SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 10
10 1. júlí 2012
Af hverju borða þau ekki bara kökur?“ á Marie Antoi-nette að hafa sagt þegar franskur almenningur mót-mælti brauðskorti og bágum kjörum árið 1789. Síðarhefur verið sagt að Frakklandsdrottning hafi ekki
sagt þetta og örugglega ekki meint þetta en ummælin hafa samt
lifað sem tákn um skilningsleysi valdhafa gagnvart aðstæðum,
lífi og veruleika almennings.
Nú er það auðvitað fátíðara að bilið á milli valdhafa og al-
mennings birtist þannig að þeir fyrrnefndu fitni á kökuáti og
kampavíni á meðan fjöldinn sveltur. Það þýðir þó ekki að vand-
inn sé horfinn. Öðru nær, það virðist almenn og útbreidd skoð-
un að valdhafar séu í of litlum tengslum við almenning og skorti
skilning á aðstæðum hans. Þetta birtist með ýmsum hætti. Þeir
sem starfa í stjórnmálum skynja vantraustið daglega og allir
þekkja umræðuna um gjána sem sögð er milli þings og þjóðar og
hefur verið staðfest þar sem einungis 10% þjóðarinnar bera
traust til Alþingis. Svipuð staða
birtist í öðrum könnunum þar
sem trúin á lýðræðinu minnk-
ar, meirihluti segir stjórn-
málaflokka í litlum tengslum
við almenning og minnihluti að
landinu sé stjórnað í samræmi
við vilja fólksins.
Á sama tíma og þessi skilaboð
verða stöðugt skýrari, virðist
fátt breytast á hinum opinbera
vettvangi sem gefur fólki tilefni
til þess að trúa því að stjórnmálin snúist raunverulega um það
og líf þess. Ekki svo að skilja að valdhafar viðurkenni ekki
vandann. Það hafa þeir gert í orði en sjaldan á borði. Þannig
gerði forsætisráðherra þessi mál að umtalsefni á þjóðhátíð-
ardaginn þegar hún sagði: „Ábyrgðina berum við, kjörnir
fulltrúar þjóðarinnar og enn sem komið er hefur okkur að
miklu leyti mistekist í þessu mikilvæga verkefni, að endurvinna
traust þjóðarinnar. Þetta þykir mér mjög miður. Úr þessu verð-
um við að bæta á næstu misserum ef ekki á illa að fara.“
Það er rétt að það hefur mistekist að vinna traust og það er
líka rétt að þar bera allir kjörnir fulltrúar einhverja ábyrgð. En
forsætisráðherra gleymir að í krafti síns embættis ber hún
mesta ábyrgð og það er því einfaldlega ekki nóg að segja að sér
þyki það miður eða að úr því verði bætt. Æðsti pólitískt kjörni
fulltrúi þjóðarinnar þarf að sýna í verki að hann bæði hlusti á
fólkið í landinu og heyri það sem sagt er.
Ef þannig væri stjórnað væri ekki löngum tíma eytt í átök um
aðildarviðræður við Evrópusambandið, því valdhafar myndu
skilja að það vinnur gegn hagsmunum almennings nú. Löngum
tíma yrði ekki eytt í átök um víðtækar breytingar á einni af
grunnatvinnugreinum þjóðarinnar, því valdhafar skildu að slík
óvissa væri ekki líkleg til að bæta hag almennings. Breytingar á
stjórnarskrá, stjórnskipan og stjórnarráði myndu einnig bíða og
allt þetta karp um þinghlé, þingsköp og blessað þinghaldið
myndi ekki heyrast í samfélagi þar sem brýnustu verkefni vald-
hafanna tækju mið af því sem helst brennur á fólkinu í landinu.
Ef stjórnmálamenn myndu leggja sig fram um að hlusta á
fólkið og raunverulega heyra það sem það segir, myndi allur
þessi tími frekar fara í lausnir þess vanda sem venjulegar fjöl-
skyldur standa frammi fyrir. Mestur tími færi í að skapa fyr-
irtækjunum og fólkinu tækifæri til að nýta það sem við eigum
og höfum til að efla atvinnu, hagsæld og von. Mikill tími og
margar andvökunætur færu í aðgerðir til að draga úr skulda-
vanda heimilanna. Umtalsverður tími yrði svo nýttur til að
minnka yfirbyggingu og kostnað kerfisins, svo tryggja mætti
lága skatta og sem besta nýtingu fjármagns. Starfshópum op-
inberra starfsmanna og stjórnmálamanna um allt og ekki neitt
yrði fækkað en öll áhersla lögð á að færa vald og val til almenn-
ings sjálfs.
„Að tala er silfur - að hlusta er gull“ sagði amma sögupersón-
unnar í Binnubókunum þegar henni þótti sú stutta á rangri leið.
Stjórnmálamenn þurfa á slíkri leiðsögn að halda vilji þeir leysa
raunveruleg viðfangsefni almennings og endurvinna traustið.
Núverandi valdhöfum hefur ekki tekist það og því bíður það
verk þeirra sem er reiðubúnir að hlusta, heyra og hefjast handa
í þágu fólksins í landinu.
„Að hlusta
er gull“
Úr ólíkum
áttum
Hanna Birna Krisjánsdóttir
hanna.birna.kristjansdottir-
@reykjavik.is
’
Það er rétt að
það hefur
mistekist að
vinna traust og það
er líka rétt að þar
bera allir kjörnir
fulltrúar einhverja
ábyrgð“ Stuttmyndin Kameldýr o.fl. er mynd þarsem spurt er erfiðra spurninga og leitaðsvara við þeim. Myndin er hluti af röðstuttmynda sem Mbl. Sjónvarp sýnir á
sunnudögum í samvinnu við Kvikmyndaskóla Ís-
lands. „Kameldýr o.fl. er stuttmynd um Aron þar
sem verið er að rýna í spurningar sem er sjálfsagt
að spyrja en fáir kjósa að gera það. Einn daginn
opnast augu Arons fyrir allskonar hlutum sem
hann gerði án þess að spyrja af hverju?“ segir í til-
kynningu um efni myndarinnar.
Hégómi heimsins
Gunnar Ingi Gunnarsson skrifaði handritið, leik-
stýrði, tók upp og sá um alla eftirvinnslu á mynd-
inni, bæði hljóð- og myndvinnslu. „Eftir að hafa
hent þessu verkefni í framkvæmd komst ég að því
að það sem ég var að reyna segja er eitthvað sem
hefur verið í Biblíunni allan tímann, í bók sem
heitir Prédikarinn. Þar er Salómon konungur Ísr-
aels að skrifa syni sínum um hégóma heimsins.
Þessi bók lýsir vel því sem ég var að hugsa,“ segir
Gunnar Ingi.
„Ég held að innst inni viljum við öll spennandi
líf og tilgang sem er þess virði að gefa upp sitt líf
fyrir en oftar en ekki sættum við okkur við að
horfa á sjónvarpið, lesa um eða horfa á bíómyndir
um fólk sem er að gera það sem við vildum óska að
við værum að gera. Það er það sem þessi mynd
reynir að koma til skila,“ segir hann.
Þakklátur fyrir stuðning bekkjarins
Atli Snorrason leikur aðalhlutverkið í myndinni.
„Hann er æðislega skemmtileg persóna og mjög
hæfileikaríkur leikari. Ottó Gunnarsson var þul-
urinn og hentaði röddin hans vel í það hlutverk.
Ottó sjálfur er algjör snillingur og hafði ég einnig
mjög gaman af að vinna með honum. Bekkurinn
minn var til staðar fyrir mig í gegnum þessa mynd
og væri hún ekki til í dag nema fyrir stuðning
hans. Bekkurinn minn sem aðstoðaði mig við
myndina á gott hrós skilið, því með góðu sam-
starfi tókst honum að gera hið ómögulega, að
koma hugmyndinni sem ég hafði í framkvæmd.
Þetta er allt æðislegt fólk og get ég sagt að ég er
reynslunni ríkari eftir þessa mynd.“
Kvikmyndir
Leitað svara við
erfiðum spurningum
Höfundur myndarinnar, Gunnar Ingi Gunnarsson.
Atli Snorrason leikur aðalhlutverkið í myndinni