Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 50

Helgafell - 01.04.1942, Qupperneq 50
86 HELGAFELL unargildi mitt og þeirrar tilvonandi, hver sem hún svo verÖur. Sandahjónin riðu af stað heimleiðis, og varð ekki annað séð á Hannesi en að hann hefði hálft um hálft gaman af því, hvernig þetta hafði snúizt. — Ég læt það svona vera, þetta uppátæki hjá henni Gerði minni, sagði hann og glotti. En á Núpi var haldin veizla, og það er víst um það: Ollum var vel veitt, og þegar leið að miðnætti, reið prófast- urinn af stað, hristi sitt hvíta höfuð, áður en hann sté á bak — og var ærið þungur á brúnina. En hvað skyldi segja ? Þeir voru sumir hátt settir, Reykvíkingarnir, sem þarna sátu að sumbli. Þetta kvöld varð Helgi út úr — í fyrsta sinn á ævinni, svo að menn vissu, en ekki í síðasta. Nú kveikti Einar Höskuldur í píp- unni. — Meira ! sagði ég. Helgi kvæntist um haustið. Það er víst um það. En þar er nú ekki mikið eftir af auðnum — og ekki heldur af manninum. — Og svo Gerður ? — Gerður. Hún var í nokkra daga inni á afrétti. Nú, svo kom hún heim og dvaldi þar áfram, fór aftur að ganga í buxum, sló eins og karlmaður á sumrin og drakk brennivín í réttunum, — nei, það varð ekki á henni séð, að hún þættist neinu hafa fórnað. Þegar móðir hennar dó og bræður hennar tveir tóku við búinu, báðir búnir að ná sér í konu, þá fór hún hingað til Eyja, og hér hefur hún verið síðan. — Drekkur hún ? — Nei, en hún umgengst verstu fylliraftana og er þeirra átrúnaðargoð og stoð og stytta. Hún er stundum sótt, ef allt ætlar að fara í uppnám og lög- reglan ræður ekki við neitt. Þá þarf hún ekki annað en kalla til þeirra verstu: — Svona, svona ! Komið þið nú með mér, börnin mín. En það eru ekki bara vandræða- menn og einstæðingar, sem njóta góðs hjá henni, þó að hún kalli þá eina börnin sín. Allir sjómenn, sem hingað koma, eiga hjá henni meira og minna athvarf. Hún lætur sjá um fötin þeirra, og fyrir marga geymir hún peninga, og þeir einir fá þá eftir vild, sem hún treystir til að fara vel og skynsamlega með þá. — En er hún nokkuð.... ia, er nokkuð svona meira með hana og þessa skjólstæðinga hennar ? Einar Höskuldur hristi höfuðið : — Nei, það segir enginn maður. Nú heyrðum við þrusk og litum til sjómannanna þriggja.Gvendur skrugga var staðinn upp og gekk að afgreiðslu- borðinu. Við heyrðum, að hann sagði við Gerði: — Ég þarf að fá hjá þér peninga. — Hvað mikið ? — Tuttugu og fimm krónur. — Til hvers ætlarðu að brúka þær, barnið gott ? — Æ, bara svona í joll. — Þá er nóg fyrir þig að fá tíu. Þú ert nýbúinn að eyða fimmtíu krónum f
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.