SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 6
Forsetaembættið í Egyptalandi er allt annað nú þegar Morsi tekur við því, en þegar Hosni Mubarak og aðrir forverar hans sátu alvald- ir í embætti. Herráðið, sem fer með æðstu völd í landinu, leysti fyrr í mánuðinum upp þingið þar sem Múslímska bræðralagið og salafistar réðu ríkjum og tók sér löggjafarvald. Ráðið (SCAF) áskildi sér einnig rétt til afskipta af stjórn landsins, en kveðst þó munu láta framkvæmdavaldið af hendi. Herinn hefur tekið sér rétt til að stöðva tilraunir til að inn- leiða íslamskt réttarfar, sjaría, í stjórnarskránni. Þá hefur herinn gert sjálfan sig að ríki í ríkinu með því að ákveða að hann einn fari með eigin málefni. „Herinn er tilbúinn að búa við forseta úr röðum íslamista, en hann hefur gripið til varúðarráð- stafana,“ sagði Mustafa Kame al- Sayyed, stjórnmálafræðingur við Háskólann í Kaíró, í samtali við fréttastofuna AFP. Gilles Kepel, sérfræðingur í ísl- ömskum stjórnmálum við Stjórn- málafræðistofnun Parísar (Sciences-Po), segir að herinn hafi gripið til „ráðstafana til að fanga forsetaembættið í nokkurs konar stofnananeti“. Herinn reynir að tryggja völd sín Stuðningsmenn Morsis bíða úrslita kosninganna á Tahrir-torgi í Kaíró. AFP 6 1. júlí 2012 Mohameds Morsis, nýkjörins forsetaEgyptalands, sem sverja átti embætt-iseið í gær, laugardag, bíður erfittverkefni. Morsi er fyrsti forseti Egyptalands úr röðum almennra borgara frá því að konungsdæmið var lagt af 1952. Allir aðrir forsetar hafa verið úr hernum, sem enn hefur tögl og hagld- ir í landinu og mun gera allt til að takmarka svig- rúm Morsis. Morsi var frambjóðandi Bræðralags múslíma og sigraði andstæðing sinn, Ahmed Shafiq, sem var fulltrúi hersins og hafði verið forsætisráðherra í forsetatíð Mubaraks, með 51,73% gegn 48,2%, í annarri umferð forsetakosninganna. Dálkahöfund- urinn Robert Fisk skrifaði í blaðið The Independent að kjósendur hefðu tekið „meðalmennið úr Bræðralagi múslíma fram fyrir töskubera Mubaraks“. Morsi er sextugur. Hann útskrifaðist með gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Kaíró árið 1975 og lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Suður-Kaliforníu 1982. Morsi hefur kennt bæði í Egyptalandi og Bandaríkjunum. Hann er sérfræðingur í málmum og starfaði hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA, við þróun véla í geimskutlur snemma á ní- unda áratug 20. aldar. Morsi er kvæntur og á fimm börn og þrjú barnabörn. Tvö barna hans fæddust í Bandaríkjunum og eru bandarískir ríkisborgarar. Morsi komst til metorða innan bræðralagsins og komst í stjórn þess. Árið 2000 bauð hann sig fram til þings í héraðinu Sharqia við ósa Nílar þar sem hann er upprunninn og sigraði. Hann var endur- kjörinn 2005, en stungið í fangelsi skömmu síðar og sat í sjö mánuði fyrir að taka þátt í mótmælum til stuðnings umbótasinnuðum dómurum. Morsi var aftur settur í fangelsi 28. janúar 2011, daginn eftir að bræðralagið tilkynnti að það myndi taka þátt í mótmælunum, sem leiddu til þess að Mubarak sagði af sér tveimur vikum síðar. Morsi var ekki fyrsti kostur bræðralagsins í for- setakosningunum. Upprunalega átti Khairat El- Shater að verða frambjóðandi þess, en honum var meinað að bjóða fram vegna þess að hann hafði set- ið í fangelsi allt til síðasta árs, en sex ár þurfa að vera liðin frá lokum afplánunar eða náðun til að framboð sé leyfilegt. Fyrir vikið var Morsi uppnefndur vara- dekkið og voru jafnvel dæmi um að menn hæfu hjólbarða á loft á kosningafundum hans. Morsi þykir ekki hafa mikla útgeislun og var í upphafi afskrifaður, en honum óx ásmegin í kosn- ingabaráttunni og bræðralagið setti kraft í fram- boðið. Hann fékk flest atkvæði í fyrstu umferð kosninganna og sigraði síðan naumlega í þeirri síð- ari. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað kjör frambjóðanda úr röðum Bræðralags múslíma boði. Mubarak réttlætti stjórnarfar sitt iðulega með því að hinn kosturinn væri ógnarstjórn íslamista. Hermt er að Morsi hafi á fyrsta kosningafundi sínum hrópað hið umdeilda slagorð bræðralagsins: „Kóraninn er okkar stjórnarskrá.“ Í liðinni viku ítrekaði hann hins vegar að næði hann kjöri myndi hann nota forsetaembættið til sameiningar „allra afla, forsetaframbjóðenda, kvenna, salafista og [kristilegra] bræðra okkar, kopta“. Hann hét því að binda enda á „mismunun gegn öllum Egyptum vegna trúar, uppruna eða kyns“. Hvernig sem mál munu þróast í Egyptalandi virðist hann því frekar horfa til stjórnarhátta Receps Tayyips Erdogans í Tyrklandi en klerkaveldisins í Íran.Mohamed Morsi, nýkjörinn forseti Egyptalands, ræðir við blaðamenn. AFP Úr fangelsi í forsetastól Fulltrúi Bræðralags múslíma forseti Egyptalands Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is www.gilbert.is Fyrir tónlistarmenn skiptir tímasetning öllu máli. - Ian Anderson, Jethro Tull

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.