Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 34

Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 34
72 HELGAFELL og blönduðum því saman við 5 stiga heitt uppsprettuvatn í þeim hlutföllum, að blandan yrði 25 stiga heit. Eftir sólarhring hefðum við 38,5 þúsund tonn af slíkri blöndu til umráða. Ef við geymdum þetta vatn í stokk, sem væri 1 metri á breidd og 1 metri á dýpt, yrði hann 38,5 kílómetrar á lengd, en væri stokkurinn aðeins 10 cm djúpur og 1 metri á breidd, yrði hann 385 kílómetrar á lengd, eða 10 kílómetrum lengri en vegurinn frá Akranesi til Akureyrar. Með öðrum orðum: þetta vatnsmagn mundi nægja í ræktunarker, sem væru 38,5 hektar- ar að flatarmáli. Þegar ræktað er í áburðarvökva, hvort sem um er að ræða ræktun í vökva eingöngu eða ræktun í t. d. sandi, sem áburðarvökvanum er veitt í gegnum, standa ræktunarkerin nokk- uð frá jörðu, og þar eð eigi er þörf á að skipta um áburðarvökva nema á allt að hálfsmánaðar fresti, eða iafnvel sjaldnar, er augljóst, að hitinn í gróð- urkerjunum verður svipaður lofthitan- um í gróðurhúsunum. Eneum getum skal að bví leitt, hve mikill hiti verður aflögu á sumrin. En sé reiknað með, að hitaveitan nægi til að hita upp húsin í bænum í 10 stiga frosti, er ekki ósennilegt, að þriðiung- ur heita vatnsins mundi nægja til þess mánuðina maí—sept., þegar meðalhiti úti er um 8 stig. Ef það reyndist nærri lagi, er eftir að vita, hvort 160 sekúnduh'trar mundu nægja til að hita upo gróðurhús, sem væru 38,5 hektarar að flatarmáli, svo að viðunandi væri. Sá, er þetta ritar, hefur enga aðstöðu til að áætla, hve mikils hita sé þörf, tií að hita svo stór gróðurhús, og þótt reiknað sé með því hér, er það fremur gert í gamni en alvöru, bæði í þeirri von, að þeir, sem sérfróðir eru um þessa hluti, láti í ljós álit sitt um það á op- inberum vettvangi við tækifæri, en einnig til hins, að vekja athygli á því, að hitaveitan getur séð mjög víðáttu- miklum gróðurhúsum fyrir hita, hvað sem þessum útreikningum líður. í nefndaráliti skipulagsnefndar at- vinnuveganna, sem fyrr var vitnað í, er skýrt frá því, að uppskeran af tó- mötum sé um 50—100 tonn af hekt- ara með venjulegri ræktunaraðferð hér á landi. Uppskeran af 38,5 ha. yrði þá 1925—3850 tonn. Sé gert ráð fyrir, að ræktun í áburðarvökva gæfi þrefalt meiri uppskeru, miðað við flatarmál, yrði hún samtals 5775—11550 tonn úr gróðurkerjum, sem væru 38,5 ha. að flatarmáli. Sú áætlun er ekki djarfleg, þegar þess er gætt, að plönturnar mega standa allt að 6 sinnum þéttara en venjulega gerizt, og er þá augjóst, að reiknað er með hálfu minni eftirtekju af hverri plöntu en venjulega. En sé reiknað með sama afrakstri og í venju- legum gróðurhúsum af hverri plöntu, yrði uppskerumagnið helmingi meira en að framan greinir, eða þá að yfir- borð ræktunarkerianna þyrfti eigi að vera meira en 19.25 hektarar til að gefa þessa uppskeru. Gerum ráð fyrir, að söluverð á tómötum væri að meðaltali kr. 2.00 pr. kg, og yrðu þá brúttótekj- urnar 11,5—23 milljónir króna. Þótt hér sé aðeins talað um tómata. þá er það eingöngu gert vegna þess samanburðar, sem hægt er að gera, með hliðsjón af nefndaráliti skipulags- nefndar. Vitanlega yrði ræktuninni hagað með fullu tilliti til þarfa bæjar- búa og landsmanna, en einnig segðu sölumöguleikarnir nokkuð fyrir verk- um. Að því athuguðu, sem að framan er skráð, virðist full ástæða til, að rann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.