Helgafell - 01.04.1942, Page 48
84
HELGAFELL
Sanda-Gerði vera! Hún fer ekki að
leggjast afvelta og láta svo dúndra sér
ofan í gröfina, þó að hún fái sting und-
ir herðarblað.... En mikill bölvaður
afglapi get ég annars verið !
Gerður hló. Það sá enginn annað en
að henni líkaði vel. Og Helgi bætti
við:
— Ojæja, ég hélt það svona hálf-
gert, að þú mundir ekki kæra þig um
það, að ég hætti við hrossareksturinn
og léti vinnumennina á Núpi pranga
þeim út, hrossunum. Það hefur ekki
gott af slíku, Núpsbúið, og komdu nú
inn í herbergið okkar, Gerður mín.
En Gerður lét ekki að stjórn. Hún
hló og brá á gaman.
— O, það er nú hægt að þreyja
Þorrann og Góuna. Ætli þú viljir ekki
láta pússa okkur bráðum saman!
Og það var enginn vegur : í herberg-
ið fór hún ekki með honum.
Helgi kom aftur eftir nokkra daga —
og enn og í fjórða sinn, en allt kom
fyrir ekki. Gerður talaði við hann, og
var létt í máli og gamansöm, en henni
varð ekki þokað.
Hún hélt svo áfram þeirri venju frá
um vorið að vera mest inni og leggja
stund á handavinnu, enda var það
auðvitað ærið margt, sem hún þurfti
að sauma í búið, — og ekki brá hún
sér í karlmannsbuxur eða á hestbak og
hafði ekki gert frá því hún stóð upp
úr legunni.
Á miðjum slætti kom Helgi enn á
ný. Þá sagði hann:
— Við giftum okkur fyrir leitir.
— Það má vel vera, sagði Gerður.
Svo reið þá Helgi af stað að bjóða í
veizluna. Það átti ekki að verða nein
ómynd á henni. Hann bauð öllum
helztu bændum í tveimur sýslum,
höfðingjunum af Bakkanum og all-
mörgum fyrirmönnum úr Reykjavík —
og svo auðvitað öllu nánasta skyld-
fólki þeirra hjónaefnanna, meðal ann-
ars foreldrum mínum og okkur syst-
kinunum, því að móðir mín og Þórður
á Núpi voru systrabörn. Sandahjónin
og Gerður létu það eftir, að veizlan
yrði haldin á Núpi, því að þar voru
húsakynnin stærri en á Söndum, og
svo var ekki búið að hirða í stærstu
hlöðuna á Núpi, og hún var tjölduð
innan og sett í hana fjalagólf. Þar átti
að stíga dansinn, og var ráðinn
harmonikuleikari frá Reykjavík.
Brúðkaupsdagurinn rann upp. Það
var indælt veður, skýjað loft, en þurrt
og hlýtt og stillilogn. Þau Sandahjónin
fóru snemma morguns niður að Núpi,
því að þau þurftu að hjálpa Þórði og
konu hans með sitthvað viðvíkjandi
undirbúningi veizlunnar og móttöku
gesta. En Gerður kvaðst ekki koma
fyrr en seinna.
Eins og þú sjálfsagt veizt, er Núpur
kirkjustaður, svo að ekki þurfti nú að
ríða til kirkjunnar. Boðsfólkið dreif að
úr öllum áttum, strax upp úr hádegi,
og undireins hófst gleðskapur, því að
ekki var skortur á ölföngum, sterkum
og veikum, beizkum og sætum. Ég
strákurinn, hafði gaman af að ganga
fram og aftur og hlusta á mál manna,
því að margt bar á góma, og ég var í
engum vafa um það, að þetta yrði sá
merkilegasti dagur, sem ég hefði lifað.
Helgi sat í stofu með heldri gestum.