Helgafell - 01.05.1942, Side 33

Helgafell - 01.05.1942, Side 33
SVEINBJÖRN EGILSSON 119 að fornskrúfa málið (eins og þeim hætti við á 18. öld, sem umbætur vildu gera), heldur með því að reyna að nema hreinleik og einfaldleik fornstílsins. Menn skildu, að undirstaða hans var mælt mál þeirra tíma, og á líkan hátt gerðu menn lifandi málið á vörum þjóðarinnar, mál sveitanna, að undir- stöðu óbundinnar ræðu, hreinsuðu það af lýzkum og kækjum, og fáguðu það í líkingu við stíl fornsagnanna. í þessari viðleitni er Sveinbjörn Egils- son meistari; það sem honum tókst ekki nema stundum í kveðskapnum, tókst honum að fullu hér, og áhrifin frá honum eru svo sterk, að hver miðl- ungsmaður í hópi lærisveina hans skrifar einkennilega fallega íslenzku. Þetta kemur Jóni Árnasyni vel að haldi, þegar hann fær gamla skólabræður sína, en lærisveina Sveinbjarnar, til að skrá fyrir sig þjóðsögurnar. Merkastir lærisveina hans eru þó Fjölnismenn, og þarf ekki að fjölyrða um það, hvað þeim verður úr kennslunni. IV. Það má með nokkrum rétti segja, að Sveinbjörn sé í íslenzkum vísind- um ,,amateur“, í beztu merkingu þess orðs, hann er elskhugi íslenzkrar tungu og fræða. En menntun hans var fyrst og fremst klassisk, þ. e. grísk- rómversk. Þegar hann orti vísu á latínu undir mynd af Engelstoft konferenz- ráði, er sagt, að Engelstoft hafi mælt: ,,Annaðhvort er þetta úr Ovidiusi eða Sveinbjörn Egilsson hefur gert það“. Látum nú þetta vera sagt bæði í gamni og alvöru. Möbius sagði um latnesku þýðingu Sveinbjarnar af Fornmanna- sögum, að hún mundi trauðla eða ekki verða yfirstigin. Það var því engin furða, að Sveinbjörn hefði skáldamálsorðabókina með latneskum þýðing- um, og með því að hafa hana á vísindamáli þess tíma gaf hann henni al- þjóðlegt gildi — sem síðari útgáfur þess rits, á dönsku, hafa ekki haft. Ég hef sterkan grun um, að kenningar Winckelmanns um einfaldleik og tign fomlistarinnar hafi haft djúp áhrif á Sveinbjörn Egilsson, enda væri það ekkert einkennilegt, skoðanir hans munu hafa verið drottnandi meðal menntaðra manna norðan Mundíufjalla um það leyti. Hjá Sveinbirni færast vitanlega þessar hugmyndir og þessi smekkur frá myndlistinni til orðlistarinnar og renna þar saman við allt aðra strauma, sem stefndu í líka átt. Og einmitt þar sem allt þetta mætist, verður til glæsilegasta verk Svein- bjarnar, þýðing hans á kvæðum Hómers. Hún sprettur ofboð eðlilega upp úr kennslu hans, er stöðugt endurskoðuð og endurbætt. Hann veit vel, hve ritað mál græðir mikið á upplestri og framsögn, og hann leitar víða hæfra orða. Jón Árnason segir í ævisögu hans, að hann hafi verið vanur að lesa konu sinni á kvöldin úr þessum þýðingum, bæði til að fá álit hennar og ná hjá henni orðatiltækjum, sem betur ættu við. Dóttir skáldsins Benedikts Gröndals yfirdómara kunni hér margt til að leggja. Þýðing Sveinbjarnar hefur á sér orð fyrir að vera í bezta lagi nákvæm,

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.