Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 15

Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 15
UMHORF 55 er ekki lengur til. Með ómótstæðilegri og oft miskunnarlausri þróun hefur stjórnarfarið smám saman færzt yfir á stig ríkissósíalismans, sem starfar samkvæmt meginreglum auðvalds- skipulagsins og þokast afdráttarlaust til hægri. Hvað eftir annað hefur stjórnarfarið orðið að slá undan fyrir mannlegu eðli til þess yfirleitt, að til- raunin mætti takast. En ég tel, að rúss- neska þjóðin, sovétstjórnin og höfuð- leiðtogar hennar láti í grundvallarat- riðum stjórnast af göfugri hugsjón. Það er markmið þeirra að efla bræðralag mannanna og farsæld hins óbreytta borgara. Það er hugsjón þeirra að skapa samfélag, þar sem menn geti lif- að sem iafningjar og látið stjórnast af siðferðilegum hugsjónum. Þeir elska málstað friðarins, og þeir hafa lagt á sig miklar fórnir til þess að ná þessum háleitu markmiðum. Þeir berjast nú vorri baráttu við Hitlerismann og ættu að fá alla mögulega aðstoð, eins fljótt og auðið er og með eins mikilli vin- semd og unnt er að láta í té. STILLING £g er væntandi þess BRJÓSTVITSINS af góðum mönnum, að þeir fari nú ekki að draga mig í dilk kommúnista, þó að ég hafi leyft mér að segja ofurlítið brot af þessari sögu eins og vitrum mönnum telst til, að hún muni óhjákvæmilega verða. Ekki af því að ég ætlist til þess af verka- mönnum, bændum og búaliði þessa lands, fremur en sjálfum mér, að hafa neina verulega þekkingu á hernaðar- fræðilegum efnum. Ég hef skýrt frá þessu í trausti á þá stillingu brjóstvits- ins, sem íslendingum kvað vera gefin í næsta ríkum mæli og lýsir sér í því að kunna að taka óvæntum hlut- um og válegum svo, að ekki má held- ur vita, hvort betur líkar eða verr. í trausti til þessarar stillingar brjóstvits- ins sagði ég á sínum tíma hinni lýð- ræðiselskandi þjóð minni fyrir um það í útvarpserindum, áfanga fyrir áfanga, hvernig verða mundi um aðdraganda þessarar styrjaldar og sigurför nazism- ans land úr landi. Það hefur glatt mig ekki alllítið að verða þess var, að eng- inn hefur vænt mig um nazistískar skoðanir eða áróður í þágu erlends rík- is. Svo vænti ég, að enn fari. Söguþjóð- inni, niðjum Egils og Snorra, með aldaræktaÖan arf brjóstvitsins til skyn- samlegrar vegsögu og dóms í hverju máli, mun þykja vel hlýða að heyra nokkra forsögu um vopnaheill þessa ríkis í viðskiptum við Möndulveldin, sem Roosevelt Bandaríkjaforseti telur sér sæmd að styðja og Churchill Breta- stýrir hrósar happi yfir að eiga að sam- herja. Sæmir oss ekki, herteknum mönnum og verndarþiggjendum þess- ara aðila, að láta sem oss sé fjandskap- ur einn í hug, ef sigurvonir þessara vina vorra og verndara að einhverju leyti rætast. En á hitt þarf ekki að minna, ef svo fer fram sem hér hefur veriÖ drepið á, að það er annar og sterkari en ég, sem ræður gangi sög- unnar. Vildi ég því beiðast þess af þeim föðurlandsvinum íslenzkum, sem nafnið Rússland veldur sérstöku hug- arangri, að ég, umkomulaus maður, yrði ekki látinn gjalda þess í ótíma fyr- ir bersögli mína, sem hann kann að hafa fyrirhugað oss og öllu mannkyni til heilla. Reykjavlk, 30. marz 1942. SIGURÐUR EINARSSON.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.