Helgafell - 01.05.1942, Page 24
Þeir réðu yfir hag sínum heima.
Það hlutskipti nægði ei þeim,
og því verða þyngstu sporin
hvers Þjóðverja gengin heim
Til stórbýlis vilja þeir stofna.
Að staðfesta á öðrum sitt böl
er lögmál því rangsnúna ríki,
sem reist er á mannlegri kvöl.
Svo láta menn land sinna feðra.
1 lífsrými ágengni og drambs
á mannshjarta ei mold fyrir rætur
og missir þær innan skamms.
Sigurvegarinn verður
vinninga sinna þý.
Þá fyrst, er hann frelsar sig sjálfur,
hann finnur sitt land á ný.
En o s s binda óslitnar rætur
við arf vorn og feðraströnd.
í nótt kemur drótt vor á draumþing,
í dögun með vopn í hönd!
Vér komum — en beizklega í barmi
þess böls munu svíða spor
að kaupa með fólksins fórnum
þá fold, sem var ætíð v o r .
En þegar því helvaldi er hrundið,
sem hélt ekki, og fær ekki, grið,
vér biðjum þig, ættmold og ástjörð,
um afl til að þola — frið.
Er ofríkið lönd hefur látið,
og lýðfrelsið ræður þeim,
skal birtast í bróðerni voru
það bréf, sem komst aldrei heim.