Helgafell - 01.04.1942, Side 49

Helgafell - 01.04.1942, Side 49
SAGAN AF SANDA-GERÐI 85 en þegar komið var að nóni, kom hann út og svipaðist um. Hann var orðinn góðglaður, en ekki meira. Hann mætti einum af vinnumönnum og sagði: — Ríddu fyrir mig á móti henni Gerði og biddu hana nú að spara ekki þann gráa. Svo þaut hann inn til gest- anna. — O, hann mætir henni héma uppi í Grófunum, sagði Hannes á Söndum, sem kominn var út og farinn að skyggnast upp í slakkann, þar sem reiðgatan lá út á milli melanna. — Þeir eru ekki heldur komnir, drengirnir, bætti hann við. — Þau fylgjast, börn- in. Svo leit hann til lofts. — Annars — annars hefði það nú kannske verið eins farsælt fyrir þá Núpverja, að veizl- an hefði staðið á Söndum. Það lædd- ist glott frcim á varirnar á Hannesi, og hann sneri sér við og gekk í bæinn. Reiðhestar voru við höndina, og vinnurriaðurinn geystist úr garði með tvo til reiðar. Hann tók það upp hjá sjálfum sér að hafa hestana tvo. Það leið og beið. Menn urðu hljóðari í tali og gættu upp í slakkann milli mel- anna. Helgi kom út tvisvar, þrisvar sinnum, og auðséð var, að hann spar- aði ekki að drekka höfðingjunum til. Eftir hálfan þriðja tíma kom vinnu- maðurinn. Hestarnir voru löðursveittir. Hann var ekki fyrr kominn af baki en myndazt hafði utan um hann hringur af fólki — þó ekki þröngur. Allt í einu snaraðist Helgi inn í hringinn. Vinnu- maðurinn glotti. Systir hans, snotur stúlka, hafði fyrir ári síðan verið vinnukona á Núpi, en farið þaðan fljótleffa til Reykjavíkur og gifzt þar. — Ég mætti þeim Sanda-bræðrum héma uppi í Grófunum. — Nú, og hvað ? sagði Helgi hvat- lega. — Þeir sögðust ekki hafa séð neitt fararsnið á systur sinni. Það væri sjálf- sagt ekki svo þægilegt að helga sér þá manneskju, svona frekar en henni sýndist. Svo báðu þeir að heilsa mági sínum — tilvonandi. Þeir mundu skreppa út í Rauðmóa og byrja þar veizluna hjá Þormóði. Þeir kynnu svo vel við borðsiðina þar. — Og Gerður þá ? — Hún biður líka að heilsa. Það var steinshljóð nokkur augna- blik. Svo sagði vinnumaðurinn: — Hún var að stíga á bak, þegar ég kom. Það var eins og Helgi ætlaði að lyfta sér til flugs, og hreyfing komst á allan hópinn. — Reiðstu svo á undan henni, mannfjandi ? Vinnumaðurinn kaldglotti: — Maður ríður nú ekki á undan neinum, sem situr á honum Sanda- Grána, ekki ef jafn er viljinn hjá þeim, sem á baki situr, og hjá reiðskjótanum. — Hver djöfullinn er að þér ? — Við áttum enga samleið, ég og hún Gerður. — Hvað segirðu, bölvaður asninn þinn ? — Nei, eins og ég sagði, þá bað hrin mig að skila heilsun. Hún sagðist þurfa inn á afrétt. Sig hefði dreymt það í nótt, að eitthvað væri að folaldinu hennar Flugu, og það væri dýrt hvert hestefnið undan slíkri skepnu. Enginn maður sagði orð, og enginn hreyfði sig. Svo stökk Helgi upp á kálgarðsvegginn og kallaði: — Þá er nú hún Sanda-Gerður frá- skrifuð. Þó að ég vildi láta pússa mig saman við einhverja aðra í kvöld, þá get ég ekki náð í hasti í leyfisbréf, en hér skal aftur boðið til brúðkaups fyrir veturnætur, og nú höldum við trúlof-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.