Helgafell - 01.05.1942, Síða 45

Helgafell - 01.05.1942, Síða 45
NÁTTTRÖLLIÐ GLOTTIR 131 enn. Ég tók eftir því, að hún leit á unnustann, rétt sem snöggvast, og það tillit hefði ég ekki viljað fá frá stúlku, lagsi. Gamli Tóttafaktorinn sá það líka, og hann glotti. Uppboðshaldarinn var brosleitur, þegar hann var búinn að telja dalina. — ,,Ég óska þér til hamingju, stór- bóndi!“ sagði hann dálítið illkvittnis- lega. Oddur anzaði því engu ; hann var að láta afganginn af dölunum í skinn- sálina, því að það var afgangur, og þegar hann var búinn að því, þá rétti hann úr sér og leit á okkur hina. Nú, flestir, sem þarna voru, höfðu ein- hvern tíma gert gys að honum og sprok- sett hann, þegar hann var niðursetn- ingur, en enginn hafði verið honum eins bölvaður og oflátungurinn hann Finnbjörn. Það sást á svipnum, að hann var ekki búinn að gleyma neinu, því hann glotti eitthvað svo helvíti harðhnjóskulega. En svo varð honum litið á Rannveigu Eldjárnsdóttur. Þau horfðu hvort á annað eins og þau hefðu aldrei sézt fyrri. Ári síðar voru þau gift! Finnbjörn greyið leið hæðilegan af- drátt í þeim viðskiptum; Oddur hremmdi kotið og konuna, og það var engu líkara en að hann hefði misst allan kjark í tilbót, því hann varð aldrei að manni. Og undarlegt er nú þetta! Að það skyldi eiga að liggja fyrir lausaleikskróganum hans Bárðar skálda að verða sveitarhöfðingi og sitja á Fossi!“ Þeir tæmdu staupin og renndu á þau aftur. Ókunni maðurinn var hugsi. ,,Er þér í nöp við skáldin?“ spurði hann allt í einu. ,,Ha ? Nei, auðvitað ekki! Mér þyk- ir vænt um skáldin okkar, eins og öll- um almennilegum mönnum, og ég á þó nokkra rímnaflokka, bæði prentaða og skrifaða. En því miður eru nú gömlu snillingarnir okkar allir dauðir fyrir löngu, og tómir leirhnoðarar komnir í staðinn. Ja, mikill er sá mun- ur, drottinn minn, á skáldunum í fyrri daga og þessum nýtízku borubullur- um, eins og til dæmis honum Bárði í Lóni!“ ,,Ég hef nú samt lesið það einhvers staðar á prenti, að Bárður þessi sé tal- inn með beztu skáldum landsins“, sagði ókunni maðurinn. ,,Séð hef ég það líka. En það geta ekki verið menn með fullu viti, sem halda því fram. Og seint held ég, að við hérna í Fosshreppnum viðurkenn- um hann sem stórskáld !“ ,,Þótti ykkur mjög vænt um Hávarð á Fossi ?“ ,,Ekki get ég nú sagt það ! Þetta var bölvuð blóðsuga, sem kúgaði allt und- ir sig og auðgaðist á svitadropum fá- tæklinganna!“ „Langaði ykkur aldrei til að klekkja á honum og lækka í honum rostann ?“ ,,Jú, það segi ég satt, að oft fann ég til glímuskjálfta, þegar ég hugsaði til hans á yngri árum!“ ,,En skáldið í Lóni var sá eini, sem þorði að bjóða honum byrginn ?“ ,,Já, það gat hann, nítt og nagað sér meiri menn, húsgangsræfillinn sá arna !“ ,,Þið hafið þá tekið upp þykkjuna fyrir Hávarð ?“ „Þykkjuna, ha ?“ Bóndi leit vand- ræðalega á gestinn, og það fór aftur um hann ónotageigur. ,,Nú,“ sagði hann hikandi, , .Hávarður heitinn var stór- menni, en Bárður aumastur allra, þó að hann væri fullur af hroka og steyt- ingi. Og manni finnst, að vesalar skáldskjátur ættu ekki að vera að standa uppi í hárinu á mætismönn- 1“ um !

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.