Helgafell - 01.05.1942, Page 34

Helgafell - 01.05.1942, Page 34
120 HELGAFELL en um það kann sá er þetta ritar ekki að dæma, En um hitt þarf engar sögusagnir, að á henni er einhver fegursta íslenzka, sem nokkurn tíma hefur verið rituð. Ég veit ekki, hverju á helzt að hrósa: orðauÖi eða einfaldleik eða tign, máliÖ er, svo að talað sé í refhvörfum, í senn ungt og ósnortiÖ og þó gam- alt og fágað. Fanga er leitaS í allar áttir, til alþýÖumáls og fornmáls, til að finna rétta orÖiÖ á hverjum staS, og þó hefur allt samfelldan blæ og ósvikulan yndisþokka. ÞaS eitt er ókunnuglegt, hve mikiÖ kveður að greini og lýs- ingarorðum, en það er eÖlilegt, þar sem skáldskap er snúið í óbundna ræðu. En nokkuÖ af skáldskaparblænum helzt. 1 síÖasta hefti þessa tímarits var lítils háttar samanburður á Hómers- þýðingu Sveinbjarnar og annari nýlegri. Ég hef engu við að bæta það sem þar var sagt. V. Sveinbjörn Egilsson er ekkert höfuðskáld, en hann er þó vel skáldmælt- ur. Skáldskapur hans er merkilegur á marga lund, meðal annars fyrir það, að þar getur að líta listræna viSleitni og baráttu þessa tíma, sem bar fullan árangur hjá Sveinbirni á sviði óbundinnar ræSu, en fyrst hjá lærisveini hans Jónasi Hallgrímssyni á sviði kveðskaparins. En Sveinbjörn er hér eins og í öðru fóstri þeirra skálda, sem á eftir koma. Hér getur að líta hreins- un, endurfræðingu stílsins, sem er eitt aðalatriði viðreisnarinnar. Sveinbjörn hefur miklar mætur á rímnaháttum alþýðunnar, og hann berst við að sigrast á öllu dýru hnoði. Og hann kveður vísu eins og þessa — það er morgunn, og hann er að bíða eftir að birti (Sveinbjörn fór á fætur klukkan 5) : Hugurinn líður hér og þar, hvikull eftir vanda; ég er að bíða birtunnar, búinn upp að standa. Hann glímir við útlendan lýriskan kveðskap, sem var í hávegum hafður á heimili hans, einkum söngvar. ÞýSingin átti að vera eins blæhrein og með sömu skapbrigðum og á frummálinu. Hann kann EddukvæSin og yrkir í þeirra stíl; það er ekki stæling, hann hefur gert þau að eign sinni. Fóstursynir hans vita ekki, hvaðan þeim er það komið, að þeir gera þetta allt fyrirhafnarlaust. ÞaS er hægara fyrir þá að leika sér að ljóðahætti, þegar þeir hafa í veganesti vísur á borð viS þessa: Þoka er í dölum, dögg á grasi, vestanblœr í viði; mjúkt sá andar, unz máttfarinn deyr í dimmri nótt.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.