Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Hagnaður Landsbankans eftir skatta nemur 11,9 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaðurinn á fyrrihluta síðasta árs var 24,4 millj- arðar og skýrist munurinn fyrst og fremst af gjaldfærslu í rekstri bank- ans vegna endurmats á eignum Spkef, samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum. Arðsemi eigin fjár á fyrri hluta árs 2012 var 11,5% en mældist tæplega 25% á sama tíma fyrir ári. Eiginfjár- hlutfall (CAD) Landsbankans er nú 23,3% en var 22,4% fyrir ári. Meginbreytingar á efnahag Landsbankans eru tvenns konar; annars vegar er það sala á 75% hlut í dótturfélaginu Regin hf. sem skilaði Landsbankanum um 1.650 milljón- um króna í hagnað. Þá lækka skuldir tengdar eignum til sölu um 8,4 millj- arða króna. Hins vegar veldur mikilli breyt- ingu á efnahag það samkomulag sem Landsbankinn hf. og Landsbanki Ís- lands hf. (LBI) náðu, um að Lands- bankinn fyrirframgreiði fjórðung af höfuðstól svokallaðra A-skuldabréfa sem gefin voru út árið 2010. Fyrir- framgreiðslan var að jafnvirði rúm- lega 73 milljarða króna í evrum, doll- urum og pundum. SpKef hefur neikvæð áhrif á afkomu Landsbankans Morgunblaðið/Kristinn Landsbankinn Endurmat á eignum SpKef skýrir minni hagnað. N1 hagnaðist um 624 milljónir á fyrri hluta ársins. Tekjur félagsins hafa aukist það sem af er ári, en ástæðan er hærra olíuverð og hækkun opin- berra gjalda á eldsneyti. Rekstrartekjur N1 hf. á öðrum ársfjórðungi 2012 voru 16.307 mkr., samanborið við 14.687 mkr. á sama tímabili í fyrra og jukust því rekstr- artekjur félagsins á fyrrihluta ársins um rúma 1,6 milljarða króna, borið saman við fyrrihluta ársins í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta, (EBITDA) var 692 mkr., samanborið við 726 mkr. á sama tímabili 2011 og dregst því saman á milli tímabila um 34 milljónir króna. Hagnaður tíma- bilsins var 292 mkr., en á sama tíma- bili árið áður var hann 5.340 mkr. í heild, þar af 4.822 mkr. vegna fjár- hagslegrar endurskipulagningar ár- ið 2011. Tekjurnar tæpir 28 milljarðar Rekstrartekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins námu 28.727 mkr. samanborið við 24.567 mkr. á sama tíma árið áður. EBITDA var 1.266 mkr. samanborið við 964 mkr. árið áður. Fjármagnsliðir voru nei- kvæðir um 142 mkr. á tímabilinu, en voru jákvæðir um 210 mkr. á fyrstu 6 mánuðum ársins 2011. Hagnaður tímabilsins nam 624 mkr. á móti 5.466 mkr. árið áður, þar af 4.822 mkr. vegna fjárhagslegrar endur- skipulagningar árið 2011. Bókfært verð eigna félagsins 30. júní 2012 nam 30.621 mkr. saman- borið við 26.327 mkr. 31. desember 2011. Eigið fé var 13.946 mkr., en var 13.323 mkr. um áramót. Eiginfjár- hlutfall var 45,5%. Í lok júní 2012 námu heildarskuldir og skuldbind- ingar 16.675 mkr. Hagnaður N1 á fyrri hluta ársins nam 624 milljónum N1 Hagnaður dregst verulega sam- an á fyrri hluta ársins 2012. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, desert kökur, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? VERÐI LJÓS Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Ljóskastari 2.295 Í ÚT ILEG UN A! Gemstone LED ljós 1.290 ZB2105 LED ljós með hleðslurafhlöðu 2.995 Kapalkefli Wis- SCR2-30 30 metrar 4.690 SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár 5.995 f/rafhlöður gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.