Helgafell - 01.05.1942, Side 22

Helgafell - 01.05.1942, Side 22
NORDAHL GRIEG: BRÉFIÐ HEIM (Nýárskveðja 1941). Það bréf vort, sem heim var hugað, ber hvorki á sér dag né stað. Það naut hvorki pappírs né penna né pósts til að bera það: Ur haflöðri og himinstormum vér hugsuðum það til lands, og enn þá veit enginn heima, að það var bréfið hans. Hver boðleið rétt er því bönnuð. Hver byggð og fjörður í kví. En hjartað sér veg úr vanda: að vér skilum s j á 1 f i r því. — Vér lendum á nýjársnóttu við Noreg, í birtu af mjöll, og dreifum oss, hundrað hundruð á heimleið, um dali og fjöll. Handtökuskipanir, skyttur, skimandi spæjaraher, allt bíður undirbúið. .. Öséðir göngum vér. — Svo getur það gerzt á stundum, sem Gestapo kemst ekki að . . . Vitorðsmenn hafa mætt oss, en meira en nóg um þ a ð !

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.