Helgafell - 01.04.1942, Side 43

Helgafell - 01.04.1942, Side 43
SAGAN AF SANDA-GERÐI 79 hugsana sinna, og svo blístraði hann einn af þeirrar tíðar slögurum og renndi augunum upp og ofan olíuborna veggina, þar sem voru dökkir kvistir á víð og dreif, eins og blakkar kindur á beit í gulnuðu afréttarlandi. — Er hann enskur þessi ? sagði ég lágt. — Nei, en hann var á enskum tog- urum fyrir nokkrum árum, en upp á síðkastið hefur hann verið hér og aðal- lega lagt fyrir sig að fara í togara og fá þar fisk og viský. Þeir kalla hann Hin- rik áttunda, bæði Englendingarnir og eyjaskeggjar. — En hvað um hina ? — Þessi þarna stóri heitir Guðmund- ur — og er kallaður Gvendur skrugga. Hinn er aldrei nefndur annað en Jón nolli. Þú hefur kannske heyrt þeirra getið. Þetta eru frægir menn. — Ja, ég kannast við þá. Var það ekki Gvendur skrugga, sem bókstaf- lega reif ofan af sér tukthúsið í Tanga- kaupstað ? — Jú, það stendur heima. — Og þetta eru nú ,,börnin henn- ar !“ — Já, eða „ungarnir hennar“, eins og hún kallar þá stundum. Það eru reyndar fleiri en þeir, sem hún ávarp- ar þannig, en allt eru það svona heldur einstæðingar eða vandræðamenn. — Annars er það svo með þá þessa, að þeir fá ekki að koma neins staðar inn á kaffihús hér í Eyjum, nema hjá henni. Þeir eru alls staðar útskúfaðir fyrir uppivöðslu og slagsmál . . . Svo segir Gerður við mig: — O, þetta eru bara stór börn, sem aldrei hafa verið tekin réttum tökum. — Ha ? þekkirðu hana — svona nokkuð náið, á ég við ? — Hana Sanda-Gerði! O, það held ég, — ég, sem er upp alinn á næsta bæ við Sanda! — Hún er þó víst ekki dóttir hans Hannesar á Söndum í Vallasveit, eins af þeim, sem ég heyrði getið um í Scim- bandi við bændafundinn fræga ? — Jú, einmitt. — Núhú. Og hefur nú kaffihús hér úti í Suðureyjum ! — Var ekki þessi Hannes mesti mektarbóndi ? — Það hefði ég nú haldið . . . Ja, það er nú saga að segja frá því, hvern- ig fór með hana Gerði! — Ekki þó víst eitthvað í sambandi við Helga okkar á Núpi ? . . . Þú sagð- ir áðan, að það væri bezt að hafa ekki hátt um hann — hérna inni. — Já, ég sagði það. Annars veit ég ekki, hvort hún mundi einu sinni skipta sér af því, þó að við létum hana heyra, að við værum að spjalla um þau, Helga og hana, en hvað sem því líður, þá er það ýmislegt, sem Gerður mín líður ekki hér inni hjá sér, og þá er nú kann- ske ekki að spyrja að skörungsskapn- um. — Æ, blessaður, segðu mér frá! Ég held þú þurfir ekki að hafa svo hátt. Annars eru þeir nú farnir að glamra í hnífapörum, Hinrik áttundi og hirðin. — Bíddu nú við. Ég þarf að kveikja í pípunni minni ! — Ertu alltaf að kveikja í helvítis pípunni ? — Ekki spyr ég að. Það er þó sama óðagotið á þér og í gamla daga . . . Jæja, það er þá bezt, að ég byrji. — Ég þakka — og hlusta. — Þegar ég var orðinn vel stálpað- ur, þá var Gerður um tvítugt. Það var nú völlur á því Sandafólki í þá daga. Hannes þeyttist um sveitirnar með aldrei minna en þrjá gæðinga til reið- ar — og heilsaði hreint ekki öðrum en stærstu bændum og svo sýslumannin-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.