Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 9

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 9
HELGAFELL TÍMARIT UM BÓKMENNTIR OG ÖNNUR MENNINGARMÁL *• ARG. APRÍL 1942 2. HEFTI EFST Á BAUGI Þótt í almæli sé, að þingkosninga megi vænta í vor, og ekki sé ólíklegt, að þær leiði til afdrifaríkra breytinga á kosningalögum landsins og skipun þingsins síðar, má fullyrða, að allir þeir, sem láta sig íslenzk menningarmál nokkru skipta, bíði þess eigi síður með eftir- væntingu, hverja afgreiðslu erindi það muni fá, er nær allir rithöfundar og listamenn þjóð- arinnar hafa sent Alþingi, til þess að láta í ljós vantraust sitt á núverandi formanni Mennta- málaráðs. Þar sem erindi þetta hefur nú verið birt, mun það ekki rakið hér, enda gerist slíks ekki þörf, til þess að öllum megi vera ljóst, að það ástand getur ekki haldizt, án vaxandi ófamaðar, að formaður þeirrar stofnunar, sem sérstaklega er ætlað að vera stoð og stytta andlegrar og listrænnar starfsemi í landinu, skipi þar sæti í óþökk allra, sem nokkuð kveður að í þeim greinum. Og jafn augljóst hlýuir hitt að vera, að ekki hafi sjö tugir íslenzkra rit- höfunda og listamanna, úr öllum stjórnmálaflokkum, tekið slíka afstöðu að raunalausu. Gera verður ráð fyrir því, að öðru óreyndu, að þingflokkur sá, er ábyrgð ber á nú- verandi formanni Menntamálaráðs, dragi þá ályktun af framangreindu erindi, að starfs- kraftar hans muni ef til vill njóta sín betur annars staðar en á vettvangi bókmennta og lista, og freisti því að velja honum athafnasvið í nokkurri fjarlægð þaðan. Einstakir þing- menn fara ekki heldur dult með þá skoðun sína, utan þingsalanna, að hjá þessu verði ekki komizt, eigi flokkurinn að sleppa við þá ógæfu, að gera sig beran að fjandskap við andlegt líf og menningu í landinu. Og þar sem þingmenn eru ekki, samkvæmt stjómarskránni, öðru bundnir en sannfæringu sinni, mætti, að öllu sjálfráðu, vænta heppilegra málaloka. En þótt svo færi, að cnn yrði frestur á því, að atkvæði féllu í samræmi við þetta ákvæði stjórnarskrárinnar, næst þegar kosningar fara fram til Menntamálaráðs, má telja alveg víst, að vantraust rithöfunda og listamanna á formanni ráðsins hafi þær aflciðingar, að um forustu skipti þá í ráðinu. Enginn, sem til þekkir, mun bera brigður á, að vcrði þeir fjórir menntamenn, scm nú eiga þar sæti, endurkjörnir ásamt núverandi formanni, muni þeir virða rökstutt álit og yfirlýstar óskir þeirra manna, sem ætlazt er til að Menntamálaráð eigi vinsamleg skipti við. En mestu varðar samt, að þegar hefur það á unnizt, að íslenzkir rithöfundar og lista- menn hafa aldrei staðið jafn einhuga saman og nú. Haldist sú samheldni órofin, verður þess ekki langt að bíða, að af létti þeim reimleikum, cr um skeið hafa valdið óáran í andlegu lífi þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.