Helgafell - 01.04.1942, Síða 9

Helgafell - 01.04.1942, Síða 9
HELGAFELL TÍMARIT UM BÓKMENNTIR OG ÖNNUR MENNINGARMÁL *• ARG. APRÍL 1942 2. HEFTI EFST Á BAUGI Þótt í almæli sé, að þingkosninga megi vænta í vor, og ekki sé ólíklegt, að þær leiði til afdrifaríkra breytinga á kosningalögum landsins og skipun þingsins síðar, má fullyrða, að allir þeir, sem láta sig íslenzk menningarmál nokkru skipta, bíði þess eigi síður með eftir- væntingu, hverja afgreiðslu erindi það muni fá, er nær allir rithöfundar og listamenn þjóð- arinnar hafa sent Alþingi, til þess að láta í ljós vantraust sitt á núverandi formanni Mennta- málaráðs. Þar sem erindi þetta hefur nú verið birt, mun það ekki rakið hér, enda gerist slíks ekki þörf, til þess að öllum megi vera ljóst, að það ástand getur ekki haldizt, án vaxandi ófamaðar, að formaður þeirrar stofnunar, sem sérstaklega er ætlað að vera stoð og stytta andlegrar og listrænnar starfsemi í landinu, skipi þar sæti í óþökk allra, sem nokkuð kveður að í þeim greinum. Og jafn augljóst hlýuir hitt að vera, að ekki hafi sjö tugir íslenzkra rit- höfunda og listamanna, úr öllum stjórnmálaflokkum, tekið slíka afstöðu að raunalausu. Gera verður ráð fyrir því, að öðru óreyndu, að þingflokkur sá, er ábyrgð ber á nú- verandi formanni Menntamálaráðs, dragi þá ályktun af framangreindu erindi, að starfs- kraftar hans muni ef til vill njóta sín betur annars staðar en á vettvangi bókmennta og lista, og freisti því að velja honum athafnasvið í nokkurri fjarlægð þaðan. Einstakir þing- menn fara ekki heldur dult með þá skoðun sína, utan þingsalanna, að hjá þessu verði ekki komizt, eigi flokkurinn að sleppa við þá ógæfu, að gera sig beran að fjandskap við andlegt líf og menningu í landinu. Og þar sem þingmenn eru ekki, samkvæmt stjómarskránni, öðru bundnir en sannfæringu sinni, mætti, að öllu sjálfráðu, vænta heppilegra málaloka. En þótt svo færi, að cnn yrði frestur á því, að atkvæði féllu í samræmi við þetta ákvæði stjórnarskrárinnar, næst þegar kosningar fara fram til Menntamálaráðs, má telja alveg víst, að vantraust rithöfunda og listamanna á formanni ráðsins hafi þær aflciðingar, að um forustu skipti þá í ráðinu. Enginn, sem til þekkir, mun bera brigður á, að vcrði þeir fjórir menntamenn, scm nú eiga þar sæti, endurkjörnir ásamt núverandi formanni, muni þeir virða rökstutt álit og yfirlýstar óskir þeirra manna, sem ætlazt er til að Menntamálaráð eigi vinsamleg skipti við. En mestu varðar samt, að þegar hefur það á unnizt, að íslenzkir rithöfundar og lista- menn hafa aldrei staðið jafn einhuga saman og nú. Haldist sú samheldni órofin, verður þess ekki langt að bíða, að af létti þeim reimleikum, cr um skeið hafa valdið óáran í andlegu lífi þjóðarinnar.

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.