Helgafell - 01.05.1942, Síða 18

Helgafell - 01.05.1942, Síða 18
106 HELGAFELL á sér finna, þrátt fyrir hinar feiknlegu loftárásir á borgir þeirra. Það vakti og mikla gremju, er Terboven tilkynnti 25. september, að Hákon konungur væri settur af ásamt ráðgjöfum sínum, að allir stjórnmálaflokkar nema ,,Na- sjonal Samling“ væru bannaðir, en í stað hinnar löglegu stjórnar hefði verið sett á laggirnar stjórn, skipuð 13 ráð- herrum úr þessum flokki. Varla þarf að taka það fram, að Terboven hafði eftir sem áður öll ráð í sínum höndum. Quisling og flokki hans hefur heldur aldrei verið ætlað annað hlutverk en að vera handbendi þýzku nazistanna. HERNAÐAR- Kjör norsku þjóðarinnar STjÓRN fóru nú hraðversnandi. í ÞJÓÐVERJA stórum stfl fjuttu þjós, verjarnir matvælabirgðir út úr landinu og lögðu á landsmenn þungbæraskatta, sem verja átti til greiðslu á tilkostnaði við „verndina". Blöðin fengu fyrir- skipanir um það, sem birtast skyldi í þeim, og ef blaðamenn óhlýðnuðust, þótt í smáu væri, urðu þeir fyrir margs konar ofsóknum. — Til eflingar hinu þýzka valdaráni í Noregi voru menn úr flokki Quislings skipaðir í ábyrgðar- miklar stöður, enda þótt þeir sjaldnast væru hæfir til þess að gegna slíkum embættum. í stjórnir ýmissa félaga, t. d. íþróttafélaganna, voru settir menn, er aðhylltust hina ,,nýju stefnu". Handtökur án dómsúrskurðar og rétt- arrannsóknar færðust mjög í aukana, og varð þetta, ásamt öðrum brotum hinna nýju stjórnarvalda á lögum lands- ins og alþjóðarétti, til þess, að dómarar Hæstaréttar sáu sér ekki fært að gegna störfum sínum áfram. Þeir sögðu af sér embættum í desembermánuði 1940. FANGEN Af hinum mörgu ofbeld- OG FICHTE isverkum á fyrsta ári her- námsins, sem framin voru gegn norsk- um þegnum, vakti handtaka skáldsins Ronalds Fangens einna mesta athygli og þó ekki sízt tildrög hennar. Fangen, sem er mjög trúhneigður maður, hafði skrifað í tímaritið ,,For Kirke og Kult- ur“ grein, er hann nefndi ,,Um trú- mennsku". Greinin fjallaði um þýzka heimspekinginn Fichte, samtíðarmann Napoleons I. Fangen minntist hinnar djörfu framkomu Fichtes veturinn 1807—'08, þegar Berlín var á valdi herja Napoleons. Þá flutti hann við háskóla borgarinnar hina frægu fyrir- lestra sína ,,Reden an die deutsche Nation" (Ræður til þýzku þjóðarinn- ar). í einni ræðunni réðst Fichte á nokkra þýzka rithöfunda, sem mæltu með nýskipunaráformum Napoleons í álfunni og stofnun stórríkis undir stjórn hans, er hafa átti innan vébanda sinna Prússland og önnur þýzk lönd. Fang- en þýddi á norsku nokkra kafla úr þessari ræðu, og fylgir hér einn þeirra: ,,Ef skapast ætti eins konar heims- veldi með undirokun hinna frjálsu þjóða, þyrfti sá, er legði undir sig heiminn, að ala þjóð sína upp í rán- skap, sem framinn væri vitandi vits og blygðunarlaust. Hann mætti ekki refsa fyrir kúgun, heldur hvetja til að fremja hana. Einnig yrði sú óþokkasæld, sem eðlilega er tengd við slíkt, að hverfa og ránskapurinn að metast sem göfugt merki góðrar skynsemi. Hvar í Evrópu nútímans getur svo ærulausa þjóð, að unnt mundi að þjálfa hana á þann hátt?“ Nei, segir Fichte, þjóð hans skal ekki vinna að stofnun slíks heims- veldis, sem grundvallað mundi á of- beldi. ,,Vér erum sigraðir, en hitt, hvort vér eigum einnig að verða rétti- lega fyrirlitnir, hvort vér eigum að missa æruna auk alls annars, sem vér höfum misst, það mun framtíðin leggja á vald sjálfra vor. Styrjöldin, háð með

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.