Helgafell - 01.05.1942, Side 42

Helgafell - 01.05.1942, Side 42
128 HELGAFELL að slá hendi við því,“ sagði hann blátt áfram. Skemman var lítil, en búsældarleg lykt í henni af kornvöru, harðfiski og hákarli. Bóndi bauð gestinum sæti á kistu einni; síðan seildist hann upp á loftfjalir og tók ofan kút, nokkuð stór- an, og tvö staup. Brennivínsilminn lagði um húskytruna þegar hann tók úr tappann og renndi á. Þeir tæmdu fyrsta staupið þegjandi og smökkuðu á því næsta. Dyrnar stóðu opnar, og það var sæmilega bjart, fyrir utan stirndi á hvíta frera. Þegar lítil stund var liðin, hóf bóndi máls á ný: ,,Já, það var hann Oddur karlinn. Þér er kannski kunnugt um það, hvernig hann er tilkominn, — að hann er lausaleiksbarn ?“ ,,Er hann sonarsonur Hávarðar ?“ spurði gesturinn sakleysislega. ,,Ónei, sonurinn varð nú ekki gam- all. Þetta var hálfgerður aumingi, drykkjuræfill, og fórst voveiflega. En Hávarður gamli átti dóttur líka, og þó að hún kembdi ekki hærurnar heldur, þá eignaðist hún þennan dreng, og með Bárði skálda ! Ja, þá gekk nú eitt- hvað á! — Þekkirðu nokkuð til þeirra mála ?“ ,,Þú þarft ekki að segja mér þetta fremur en þú vilt,“ sagði ókunni mað- urinn ósköp rólega. ,,Nú, það er svo sem ekkert leynd- armál! Bárður þessi bjó í Lóni, sem er rytjukot hérna í mýrunum upp með Fossá. Þetta var auðnuleysingi, eins og skáldin flest, og mesti klækjahundur. Sjálfur hélt hann, að hann væri krafta- skáld, og því var trúað af sumum. Það risu snemma úfar með honum og Há- varði heitnum. Fossbóndinn var nú ekkert barnameðfæri, en Bárður var að bera sig að storka honum eitthvað, og mannlýjan var níðskældin fram úr hófi. Karlinn ýfðist við það og reyndi með öllu móti að flæma hann burtu úr sveitinni. Það var meira að segja sagt, að hann hefði sett einn nágranna hans til höfuðs honum. Samt tókst honum nú ekki að reka mannræfilinn af kot- inu, og nágranninn mun hafa guggnað, þegar á átti að herða. En Bárður hefndi sín á Hávarði með því að klikka dóttur hans. Ég býst nú svo sem við, að stelp- an hafi verið tilleiðanleg, því þetta var gála, en þótti augnafögur. Og stór var hún í skapinu, eins og allt það Foss- slengi. Hún var alin upp í taumlausu eftirlæti og aldrei að henni blakað; en þegar karlinn komst að þessu, þá varð honum að segja við hana nokkur mein- ingarorð, eins og gefur að skilja. Ekki er þess getið, að hún hafi svarað neinu, en hún fór samdægurs í burtu af bæn- um og kom aldrei heim aftur. Hún settist að hjá hjáleigubóndanum, rétt fyrir neðan túnið á Fossi, og þar fæddi hún Odd. Hávarður vildi gera gott úr öllu, að sögn, fá hana heim og ala upp strákinn, ef hún aðeins segði skilið við skálda fyrir fullt og allt. En hvort held- ur hann hótaði eða bað, þá kom það

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.