyndum þá var hún nútímakona í bestu merkingu þess orðs. Hún var sjálfstæð, skemmtilega gagnrýnin, ákaflega orðheppin og vel skrifandi. Vegfarendum í Changsha í Suður- Kína var brugðið um síðustu helgi þegar þeir sáu hjólreiða- mann með óvenju- stóran böggul á bögglaberaranum. Hljóðreiðamaðurinn, sem var á leið heim úr hádegismat, hafði fengið sér duglega í aðra tána með matn- um. Hann vildi ekki hætta á að missa öku- skírteinið og ákvað því að keyra ekki vespuna sína heim. Í stað þess batt hann vespuna á bögglaberarann á reiðhjóli sínu og flutti hana þannig heim. Þrátt fyrir góða tilraun slapp hjól- reiðamaðurinn þó ekki alveg með skrekkinn því hann braut lög um óvarkára hjólamennsku. Vespa á bögglabera Vespan á böggla- beraranum. Styrktarsjóðurinn National Trust í Bretlandi setti nýlega nýtt símaforrit á markað. Sjóð- urinn, sem vinnur að því að vernda sögu- lega atburði og staði, hefur fundið leið til þess að halda anda rauða hverfisins í Lond- on lifandi. Rauða hverfið er þekkt fyrir glæpi, vændi og villt partí. Forritið, sem hlaða má niður á snjallsíma, leiðir gesti um hverfið og segir á ferðalaginu villta sögu hverfisins. Með þessu vonast sjóðurinn til þess að ná athygli yngri kynslóðanna og kveikja þannig áhuga á sögulegum atburð- um og stöðum. Rauðahverfið lifnar við Rauða hverfið í Lundúnum. Skáldsagan Heartburn varð að góðri kvikmynd með stórleikurum sem sýndu sínar bestu hliðar. Nora Ephron lést á dögunum, 71 árs. AFP Meg Ryan var leikkona sem Ephron vann nokkrum sinnum með, þar á meðal í myndinni You’ve Got Mail.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.