Helgafell - 01.05.1942, Síða 21

Helgafell - 01.05.1942, Síða 21
FRELSISSTRÍÐ NORÐMANNA 109 kom á dagskrá, fór svo, að Berggrav, biskup í Osló, var settur frá embaetti, og hinir biskuparnir sögðu þá af sér í mótmælaskyni. Skömmu síðar lagði öll prestastétt landsins, að kalla má, niður embætti sín, en lýsti því yfir, að þeir væru fúsir til þess að sinna áfram prestsverkum í samræmi við sam- vizku sína. Berggrav biskup og nokkr- ir aðrir kennimenn hafa verið teknir fastir. Það er fróðlegt að gefa örlögum þeirra tveggja merkismanna, Berg- gravs og Seips háskólarektors, gaum. Báðir þessir menn höfðu mikla þekk- ingu á þýzkri menningu og virðingu fyrir henni, þó að þeir eðlilega væru nazismanum mótfallnir. Margt í fram- komu þeirra í upphafi stríðsins bend- ir til þess, að þeir hafi talið það æski- legast, að bærileg sambúð mætti verða með þýzka setuliðinu og Norðmönn- um, og virðast þeir hafa gert sér nokkr- ar vonir um, að þetta mætti takast. En þeir urðu fyrir sárum vonbrigðum. Vís- indamaðurinn Seip og kirkjuhöfðing- inn Berggrav hafa báðir orðið að hætta við hlutverk samningamannsins og taka nú á sig hinar þungu byrðar písl- arvættisins, trúir hugsjónum sínum og föðurlandi. Kennarastéttin hefur mætt áformum Quislings með sömu djörfung sem prestarnir. Sögðu kennarar lausum stöðum sínum heldur en að ganga í nazistisk kennarafélög, en buðust jafn- framt til þess að halda áfram kennslu án launa. Aðferðir þær, sem Quisling og húsbóndi hans hafa beitt til þess að kúga kennarana, eru með því villi- mannlegasta, sem gerzt hefur í Noregi á tíma ,,nýskipunarinnar“. Nýlega hafa borizt hingað fyrstu fréttírnar af fjöldahandtökum norskra kennara og flutningi þeirra í þrælkunarvinnu. Virðist öll framkoma leppstjórnarinn- ar í þessum málum vera með þeim hætti, að vart finnast dæmi slíks með- al siðaðra þjóða. HVERS ER í messunni frægu, sem AÐ VÆNTA? fram fór f þrándheims. dómkirkju þann 1. febrúar 1942, þá er söfnuðinum var meinaður aðgangur, fjallaði prédikun Fjellbus dómprófasts um fórnfýsi. Hann minntist þá þeirrar fórnarlundar, sem Björnstjerne Björn- son hugðist finna hjá fylgismönnum Ólafs helga á síðustu herferð hans og lýst er í þessu erindi: Motte dem mange bönder, sammen de stod, hilsede sin drott: Herre, hva kan vi vente, som f^lger? ,,Falle for Kristi ásyn, tape jert gods og alle 1 har kjær“, svarte kongen rolig, red videre. Bpndene váben seg fant, og fulgte. í nærfelt tvö ár hafa Norðmenn bú- ið við harðstjórn og grimmdaræði miskunnarlausra kúgara. Hinar sáru þrengingar þjóðarinnar hafa leitt í ljós, að meðal hennar eru furðu margir gæddir þeirri skapfestu og fórnarlund, sem Björnson greinir frá. Slík dæmi treysta trúna á endurheimt frelsis og veita þjóðinni fyrirheit um bjarta fram- tíð, þá er éli því léttir, sem nú gengur yfir Noreg. 1. maí 1942. TERESIA GUÐMUNDSSON

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.