SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 21
1. júlí 2012 21
ekki léttasta hljóðfærið og ég hoppa mikið
um með Hvanndalsbræðrum. Ég er ekki
unglingur lengur og maður fær því oft
sinadrátt eftir böll!“
Valmar segir hópinn mjög skemmti-
legan, og það kemur líklega fáum á óvart.
„En nú er ég búinn að draga mig alveg út
úr því að spila á böllum. Tímalega gengur
það illa upp með vinnu minni í kirkjunni.
Sumir halda að það sé erfitt að vera
Hvanndalsbróðir og fara svo í kirkjuna,
en tónlistarlega er það alls ekki. Hvann-
dalsbræður eru ekki andstæða við kirkju-
lega hugsun; þetta eru ljúfir strákar og
gætu þess vegna verið meðhjálparar í
kirkjunni!“
Eftir að sveitin tók þátt í Söngvakeppni
sjónvarpsins jókst spurnin eftir því að
hún léki á böllum, og Valmar segir mjög
skiljanlegt að strákarnir hafi áhuga á
slíku. „En ég vil ekki vera í þeirri stöðu
aftur og aftur að sofna hálf sex að morgni
eftir ball, vakna klukkan átta í Reykjavík
með það eitt í huga hvort veðrið sé í lagi
og flug til Akureyrar verði á áætlun. Ef allt
gengur eftir er flugið mitt komið hingað
klukkan kortér yfir 10, en ég þyrfti í raun
að vera mættur í vinnuna klukkan 10 og
ég þoli þetta ekki. Þess vegna ákvað ég að
hætta því ég vil ekki að strákarnir séu í
óvissu um það hvort ég komist með í
þetta skiptið eða hitt; ég vil ekki vera
handbremsa á strákana.“
Ekki í ESB nema á réttum forsendum
Valmar segist ekki nenna að fylgjast með
pólitík, allt of mikið sé um óheiðarleika á
þeim vettvangi fyrir hans smekk. „Eitt vil
ég þó hvetja fólk til að gera; ég er oft
spurður um Evrópusambandið og myndi
ekki vilja ganga í það; en ég segi við fólk
að taka ekki ákvörðun nema á réttum
forsendum. Alls ekki vegna þess að ein-
hver vilji bjarga okkur úr erfiðleikum eða
vilji vera svo góður við okkur. Ég les
fréttir frá Eistlandi, fæ mikið af upplýs-
ingum þaðan og veit hvernig Eistlend-
ingar tala um Finna. Mér finnst því að Ís-
lendingar verði að fara mjög varlega; það
má ekki elta einhver húrrahróp eins og
hver annar sauður.“
Eistland er í Evrópusambandinu og
Valmar segir margt jákvætt við það. „En í
raun eru þetta bara ný Sovétríki. Mun-
urinn er bara sá að kommúnistaflokk-
urinn er ekki við stjórn; í kosningum
stendur valið ekki á milli Brezhnevs og
Brezhnevs, og stjórnin er ekki í Moskvu
heldur í Brussel.“
Með hvaða hugarfari ættu Íslendingar
þá að ganga í ESB, verði sú niðurstaða
þjóðarinnar?
„Við verðum fyrst og fremst að hafa
ákveðna tryggingu fyrir okkar þjóðar-
stolti finnst mér. Menn verða að vera al-
gjörlega sannfærðir um að ákvörðunin sé
rétt. Þetta er eins og að gifta sig; það er
ekki auðvelt að skilja þegar komið er í
svona samband!“
Þjóðarstolt Eista var gríðarlegt fyrst
eftir sjálfstæðið frá Sovétríkjunum, segir
Valmar. „Fyrst á eftir var eins og stórt
partí í landinu en svo komu timbur-
mennirnir. Sálfræðingar segja til dæmis
að sjálfsvígsprósenta hafi snarhækkað.
Menn misstu markmiðið; sjálfstæðisbar-
áttunni var lokið og þá fór af stað hrika-
legt kapphlaup; allt í einu var allt hægt,
meira að segja að kaupa margt sem þjóð-
inni var dýrmætt; menn eins og [Roman]
Abramovich og fleiri keyptu allt sem var á
lausu.“
Þegar samkeppnin jókst með þessum
hætti jókst óvinátta fólks, segir Valmar.
„Sumir voru ekki tilbúnir fyrir þessa bar-
áttu og misstu jafnvel allt sitt. Ég man
þegar ég fór til Eistlands fyrsta árið eftir
að landið varð sjálfstætt; ætlaði að hitta
vini mína, setjast niður með þeim og fá
mér bjór og tala við þá, en enginn þeirra
hafði tíma. Ertu brjálaður maður! sögðu
þeir. Það voru allir að vinna; menn voru í
raun að ganga frá sér. Margir tala um að
ég vinni mikið en það er bara lítið miðað
við þetta!“
Valmar áréttar, í framhaldi af þessu,
hve mikil gleði fylgi sínu starfi. „Meira að
segja þegar ég er búinn að spila við jarð-
arför. Ég veit að menn vilja ekki ljúga á
þeirri stundu. Annaðhvort sleppa þeir því
að koma til mín eða segja satt þegar þeir
þakka mér fyrir. Ég er þreyttari eftir jarð-
arfarir en aðrar athafnir því það fer meiri
orka í að spila þar en annars staðar, en
jarðarfarir eru samt toppurinn á mínu
starfi; ég nýt þess meira að spila við jarð-
arfarir en annars staðar. Og það að sjá
þakklát augu eftir jarðarför er það dýr-
mætasta í starfi mínu sem tónlistarmaður.
Ég er utan við sorgarhringinn en ég gegni
samt mjög ákveðnu og mikilvægu hlut-
verki við að styrkja hópinn.“
Valmar Väljaots tónlistarmaður og fjölskylda í garðinum heima á Ásvegi. Eiginkonan Eneli Bjargey Väljaots, lengst til hægri, dóttirin Elise Marie Väljaots og sonurinn Magnús Mar Väljaots.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson