Helgafell - 01.04.1942, Síða 37
SUMARNOTKUN HITAVEITUNNAR
73
sakað sé, kvort ræktun í áburðarvökva
eigi ekki erindi hingað.
í landi eins og Kaliforníu t. d., þar
sem sumarblíða er með afbrigðum,
þykir mönnum margborga sig að nota
þessa aðferð í samkeppni við venjuleg-
ar ræktunaraðferðir. Gróðurhúsarækt-
un hér á landi er skammt á veg komin,
enda ungur atvinnuvegur. Þegar skipu-
lagsnefnd samdi skýrslu sína, voru
gróðurskálar hér á landi taldir um /2
hektari að flatarmáli. En um svipað
leyti áttu Danir gróðurskála, sem voru
um 225 ha. að flatarmáli. Veðurfar þar
er allt annað en hér. Þar vaxa tómatar,
epli, perur og plómur undir beru lofti. f
Danmörku er enginn jarðhiti, og engin
kol eru þar í jörðu, en samt eiga Dan-
ir 450 sinnum stærri gróðurhús en við,
og eru þó aðeins um 35 sinnum mann-
fleiri. Þetta sýnir bezt, hve skammt
við erum á veg komnir í þessu efni.
Hitaveitan leggur stórkostlegt tækifæri
upp í hendur okkar, þar sem búið er
að beizla hitaorkuna og hægt er að
veita henni beint í gróðurhúsin.
Þótt hér hafi aðeins verið rætt um
notkun heita vatnsins á sumrin til rækt-
unar, er hægt að nota orku þess til
margra annarra hluta, því að tæplega
er gerandi ráð fyrir svo miklum fram-
kvæmdum, sem hér hefur verið rætt
um.
Sumrin hér eru ærið óþurrkasöm, og
heyfengur bænda hrekst oft svo, að
næringargildi heysins er mjög rýrt. Hér
í nágrenni Reykjavíkur er mikið af
ræktuðum löndum, og nægir að nefna
Korpúlfsstaði, Blikastaði og jarðirnar
þar í grennd sem dæmi. Þegar hey eru
mjög hrakin, er mikil þörf á fóður-
bæti, ef gripir eiga að gera gagn. Það
er sannað mál, að C-bætiefnismagn
mjólkur fer mjög eftir fóðri kúnna. Fái
þær grænfóður, er mjólkin miklu auð-
ugri að C-bætiefni. Reykvíkingar fá
mikið af mjólk úr nágrenni bæjarins,
og þeim er áhugamál, að hún sé sem
mest og bezt.
Víða erlendis tíðkast sá siður að vél-
þurrka hey. Hafa verið byggð þurrk-
hús af ýmissi gerð bæði í Svíþjóð og
Englandi í þessu skyni. Líklegt má
telja, að reynsla sú, sem fengin er,
einkum í Svíþjóð, geti orðið okkur til
hins mesta gagns í baráttunni við ó-
þurrkana.
Þar sem jarðhiti er nægur í nánd við
víðáttumikil, ræktuð landsvæði, virð-
ist sjálfsagt, að byggð séu hús til að
þurrka heyin. Nú vill svo vel til, að að-
allögn hitaveitunnar liggur fram hjá
hinum miklu ræktarlöndum jarða
þeirra, er nefndar voru hér að fram-
an, og færi vel á því, að hitaveitan léti
í té hitaorku til að þurrka sem mest af
heyjum þeirra bænda, sem hafa tök á
að færa sér hana í nyt samkvæmt legu
jarðanna. Þess sést oft getið, að bú-
skapur í nágrenni Reykjavíkur beri sig
illa, meðal annars vegna mikilla kaupa
á fóðurbæti. Ef hægt væri að stuðla að
því, að fóðurgildi heyjanna yrði meira
með því að hraðþurrka grasið af lján-
um, væri vel farið. Reykvíkingar
fengju þá meiri og betri mjólk héðan
úr nágrenninu, en bændur gætu efa-
lítið sparað sér drjúgum fóðurbætis-
kaup og fólkshald.
í þessu sambandi er vert að drepa
á hinar merku tilraunir hr. Ólafs Jóns-
sonar, framkvæmdastjóra Ræktunar-
félags Norðurlands, um ræktun belg-
jurta. Hann hefur sýnt fram á, að auka
má til muna heyfenginn með því að
rækta saman belgjurtir og gras, eða
belgjurtir og hafra. Með því að rækta
saman hvítsmára og gras, varð upp-
skeruaukinn 1600—2000 kg af heyi pr.
hektara á ári eftir 4—5 ár, en auk þess