Helgafell - 01.05.1942, Síða 40

Helgafell - 01.05.1942, Síða 40
126 HELGAFELL laus, og var í knéháum vaðstígvélum. Fasi hans og látbragði var vel stillt í hóf. Gamla konan fór þegar fram til þess að sjá aðkomumanninum fyrir beina, en bóndi hélt uppi samræðum. Honum var mikið í mun að fræðast eitthvað um gestinn, en sá hinn sami var allt annað en opinskár. Hann svar- aði kurteislega málrætni húsráðanda, en oftast í spurnarformi. Það var ætlan hans að vistráða sig þarna í sveitinni, ef hægt væri. Honum var sýnt um sveitavinnu og reyndar allskonar störf. Hvort bóndi vissi til þess, að hjú vant- aði á nokkurt heimili þar í sóknum ? ,,Hvers vegna kemurðu hingað í at- vinnuleit ? Ekki muntu þó vera ættað- ur héðan ?“ ,,Hver er nú atkvæðamesti bóndinn hér um slóðir?“ spurði gesturinn. Því var fljótsvarað: Oddur á Fossi, Bárðarson, var sá, er bezt bjó og lét mest til sín taka. ,,Og hann missti ein- mitt fjármanninn sinn núna nýverið. Ég veit ekki til, að hann sé búinn að fá neinn í staðinn, svo ef þér er lagin fjár- hirðing, þá ættirðu að leita til hans.“ ,,Oddur, segirðu, Bárðarson ? Bjó faðir hans einnig á Fossi ?“ ,,Ónei, hann laut nú skörinni lægra, maðurinn sá ! Þetta var skáld, sem þeir kalla, og hálfgert gauðarmenni. Að minnsta kosti þótti hann enginn nefnd- armaður á þeim árum, en nú trúi ég, að farið sé að hossa honum hátt og prenta eftir hann fyrir norðan. Ég las nýlega blað, þar sem hann var kallaður þjóð- skáld og landsins sómi. Við urðum nú einna minnst varir við það, sveitung- arnir hans, að hann yki nokkuð á sóma héraðsins, hvað þá landsins !“ Gesturinn hló stuttaralega og mælti: ,,Lítið er, ef eykur ekki, sagði marfló- « • jn. Bóndi hváði og varð hvumsa við, því svipur gestsins var þannig, að hann fékk óljósan grun um, að maðurinn væri ekki allur þar, sem hann var séð- ur. En í þessu bili var borinn inn mat- ur, flatkökur og smjör, blóðmör, svið og lundabaggi, enn fremur skyrhær- ingur og mjólk í könnu. ,,Mér þykir verst, að þetta er ekki bjóðandi gestum, sízt utansveitar- manni,“ sagði gamla konan. En ókunni maðurinn leit á hana mildum augum, eins og hún væri móð- ir hans, og svaraði því til, að betri krásir gæti hún ekki boðið sér. ,,Mig hefur langað í svona mat árum sam- • • an. Þó gerði hann fæðunni lítil skil, og það var ekki trútt um, að gamla konan fyrtist; hún hélt, að hann væri að gera gys að sér og því, sem hún bar á borð. ,,Jæja,“ sagði húsráðandi. ,,Er þér nýnæmi á sveitamat ? Hvar hefurðu alið manninn ?“ ,,Það var sjaldan skammtað slátur þar, sem ég var,“ anzaði gesturinn og brosti við. Að máltíð lokinni stóð hann upp og bjóst til ferðar. Heimilisfólkið ætlaði naumast að trúa sínum eigin augum: Var maðurinn eitthvað afsinna ? Það var komið fram undir háttatíma og langt til næsta bæjar! Húsbóndinn maldaði í móinn: ,,Við erum ekki vön að úthýsa neinum, og einhvers staðar er hægt að hola þér niður, ef þú getur gert þér að góðu fletið ?“ ,,Ég ætla heldur að paufast upp að Fossi,“ sagði ókunni maðurinn. ,,Von- andi næ ég háttunum þar.“ Bóndi taldi öll tormerki á því: ,,Þetta er lengra en það sýnist, og held- ur á fótinn, þó gangfærið sé viðunan- legt. Nú, og liggur þér nokkuð á ? Ekki ræður hann sér sauðamann í

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.