SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 47
1. júlí 2012 47 Það hefur komið nokkuð oft til tals aðgera bók um safnið en við ákváðum ívetur að ráðast í verkið. Háskóla-útgáfan gefur bókina út þannig að hún fer í sölu og síðan gerum við ráð fyrir því að þetta verði líka gjafabók. Starfsmenn Háskólans munu því vonandi nýta bókina til gjafa, en bókin er myndabók, bæði á íslensku og ensku,“ segir Auður A. Ólafsdóttir, safnstjóri Listasafns Há- skóla Íslands og lektor í listfræði. Verk abstraktkynslóðarinnar Bókin er um Listasafn Háskóla Íslands og er Auð- ur ánægð með útkomuna, ekki síst hvað útlit og hönnun bókarinnar varðar. „Háskóli Íslands er eini háskóli landsins sem á sitt eigið listasafn. Við erum því búin að gefa út bók um safnið, ég skrifa textann og Hildigunnur Gunnarsdóttir hannar bókina. Guðmundur Ing- ólfsson tók síðan flestar þær myndir sem prýða bókina. Hugmyndin er sú að kynna og sýna þetta merkilega safn sem var stofnað árið 1980 í kjölfar stórrar gjafar hjónanna Ingibjargar Guðmunds- dóttur og Sverris Sigurðssonar sem kenndur var við Sjóklæðagerðina. Þau voru einhverjir mestu listaverkasafnarar á öldinni sem leið,“ segir Auð- ur. Hún tekur það jafnframt fram að bókin sé til- einkuð þeim Ingibjörgu og Sverri. „Samsetning safnsins mótast af þessari stofn- gjöf. Hjónin áttu marga vini sem voru listamenn og má þar helst nefna Þorvald Skúlason. Þau fylgdu hans ferli alveg frá upphafi og til endaloka. Af þessum tæpum 2.000 verkum sem Háskólinn á þá eru um 1.600 eftir Þorvald. Þetta er því lang- stærsta safn í heiminum af verkum þessa braut- ryðjanda okkar í abstraktlistinni,“ segir listfræð- ingurinn. Listasafn Háskóla Íslands leitast einnig við að kaupa ný listaverk eftir íslenska samtíma- listamenn á hverju ári, en fjárveitingar til safnsins miðast við um 1% af því fé sem rennur til ný- bygginga á vegum Háskólans, það er svipað og hjá Listskreytingasjóði ríkisins til opinberra bygginga,“ segir Auður. Sérstaða safnsins ræðst samt svolítið af þessari stofnsamsetningu, það er að segja af verkum abstraktkynslóðarinnar. Fyrir utan Þorvald þá á safnið gríðarlega fín og mik- ilvæg verk eftir til dæmis Hörð Ágústsson og um 100 verk eftir Guðmundu Andrésdóttur ásamt verkum eftir Eyborgu Guðmundsdóttur, Kristján Davíðsson, Karl Kvaran og fleiri brautryðjendur abstraktlistar,“ segir Auður. Sérhúsnæði inni í myndinni „Það eru til háskólalistasöfn víða um heim, eink- um vestanhafs og sum þeirra eru mjög fræg. Það sem gerir safn Háskóla Íslands sérstakt er að listin deilir rými með starfsmönnum og nemendum á þessum stærsta vinnustað landsins. Gjafir sem listasafnið hefur fengið eru meðal verðmætustu gjafa sem Háskólanum hafa hlotnast,“ segir Auð- ur og tekur það einnig fram að margir af þeim gestum sem koma í skólann reki upp stór augu þegar þeir sjái alla þá list sem þar megi finna. Auður segist annars vonast eftir því að Lista- safnið fái sérstakt sýningarhúsnæði innan skamms. Þar hafa ýmsar hugmyndir verið viðr- aðar en sem stendur er málið í biðstöðu. Á teikni- borðinu er þó ýmislegt húsnæði á háskólasvæð- inu sem hægt væri að nýta,“ segir Auður. „Ég sé alveg fyrir mér að sýningarhúsnæðið geti tengst þessari gróskumiklu námsgrein sem listfræðin er. Hún er mjög fjölmenn og vinsæl og við erum einmitt að hefja meistaranám í listfræði við Háskóla Íslands í haust,“ segir hún að lokum. Auður Ólafsdóttir við verk Þorvaldar Skúlasonar, Bylgjur, frá árinu 1979. Morgunblaðið/Eggert Auður í listaverkum Háskóla Íslands Háskóli Íslands á merkt safn listaverka. Lengi hefur verið á döfinni að skrásetja sögu safnsins og nú hefur loks verið skrifuð bók þar sem stikl- að er á því helsta sem finnst á veggjum skólans. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Listaverk eru víða í umhverfi starfsmanna Háskóla Íslands. Hér er það verk Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, Laxá með flækju, frá árinu 2010.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.