Helgafell - 01.04.1942, Page 32

Helgafell - 01.04.1942, Page 32
Jóhann Sæmundsson: Sumarnotkun hitaveitunnar J^RAUMUR Reykvíkinga um Kita- veitu virðist nú brátt munu ræt- ast, en jafnframt vaknar sú spurning, hvernig bezt megi nota heita vatnið á sumrin, þegar þess er lítil þörf til að hita upp húsin, og hefur það mál enn verið of lítið rætt á opinberum vett- vangi. Nú um allmörg ár hafa verið gerðar tilraunir vestur í Ameríku um ræktun, þar sem ekki er notaður venjulegur jarðvegur fyrir plönturnar, heldur eru þær ýmist ræktaðar í möl, sandi eða í vatni. Næringu sína fá jurtirnar úr áburð- arvatni, sem látið er leika um rætur þeirra, hver aðferðin, sem notuð er. í því eru leyst þau efni, sem jurtirnar þarfnast til næringar, og þurfa þær eigi annað fyrir að hafa en sjúga þau í sig gegnum ræturnar. Kostirnir við þessa ræktunaraðferð eru allmargir. Jurtirnar mega standa þéttar en venjulega gerist, vegna þess að næring er jafnan nóg og ræturnar þurfa eigi eins mikið rými til þess að leita fæðunnar. Þá þurfa jurtirnar ekki að eyða eins mikilli orku til að smeygja rótunum niður í jarðveginn, allra sízt ef vatn er notað í stað jarðvegs. Jurtir, sem ræktaðar eru á þennan hátt, eru tiltölulega ónæmari gegn kvillum, vegna þess að eigi er um að ræða nein rotnandi efni í jarðveginum og hann veitir skaðlegum skorkvik- indum síður lífsskilyrði. Uppskeran verður árvissari og meiri, miðað við flatarmál. Þá er þessi aðferð mjög hreinleg og handhæg, því að auðvelt er að stjórna rennsli áburðarvatnsins á sjálfvirkan hátt með einföldum raf- dælum, er krefjast lítillar raforku. Þegar ræktað er í sandi, möl eða gjalli, er áburðarvatnið ýmist látið drjúpa niður í kerin, sem ræktað er í, eða því er hleypt inn í þau að neðan. Áburðarvatninu er hleypt af kerjunum með ákveðnum millibilum til þess að loft komist að rótunum við og við. Má segja, að flóð og fjara sé í kerjunum, og er auðvelt að koma þessu við með sjálfvirkum, ódýrum tækjum, en einn- ig án nokkurra slíkra véla, en þá þarf að sjálfsögðu meira eftirlit. Sé ræktað í vatni, þarfnast jurtirnar stuðnings. Er þá plöntunum veitt stoð með hálmi eða tréull, sem höfð er á vírneti í yfirborði áburðarvatnsins í ræktunarkerjunum. Jurtirnar skjóta rótum niður í áburðarvatnið, og þarf sem fyrr að viðra þær við og við, ýmist með því að dæla lofti gegnum áburð- arvatnið eða með því að hafa flóð og fjöru í kerjunum. Hér er ekki ástæða til að skýra nán- ar frá aðferð þessari í einstökum atrið- um, en þess má geta, að engin leynd ríkir um þau áburðarefni, er nota skal, og eru þau flest auðfengin og ódýr. Enda þótt sífellt sé unnið að tilraun-

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.