Helgafell - 01.04.1942, Síða 31

Helgafell - 01.04.1942, Síða 31
HEINRICH LERSCH: BRÆÐUR í grennd við gryfju vora i gaddavírnum hékk eitt lík, er sviða af sólu og svala af döggum fékk. Ég horfði á líkið löngum, unz laust í huga minn þeim gruni, er óx og efldist: Þetta er hann hróðir þinn! Og svo með sömu vissu ég sá hann langa hrið, já, heyrði hans róm og hlátra frá hamingjunnar tið. Og grát hans gegnum svefninn ég greindi marga nótt: Æ, gazt f)ú, bróðir góður, þá gleymt mér svona fljótt? — Unz út i eldhríð kúlna ég einn að kveldi rann, °g greip hann, bar hann, gróf hann, — mér gjórókunnan mann! En gleggri en glapsýnt augað var grunur hjarta mins: Hver sá, er fallinn sérðu, ber svip hans bróður þins. M. Á. íslenzkaði. irnir 155. Hér munu kvennastaÖirnir vera 19,4%, en annars staðar á landinu 8,2%. Eitt út af fyrir sig gefur þetta ljósa bendingu um tengsl saurbýla, skáld- menntar og uppruna hinna staerri kvennastaða. 1 saurbýlahreppum áttu heimkynni þessi hirðskáld: Hofgarða-Refur í Staðarsveit og líklegast einnig fóstri hans, Gissur gullbrárskáld, Kormákur )g Bersi Skáld-Torfuson í Torfustaðahreppi, Hallfreður vandræðaskáld í Ásshreppi. Þorvaldur Hjaltason í Hólahreppi, Kolgrímur litli og Sneglu- Halli í Holtshreppi, Þorleifur Rauðfeldarson, Bölverkur og Þjóðólfur Arn- órssynir í Svarfaðardalshreppi, Eilífur Guðrúnarson í Saurbæjarhreppi, Skafti Þóroddsson og Steinn sonur hans í Olfushreppi. Auk þessara 14 hirðskálda áttu ætt að telja til saurbýlahreppa: Einar skálaglam, Stúfur blindi, Steinn Herdísarson, Kálfur Mánason og Þórarinn Skeggjason. Ekki er kunnugt um heimkynni þeirra sjálfra. En þegar miðað er við búsetu nánasta forföður hvers þeirra, teljast Einar, Steinn og Stúfur til Helgafellssveitar. Kálfur til Vindhælishrepps og Þórarinn til Villingaholtshrepps. Þannig koma 19 hirð- skáld á saurbýlahreppana. Ef hliðsjón er höfð af hreppafjölda landsins, hefði aðeins mátt búast við fimm hirðskáldum af 33 í saurbýlahreppum. Má nú glöggt greina, í hvers konar umhverfi hin fornnorræna skáldmenning hefur þróazt. Með jrjósemisdýrkendum, sem kyengúði hylltu, er hún til Islands \omin. Barði Gúðmundsson.

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.