Helgafell - 01.04.1942, Síða 46

Helgafell - 01.04.1942, Síða 46
82 HELGAFELL hverja næringu fyrst, sagði hann hinn rólegasti. Honum var svo borinn matur og kaffi og brennivín. Hann sýndist borða með beztu lyst, og þegar hann hafði lokið snæðingi, kvaðst konan ætla að vísa honum til sængur. Hann stóð upp, en allt í einu valt hann út af eins og trédrumbur, sem reistur hefur verið upp á endann. Og þarna lá hann hreyfingarlaus og án þess að gefa frá sér minnsta hljóð. Þá kom Gerður, tók hann í fangið, bar hann inn í herbergi, lagði hann upp í rúm og afklæddi hann og athugaði. Hann var þá kalinn á báðum fótum, og ekki vissi hann af sér, frekar en hann væri klakaströng- ull. Nú var þá sóttur snjór og síðan bú- ið um Helga eins og fólk hafði bezt vit á. Skömmu seinna komu svo þeir Hannes með Sigurð, og voru gerðar á honum lífgunartilraunir. En það varð árangurslaust. Vorið eftir fannst líkið af Geir inni á afrétt. Helgi lá margar vikur á Söndum, en síðan fór hann heim, og ekki bar á því, að hann hefði fengið varanlegt mein. Það var Gerður, sem stundaði hann í legunni, en ekki heyrðist samt um það talað, að neitt væri á milli þeirra, nema hvað fólk bara sagði sem svo: — Kannske ótemjurnar leggi nú lag sitt saman! Svo var það á bóndadaginn um vet- urinn, að Þórður á Núpi þeysti í hlað á Söndum. Annar vinnumaðurinn stóð úti, og Þórður gerði boð fyrir Hannes bónda. Hannes kom ekki fram, en bað Þórð að koma inn. Þórður sendi vinnu- manninn aftur með þau skilaboð, að hann mætti ekki vera að því að stanza. Þá kom Hannes út, því að Þórður var mikill maður fyrir sér og nú orðinn al- þingismaður sýslunnar. En sagt var, að Hannes hefði verið ærið hvatlegur í máli, þegar hann sagði: — Tefðu þig nú ekki á að vera lang- orður, úr því að þú ert svona tíma- bundinn. — Ég er í erindum Helga, sonar míns, og erindið er viðvíkjandi Gerði, dóttur þinni. Það hefur verið vani okkar, Núpverja, að leita til föður kon- unnar, og veit ég þó ekki, hvað Helgi sonur hefði gert, ef hann hefði sjálfur getað farið þessa för. Hann bað mig annars að afla vitneskju um það, hvort Gerður mundi vilja líta við honum og Núpsbúinu. — Það er bezt, að hún svari fyrir sig sjálf, sú stúlka. Mér ætti ekki að vera vandara um en Agli Skallagríma- syni að vísa til dótturinnar. Svo var þá vinnumaðurinn sendur eftir Gerði, en hann hafði staðið á hlaðinu, meðan þeir bændurnir töluð- ust við, og var sem hvorugur þeirra gæfi honum gaum, fyrr en á honum þurfti að halda til þjónustu. Gerður kom út, og Þórður mælti: — Helgi, sonur minn, er að fara til Eyja. Hann mun nú bíða niðri á sandi með skipshöfn sína, albúinn þess að ýta úr vör, þegar ég kem. Hann sagð- ist hafa ætlað að fresta því að heyra

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.