Helgafell - 01.05.1942, Page 56
142
helgafell
vera nein aðalpersóna í þeirri íslandskvikmynd,
sem hann hefur leikið í nú um rúmlega sextíu
ára skeið, aðalpersóna, sem hlyti að finnast hún
hafa skapað allverulegan hluta af veröldinni og
virðast það svo bráðnauðsynlegt, að sýna okkur
á henni sín sérstæðu fingraför. Theódór hefur
verið og fundið sig vera einn meðal hinna
skrúðlausu — áður vaðmáls- eða nankinsbúnu,
en nú samfestingsklæddu þúsunda á sviðinu, og
í rauninni hefur hann ekki liðið við þetta hlut-
verk, heldur þrátt fyrir allt notið þess, notið
þess, að finna blóðið streyma um æðarnar mis-
jafnlega hratt eftir hreyfingum hans sjálfs eða
utanaðkomandi áhrifum, notið harma og erfiðis,
engu síður en skammvinnrar og fátæklegrar vel-
gengni, notið að skynja iðandi líf atburðanna,
breytileik umhverfisins og mismunandi svip-
brigði, málhreim og tjáningu meðleikenda sinna
— notið þess beinlínis að vera til á sviðinu í
blíðu og stríðu, oftast í stríðu, séð frá almennu
sjónarmiði. Sumir munu verða talsvert hissa á
því, þegar þeir lesa þessa ævisögu, hve lítið
verður vart við sársauka í sambandi við hina
ömurlegu aðstöðu höfundarins til ritstarfa. En
mér virðist liggja nærri að álykta í sögulok, að
Theódór hafi notið í svo ríkulegum mæli hinna
ýmsu fyrirbrigða og viðhorfa lífsins, að honum
hafi í rauninni veitzt í þeirri nautn uppbót alls,
sem hann hefur farið á mis. Og sannarlega læð-
ist hún að manni, við lestur þessarar ævisögu,
sú þráláta, en af mörgum illa séða hugsun, að
tilgangs lífsins sé ærið oft leitað langt yfir
skammt. Er ekki sjálf lífsfyllingin allveigamikill
tilgangur?
Menn deila um það og hafa deilt, hvað geti
með réttu borið heitið bókmenntir. Og það er
nógu gaman, að varpa þeirri spurningu til þeirra,
sem á hinum bókmenntalega vettvangi veifa sem
mælikvarða hári úr tagli Pegasusar eða einkenn-
isræmum af stríðskápum pólitískra, lífsspekilegra
eða trúarlegra hundraðshöfðingja, hvort þessi
ævisaga Theódórs geti talizt til bókmennta. Ég
fyrir mitt leyti svara þeirri spurningu hiklaust
játandi. Með því einu, að blása anda sinnar
djúpu og innilegu lífsnautnar í hversdagsleg at-
vik, framsett í hversdagslegri röð, hefur Theódór
að mínum dórrii tekizt að skapa bókmenntir.
Honum hefur tekizt að láta alla þá lesendur
sína, sem ekki eru úr einhverjum sérlega ,,skrítn-
um steini“, skynja það sama og hann hefur
skynjað og á sama hátt. Og er þetta ekki einmitt
takmark allra rithöfunda, hverjar aðferðir og
hvert form sem þeir velja sér — og hvernig sem
þeim svo lánast að ná takmarkinu? —
En eftir á að hyggja: Ég hef ekkert fundið
að þessari ævisögu Theódórs. Nei, þarna er
annað hvort af eða á. Sá, sem ekki nýtur þess
lifandi forms eða formleysis, sem einkennir sög-
una frá upphafi til enda, hann fær enga bót
sinnar vöntunar, þó að hann lesi aðfinningar frá
mér eða öðrum. Hinn, sem fær notið þessarar
sögu, þrátt fyrir hversdagsleik, málalengingar og
mjög svo takmarkaða notkun höfundar á öllu
því, er talizt geti til listtækni, mun ekki finna
hjá sér neina þörf fyrir greinargerð vankantanna,
heldur miklu frekar spyrja sjálfan sig: Hver er
í rauninni orsök þess, að mér finnst þessi bók
skemmtileg og jafnvel merkileg? — Og það er
sú spurning, sem ég hef leitazt við að svara.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
Sjö töframenn — og einn til
Halldór Kiljan Laxness: SJÖ TÖFRA-
MENN. Þættir. Heimskringla h. f. —
Reykjavík 1942. Verð skinnb. kr. 28.00.
Um svipað leyti og Halldór Kiljan Laxness
er að ná fertugsaldri, því aldurskeiði, sem flest-
um höfundum reynist vænlegast til afkasta,
sendir hann frá sér tuttugustu og fyrstu bók
sína, og eru þá ekki talin með þau rit, sem
hann hefur þýtt eða gefið út. Væri vissulega
ástæða til þess, að tímarit, sem telur sig bók-
menntalegs eðlis, freistaði að gera nokkra grein
fyrir rithöfundarferli H. K. L, við svo merkileg
tímamót, en þó þess sé ekki kostur að sinni,
væri ef til vill ekki til of mikils mælzt við þá
menn, sem telja sér sérstaklega skylt að vernda
þjóð sína fyrir honum, að þeir, í fullri ein-
lægni og svo lítið beri á, reyni að gera sér ljóst,
hvernig umhorfs væri á sviði íslenzkrar skáld-
sagnagerðar, ef afreka hans gætti þar hvergi.
Þessa síðustu bók sína, Sjö töjramenn, kallar
höfundurinn öðru nafni þætti, og má það raun-
ar til sanns vegar færa, þó hver þeirra sé að vísu
sérstæð heild. Eru sumir þessara þátta ýmist
ævintýralegar dulsagnir austan úr löndum, mjög
fjarrænar að málfari og blæ, (Fundin Indialönd,
Tcmúdjín snýr heim), eða skemmtilegar frá-
sagnir af óvenjulegum mönnum, sem höfundur-
inn hefur haft kynni af, (Völuspá á hebresJ^u).
Aðrir þættirnir eru að formi og gerð hreinrækt-
aðar smásögur, (Napóleon Bonaparti, Fyrir-
burður í djúpinu), og enn eru aðrir, sem ýmist
liggja á takmörkum frásagnar og sögu, (Þórður
gamli halti, Osigur ítalska lojtflotans x Reyhja-