Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 14

Helgafell - 01.05.1942, Qupperneq 14
UMHORF Teresia Guðmundsson: Frelsisstríð Norðmanna Horft um öxl Þegar Þjóðverjar hófu hina miklu sókn sína vestur á bóginn vorið 1940, hugðust þeir ljúka styrjöldinni áður en vetur bæri að garði. Þeirrar trúar munu flestir aðdáendur nazismans hafa ver- ið. Telja má fullvíst, að þá fylgdi þýzka herstjórnin áætlunum og hern- aðaráformum, sem duga áttu til þess að sigra Bretland og Frakkland á skömmum tíma. í Frakklandi gekk allt „samkvæmt áætlun“, og þó jafnvel hraðar en Þjóðverjarnir höfðu búizt við. Innan tveggja mánaða lá franska her- veldið yfirbugað og örmagna fyrir fót- um árásarhersins. Nú myndaði þýzki herinn, er sigrað hafði Frakkland, vinstri arminn í ,,tangarsókn“ gegn Bretlandseyjum, en hægri herarmur í þeirri sókn átti að ná norður og vest- ur um Danmörku, Noreg, ísland og Grænland. Það liggur í augum uppi, hvílíka feikna þýðingu það hefði haft í baráttunni um Bretlandseyjar og yfir- ráðin á Atlantshafi, ef Þjóðverjum hefði auðnazt að fá fótfestu á íslandi og Grænlandi. Og svo virðist sem litlu hafi munað, að tilraun yrði gerð til þessa. Því má ekki gleyma, að Þjóðverj- ar urðu fyrir tveggja mánaða óvæntri töf í sókn sinni á norðurleiðir. Það var í Noregi. Hin friðsama og fámenna norska þjóð hafði orðið að þola margs konar yfirgang og allþungbært tjón, þótt hún reyndi að gæta ýtrasta hlut- leysis í stórveldastyrjöldinni. En er Þjóðverjar réðust í skjóli næturmyrk- urs þann 9. apríl 1940 á Noreg öldung- is að ósekju og óvöru, var þolinmæði þjóðarinnar ofboðið. Hún snerist til varnar gegn árásarmönnunum. Aðeins lítilmótlegasti og fámennasti stjórn- málaflokkur landsins : „Nasjonal Sam- ling“, undir forustu Vidkun Quislings, gekk fjandmönnum föðurlandsins á hönd, og þó langt frá því allur saman. Svo fámennur var flokkur þessi meðal norsku þjóðarinnar, að honum hafði ekki auðnazt að fá nokkurn mann kos- inn við Stórþingskjör þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Einkennum þessara manna er í rauninni bezt lýst með um- mælum, sem höfð eru eftir þýzkum embættismanni: ,,Níutíu og átta af hverjum hundrað Norðmönnum vilja ekkert samneyti hafa við okkur. Við hina tvo hundraðshlutana hefðum við helzt kosið að hafa ekkert samneyti“. 7. júní 1940 var baráttu norska hers- ins gegn þýzka árásarliðinu lokið í bili. Hákon konungur og ráðuneyti hans völdu sér nú aðsetursstað í Englandi. Með stjórninni fóru úr landi margir þeir Norðmenn, sem þátt höfðu tekið í varn- arstríðinu. Þeir voru allir sjálfboðalið- ar í þeirri frelsisbaráttu, sem nú stóð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.