SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 30
30 1. júlí 2012 Í dag kjósum við Íslendingar forseta til næstu fjögurra ára. Skoðanir eru skiptar eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. Sumir kjörnir þjóð- höfðingjar verða aldrei sannir þjóðar- leiðtogar en stundum eignast þjóðir slíka leiðtoga með allt öðrum hætti en í kosn- ingum. Við Íslendingar þekkjum sögu Jóns Sigurðssonar sem við köllum forseta, þótt hann væri aldrei kjörinn forseti Ís- lands enda Ísland ekki sjálfstætt ríki þá, heldur forseti Hins íslenzka bókmennta- félags. Sigurbjörn Einarsson var kjörinn biskup en margir telja, að hann hafi orðið helzti andlegi leiðtogi íslenzku þjóð- arinnar á síðari hluta 20. aldar, þótt hann væri aldrei kjörinn í það hlutverk. Það er ekki hægt að bjóða sig fram í það. Nelson Mandela var orðinn leiðtogi Suður-Afríku eða öllu heldur mikils meirihluta þeirra, sem þar bjuggu og búa á meðan hann var enn í fangelsi og sú staða hans var ekki staðfest í kosningum fyrr en löngu síðar. Að undanförnu hefur verið á ferð á Vesturlöndum kona, sem með sanni má segja að sé leiðtogi Búrma, þótt hún hafi ekki verið til þess kjörin og aðrir hampi þeim titli. Raunar er hún ekki kjörgeng til þess embættis af því að hún giftist út- lendingi. Hún heitir Aung San Suu Kyi og hefur að mestu verið innilokuð í stofu- fangelsi síðasta tæpan aldarfjórðung. Það er hollt fyrir okkur Íslendinga að hugsa til slíkra þjóðarleiðtoga til þess m.a. að ná áttum, þegar við horfum til Bessa- staða. Við megum ekki láta tildrið og hé- gómaskapinn í kringum forsetaembættið villa okkur sýn. Og reyndar athyglisvert að einhverjir úr hópi hinna nýju fram- bjóðenda töldu sig í umræðuþætti Stöðvar 2 á dögunum finna kröfu á meðal fólks um að látleysi réði þar ríkjum. Faðir Aung San Suu Kyi, Aung Sang, sem varð einn helzti leiðtogi Búrma í sjálfstæðisbaráttu þeirra í lok heimsstyrj- aldarinnar síðari, hafði skýra sýn á stöðu þeirra, sem örlögin útnefna í slík emb- ætti. Hann hafði tilhneigingu til svartsýni og var einmana. Á milli hans og háttsetts brezks embættismanns, sem reyndar var Íri hafði orðið til trúnaðarsamband. Aung San sagði við þennan trúnaðarmann sinn, að hann ætti enga vini og ætti erfitt með að eignast vini. Hvernig getur þú sagt þetta sagði viðmælandi hans, þegar þú ert átrúnaðargoð fólksins. „Ég sóttist ekki eftir að verða það“, sagði Aung San. „Ég vildi bara frelsa þjóð mína. En nú er ég einmana“. Svo grét hann og bætti við: „Hversu lengi lifa þjóðhetjur? Ekki lengi í þessu landi; þær eiga of marga óvini… Ég gef sjálfum mér ekki meira en átján mánuði til viðbótar“. Veröldin er lítil. Líka í Búrma. Þeir voru á sama tíma í háskóla í Rangoon, Aung San, U Nu, sem síðar varð forsætisráð- herra Búrma, U Thant, sem síðar varð framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Ne Win, sem síðar varð einræðisherra í Búrma í áratugi. (Heimild um ofangreint er bókin The River of Lost Footsteps – Histories of Burma eftir Thant Myint-U, dótturson U Thants, sem út kom 2006). Aung San var myrtur, þegar dóttir hans var fimm ára gömul eða þar um bil. Nú er hún þjóðhetja. Ekki bara í Búrma heldur líka í okkar heimshluta. Hvað ætli valdi því, að við verðum svo hugfangin af fólki eins og Nelson Mandela og Aung San Suu Kyi? Sennilega er ástæðan sú, að við finnum að þetta fólk hefur fórnað miklu fyrir eitthvað sem miklu máli skiptir. Kannski of miklu. Við finnum líka, að þeir sem hafa fórn- að svo miklu fyrir málstað, sem þeir trúa á, hafa jarðbundna sýn á tilveruna. Þeir tala skýrt og þannig að við skiljum. Það hefur verið lærdómsríkt að hlusta á Aung San Suu Kyi, hvort sem var í Noregi eða Bretlandi. Sú kona talar ekki af þeim upp- hafna, sjálfhverfa hégómaskap, sem um of einkennir þá kjörnu þjóðarleiðtoga, sem hafa ekki af miklu að státa. Við Íslendingar þurfum á næstu árum að endurmeta og endurskoða forseta- embættið. Það hefur orðið eins konar „séð-og-heyrt“væðingu að bráð. Það þarf að snúa þeirri þróun við. Raunar snýr hún ekki bara að forsetaembættinu held- ur fleiri stofnunum lýðveldisins líka og þá m.a. utanríkisþjónustunni. Að einhverju leyti eiga fjölmiðlar hér hlut að máli. Þeir hafa ýtt undir þessa þróun með yfirborðslegri umfjöllun um fólk sem gengst upp í því. Hver sem úrslit kosninganna í dag verða er ljóst að það er ekki hlutverk þess, sem verður kjörinn forseti að end- urmóta og endurskapa þetta embætti á einn eða annan veg. Það er verkefni þjóð- arinnar sjálfrar. En umræðurnar, sem hafa orðið í kosningabaráttunni nú um hlutverk og stöðu forseta valda því, að það er brýnna en ella að hraða þessu verki. Því miður reyndi núverandi ríkisstjórn að stytta sér leið í stjórnarskrármálinu með þeim afleiðingum að það fór í rangan farveg og er þar enn. Boðuð þjóðar- atkvæðagreiðsla í haust er skoðana- könnun en ekki þjóðaratkvæðagreiðsla. Það er hins vegar ekki hægt að hafa svo stórt mál í lausu lofti, ekki sízt ef hætta er á því að einhverjir reyni að notfæra sér þá stöðu. Þess vegna er aðkallandi að for- ystumenn stjórnarflokkanna komi sér saman um leiðir til þess að koma stjórn- arskrármálinu í réttan farveg og að þjóðin geti innan ekki langs tíma kosið um nýja stjórnarskrá, þar sem hlutverk forseta verði svo skýrt og afmarkað að það verði hvorki teygt né togað. Um þjóðarleiðtoga Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Á þessum degi árið 1981 voru hrottaleg morðframin í Los Angeles. Fjórir voru myrtir áheimili sínu við Wonderland stræti 8763.Málið er enn óupplýst en aðdragandinn er ljós. Það á rætur að rekja til undirheima borgarinnar en undir grun lágu meðal annars næturklúbbaeigandinn Eddie Nash og klámmyndagoðsögnin John Holmes. Eddie Nash var valdamikill í fíkniefnaheiminum í Los Angeles fyrir fjörutíu árum. Hann var eiturlyfjainnflytj- andi og næturklúbbaeigandi. Hann og klámstjarnan John Holmes voru góðir vinir en báðir illa haldnir af eiturlyfjafíkn. Klámmyndastjarnan fékk aðgang að fíkniefnum hjá Nash gegn „smávægilegum“ greiðum á borð við að girða niður um sig brækurnar í sam- kvæmum hans. Brátt var svo komið að fíkn Holmes varð ekki full- nægt með skammtinum sem hann fékk hjá Nash. Hann komst því í peningaskuld við annan fíkniefnabarón, Ron Launius. Launius bjó við Wonderland stræti 8763 ásamt konu sinni, Susan, og fjórum vinum þeirra, þeim David Lind, Barbara Richardson, Billy DeVerell og Joy Miller. Þau dreymdi um að brjótast inn hjá Eddie Nash en hann átti ríkmannlegt heimili. Til að ganga frá skuldinni við Launius samþykkti Holmes að snúa baki við vini sínum og hjálpa Wonderland genginu að kom- ast inn í hús Nash. Áætlun gekk upp. Næturklúbbaeig- andinn var handjárnaður á meðan glæpagengið lét greipar sópa á heimili hans. Nash var ekki hæstánægður með meðferðina. Hann grunaði að Holmes hefði verið viðriðinn innbrotið og tók hann því í gíslingu. Klámmyndaleikarinn var pynt- aður þar til hann gaf upp hver hefði staðið að baki verknaðinum. Þremur dögum eftir innbrotið mættu óboðnir gestir að Wonderland stræti 8763. Þeir börðu Ron Launius, DeVerell, Richardson og Miller til dauða með stálpípu. Susan Launius lifði árásina af alvarlega slösuð. David Lind var svo lánsamur að eyða nóttinni á vændishúsi og var því ekki heima. Fljótlega bárust böndin að Holmes. Talið var að hann hefði myrt heimilismenn Wonderland vegna ósættis um skiptingu þýfisins. Frásögn Holmes var á aðra leið. Hann viðurkenndi að hafa verið viðstaddur morðin en ekki sem gerandi heldur sem gísl. Hann sagði að morð- ingjarnir hefðu látið hann fylgjast með voðaverkunum sem viðvörun um hvað hefði getið komið fyrir hann sjálfan. Fyrir dómi gaf Holmes ekki upp hver morðing- inn væri. Kviðdómur taldi sögu Holmes líklega og hann var því sýknaður af morðunum. Hann var þó dæmdur í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að vitna ekki gegn Nash. Annað hljóð var komið í strokkinn ári síðar þegar Nash var dreginn fyrir dóm. Þá vitnaði klámstjarnan gegn gamla vini sínum og sakaði hann um morðin við Wonderland stræti. Vitnisburðurinn nægði þó ekki til þess að sakfella Nash. Kviðdómurinn komst ekki að niðurstöðu þar sem eitt atkvæði féll Nash í vil. Það var ung stúlka sem taldi hann saklausan. Síðar viðurkenndi Nash að hann hefði mútað stúlkunni. Klámgoðið Holmes átti ekki sjö dagana sæla. Hann óttaðist um líf sitt eftir að hafa vitnað gegn Nash og var áfram í fjötrum fíkniefna. Hann sýktist af alnæmi árið 1986 og lést af völdum sjúkdómsins tveimur árum síðar. Árið 2001, tuttugu árum eftir að morðin voru framin, var Eddie Nash dæmdur fyrir fíkniefnasmygl og pen- ingaþvott. Þá, í fyrsta skipti, tjáði hann sig um Won- derland morðin. Hann viðurkenndi að hafa sent menn til þess að endurheimta ránsfenginn en harðneitaði að hafa skipulagt morðin. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs í fangelsi. Hver myrti fjórmenningana á Won- derland stræti er því enn óupplýst. Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is Óhugnaður í Los Angeles Holmes var meðal annars sakaður um morðin. ’ Klámkóngurinn var pyntaður þar til hann gaf upp hver hefði staðið að baki verknaðinum. Þremur dögum eftir innbrotið mættu óboðnir gestir að Wonderland stræti. Eric Bogosian lék Eddie Nash í kvikmyndinni Wonderland. Á þessum degi 1. júlí 1981

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.