Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 20
60
HELGAFELL
þá þingið inn í nesið þar sem nú er. — Og þá er Þórður gellir skipaði fjórð-
ungsþing lét hann þar vera fjórðungsþing Vestfirðinga". — ,,Var á því
þingi hinn mesti helgistaður, en eigi var mönnum þar bannað að ganga
örna sinna“.
Á frásögn þessari eru óvenju skýr sannindamerki. Þótt hæpið sé, hvort
söguritarinn sjálfur hafi glöggvað sig á kjarna málsins, má vafalaust treysta
höfuðatriðum sögunnar. Þeir feðgar, Þórólfur Mostrarskegg og Þorsteinn
þorskabítur, eru sagðir ákafir Þórsdýrkendur og trúðu því, að Þórsnesingar
dæi í Helgafell. Höfðu þeir svo mikinn trúnað á fellinu ,,að þangað skyldi
engi maður óþveginn líta, og svo var þar mikil friðhelgi, að þar skyldi engu
granda í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi brott“. Þannig er
í arfsögnum þessi ætt auðkennd. Það leynir sér heldur ekki, að nágranna-
höfðingjarnir í Bjarnarhöfn og Hvammi hafa hyllt aðra trúarstefnu og siði
en Þórsnesingarnir. Svo sem Freysgyðlingarnir í Oræfasveit voru bæði Kjall-
eklingar og Hvammverjar af ættkvísl Bjarnar bunu. Liggur sú ætlun því
nærri, að menningarviðhorf og lífsskoðun þessara náskyldu ættgreina hafi
verið hin sama í aðalatriðum. Meðal Freysgyðlinga og Hvammverja rekumst
við einnig á hofgyðjur. En svo sem Magnús Olsen hefur fullyrt, störfuðu ein-
mitt kvenprestar á trúarbragðavettvangi Freysdýrkendanna. Þegar alls þessa
er gætt, verða átökin um þinghelgina í Þórsnesi ekki torskýrð.
Sú skýring er með öllu óhafandi, að Kjalleklingum hafi gengið einber
stráksskapur til uppnámsins á Þórsnesþingi. Gerðarmaðurinn, Þórður gellir,
gefur Þórsnesingum höfuðsök á því, hvernig fór. Var hann þó ,,námágur“
Þorsteins þorskabíts. Söguritarinn tekur það sérstaklega fram, að á hinum
nýja og háhelga fjórðungsþingstað í Þórsnesi hafi mönnum ekki verið
„bannað að ganga örna sinna“. Hinn blóðugi bardagi út af helgispjöllunum
virðist háður einhvern tíma á árunum kringum 930. Um 964 eru fjórðungs-
þing sett á stofn. Hvað olli því, að nú máttu menn óátaldir ganga örna sinna
á hinum helga þingstað ? Helzt má ætla, að breyting hafi orðið á trúarviðhorfi
og siðum Þórsnesinganna. Það er þetta, sem höfundur Gíslasögu staðfestir
með frásögnunum um Freysdýrkun Þorgríms goða, sonar Þorsteins þorska-
bíts. Þorsteinn féll frá á unga aldri. Synir hans ólust upp undir forsjá móður-
innar, en hún var systir Hvammverjans Þórðar gellis. Að hætti móðurfrænda
hneigjast hinir ungu Þórsnesingar að dýrkun frjósemisgoðanna, og um leið er
lokið siðabaráttu ættarinnar gegn Hvammverjum og Kjalleklingum. Það mun
óhætt að telja heiftarofsann og mannvígin út af ,,álfrekinu“ táknrænt dæmi
um átök milli ólíkra trúarskoðana. Þetta er mergur málsins í hinni undarlegu
Eyrbyggjufrásögn um bardagann í Þórsnesi.
Orðið álfrek virðist eiga rót að rekja til einhvers konar átrúnaðar á dular-
mátt í saur. Endurskin slíkrar trúar mun einnig koma fram í þjóðsögunni