Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Hagnaður Landsbankans eftir skatta nemur 11,9 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaðurinn á fyrrihluta síðasta árs var 24,4 millj- arðar og skýrist munurinn fyrst og fremst af gjaldfærslu í rekstri bank- ans vegna endurmats á eignum Spkef, samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum. Arðsemi eigin fjár á fyrri hluta árs 2012 var 11,5% en mældist tæplega 25% á sama tíma fyrir ári. Eiginfjár- hlutfall (CAD) Landsbankans er nú 23,3% en var 22,4% fyrir ári. Meginbreytingar á efnahag Landsbankans eru tvenns konar; annars vegar er það sala á 75% hlut í dótturfélaginu Regin hf. sem skilaði Landsbankanum um 1.650 milljón- um króna í hagnað. Þá lækka skuldir tengdar eignum til sölu um 8,4 millj- arða króna. Hins vegar veldur mikilli breyt- ingu á efnahag það samkomulag sem Landsbankinn hf. og Landsbanki Ís- lands hf. (LBI) náðu, um að Lands- bankinn fyrirframgreiði fjórðung af höfuðstól svokallaðra A-skuldabréfa sem gefin voru út árið 2010. Fyrir- framgreiðslan var að jafnvirði rúm- lega 73 milljarða króna í evrum, doll- urum og pundum. SpKef hefur neikvæð áhrif á afkomu Landsbankans Morgunblaðið/Kristinn Landsbankinn Endurmat á eignum SpKef skýrir minni hagnað. N1 hagnaðist um 624 milljónir á fyrri hluta ársins. Tekjur félagsins hafa aukist það sem af er ári, en ástæðan er hærra olíuverð og hækkun opin- berra gjalda á eldsneyti. Rekstrartekjur N1 hf. á öðrum ársfjórðungi 2012 voru 16.307 mkr., samanborið við 14.687 mkr. á sama tímabili í fyrra og jukust því rekstr- artekjur félagsins á fyrrihluta ársins um rúma 1,6 milljarða króna, borið saman við fyrrihluta ársins í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta, (EBITDA) var 692 mkr., samanborið við 726 mkr. á sama tímabili 2011 og dregst því saman á milli tímabila um 34 milljónir króna. Hagnaður tíma- bilsins var 292 mkr., en á sama tíma- bili árið áður var hann 5.340 mkr. í heild, þar af 4.822 mkr. vegna fjár- hagslegrar endurskipulagningar ár- ið 2011. Tekjurnar tæpir 28 milljarðar Rekstrartekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins námu 28.727 mkr. samanborið við 24.567 mkr. á sama tíma árið áður. EBITDA var 1.266 mkr. samanborið við 964 mkr. árið áður. Fjármagnsliðir voru nei- kvæðir um 142 mkr. á tímabilinu, en voru jákvæðir um 210 mkr. á fyrstu 6 mánuðum ársins 2011. Hagnaður tímabilsins nam 624 mkr. á móti 5.466 mkr. árið áður, þar af 4.822 mkr. vegna fjárhagslegrar endur- skipulagningar árið 2011. Bókfært verð eigna félagsins 30. júní 2012 nam 30.621 mkr. saman- borið við 26.327 mkr. 31. desember 2011. Eigið fé var 13.946 mkr., en var 13.323 mkr. um áramót. Eiginfjár- hlutfall var 45,5%. Í lok júní 2012 námu heildarskuldir og skuldbind- ingar 16.675 mkr. Hagnaður N1 á fyrri hluta ársins nam 624 milljónum N1 Hagnaður dregst verulega sam- an á fyrri hluta ársins 2012. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, desert kökur, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? VERÐI LJÓS Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Ljóskastari 2.295 Í ÚT ILEG UN A! Gemstone LED ljós 1.290 ZB2105 LED ljós með hleðslurafhlöðu 2.995 Kapalkefli Wis- SCR2-30 30 metrar 4.690 SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár 5.995 f/rafhlöður gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.