Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 28
SVIÐSLJÓS Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mitt Romney, forsetaefni repúblik- ana í Bandaríkjunum, sýndi á sér nýjar hliðar í ræðu sinni á flokks- þinginu í fyrrinótt og leitaðist við að sýna hvaða mann hann hefur að geyma eftir að hafa verið gagnrýnd- ur fyrir að vera stífur, vandræða- legur í framgöngu og úr tengslum við almenning. Þegar Bandaríkjamenn velja á milli frambjóðenda stóru flokkanna í forsetakosningum skiptir oft miklu máli hvorn þeirra þeir telja við- kunnanlegri, einkum þegar barátt- an er mjög tvísýn eins og í kosning- unum árið 2000 þegar George W. Bush bar sigurorð af Al Gore. Mörgum kjósendum þótti Bush miklu viðkunnanlegri en Gore og síðustu kannanir fyrir flokksþingið bentu til þess að Romney ætti við svipaðan ímyndarvanda að etja og Gore. Í könnun Washington Post sögðust 40% hafa jákvæð viðhorf til Romneys og 51% neikvæð. Ekkert forsetaefni repúblikana hefur komið svo illa út í slíkum vinsældamæl- ingum í aðdraganda flokksþings frá árinu 1984. Mun fleiri, eða 50%, höfðu jákvæð viðhorf til Baracks Obama forseta og 47% neikvæð. „Þið þurfið að vita meira um mig,“ viðurkenndi Romney og talaði m.a. um „skilyrðislausa ást“ fjöl- skyldu sinnar og 64 ára ástríkt hjónaband móður sinnar og föður, fyrrverandi ríkisstjóra Michigan. „Á hverjum degi gaf pabbi mömmu rós sem hann lagði á borðið við rúmið hennar. Þannig komst hún að því hvað gerðist daginn sem hann dó. Hún fór að leita að honum vegna þess að þennan morgun var engin rós.“ Þetta er einnig fyrsta ræða Rom- neys í kosningabaráttunni þar sem hann talar um mormónatrú sína. Vilja bjarga hjónabandinu Stjórnmálaskýrendur í Banda- ríkjunum telja að eitt af meginverk- efnum Romneys fyrir kosningarnar verði að vinna á sitt band óflokks- bundna kjósendur sem hafa orðið fyrir vonbrigðum með Obama en eru tregir til að snúa baki við hon- um einfaldlega vegna þess að þeim er enn vel við hann. Mark McKinnon, sem var póli- tískur ráðgjafi Bush, líkir sambandi Obama og kjósenda við „slæmt hjónaband“. „Það verður erfitt að rjúfa tilfinningatengslin sem margir kjósendur hafa við Obama, jafnvel þótt þeir hafi orðið fyrir vonbrigð- um. Þetta kann að vera slæmt hjónaband, en þeir vilja samt bjarga því,“ hefur The New York Times eftir McKinnon. Blaðið segir að ráðgjafar Rom- neys viðurkenni að vandasamt verði að sannfæra kjósendurna um að Obama verðskuldi ekki annað tæki- færi. Gangi repúblikanar of hart fram í gagnrýni sinni á Obama eigi þeir á hættu að kjósendur fari í varnarstöðu, ekki aðeins til að verja forsetann heldur einnig val sitt fyrir fjórum árum. Charles Franklin, prófessor í stjórnmálafræði við Wisconsin-há- skóla, er efins um að Romney hafi tekist að fá marga kjósendur á sitt band. „Það er til mikils mælst að ætlast til þess að frambjóðandi geti breytt ímynd sinni algerlega á einu flokksþingi, einkum eftir langa bar- áttu í forkosningum fyrir flokks- þingið og einnig í forkosningunum fyrir fjórum árum, eins og í tilviki Romneys,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Franklin. AFP Fjölskyldumaðurinn Mitt Romney með eiginkonu sinni og fjölskyldu þeirra eftir ræðu hans á flokksþinginu. Romney opnar sig  Vill fá vonsvikna kjósendur til að segja skilið við Obama  Eins og slæmt hjónaband en vilja kjósendurnir bjarga því? Boðar milljónir starfa » Romney hét því að fjölga störfum um tólf milljónir, gera Bandaríkin sjálfum sér nóg í orkuframleiðslu á átta árum og undirrita nýja viðskiptasamn- inga við önnur lönd. » Romney lofaði að bæta hag bandarískra smáfyrirtækja til að auka hagvöxt með því að lækka skatta. „Ólíkt Obama forseta ætla ég ekki að hækka skatta á millistéttina.“ 28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar ÞRÍR FRAKKAR Café & Restaurant Ferskur léttsteiktur bláugga- túnfiskur m/soya-smjörsósu og wasabi-kartöflumús Leikarinn Clint Eastwood vakti mikla athygli á flokksþinginu með tólf mínútna ræðu sem mörgum þótti furðuleg, sumum fáránleg. Leikarinn talaði við auðan stól og þóttist vera að ræða við Barack Obama forseta. Mikil umræða hófst strax á sam- skiptavefjum á netinu um þennan óvænta einleik Eastwoods sem er orðinn 82 ára gamall. Margir repú- blikanar hrifust af honum en demó- kratar sögðu að leikarinn hefði aug- ljóslega „tapað glórunni“. Eintal leikarans við forsetann var stundum sundurlaust og sumum þótti Eastwood vera of klúr. „Hvað viltu að ég segi, Romney? Ég get ekki sagt honum að gera það. Hann getur ekki gert það við sjálfan sig. Þú ert algerlega brjálaður!“ sagði Eastwood. Framlag leikarans mæltist vel fyrir meðal þúsunda repúblikana sem sóttu flokksþingið. „Það gengur ekki að dæma goðsagnapersónu eins og Eastwood með því að skoða hann með venjulegum pólitískum linsum,“ sagði talsmaður Romneys. „Spuni hans var hvíld frá öllum pólitísku ræðunum og hann hreif fólkið í saln- um.“ Eastwood kvaðst hafa hrifist af loforðum Obama um að færa Banda- ríkjunum „von og breytingu“ en orð- ið fyrir vonbrigðum með vanefndir hans. „Þegar menn standa sig ekki í vinnunni þarf maður að láta þá fara,“ sagði Eastwood og strauk vísi- fingri um hálsinn. Talaði við auðan stól AFP Í ræðupúltinu Ímyndað samtal Clints Eastwood við Obama forseta. Ræða Pauls Ryans, varaforsetaefnis repúblikana, á flokksþinginu í Tampa í Flórída þótti kröftug og mæltist vel fyrir meðal repúblikana. Bandarískir fjölmiðlar hafa hins vegar gagnrýnt hann fyrir að fara ekki rétt með staðreyndir. Ryan gagnrýndi Barack Obama forseta fyrir að skerða fjárframlög ríkisins til Medicare, sjúkratrygg- inga fyrir 65 ára og eldri, um 716 milljarða dollara. Vefsetrið fact- check.org, sem sannreynir fullyrð- ingar stjórnmálamanna, segir hins vegar að Obama hafi ekki skert framlögin til Medicare, heldur dreg- ið úr vexti framlaga til trygging- anna. Factcheck.org er á vegum rannsóknastofnunarinnar The Ann- enberg Public Policy Center við Pennsilvaníu-háskóla í Bandaríkj- unum. Ryan er formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og í ræðunni lét hann hjá líða að minnast á að hann hafði sjálfur lagt til nánast sömu takmarkanir á vöxt framlaga til Medicare og Obama. Varaforsetaefnið gagnrýndi einn- ig forsetann fyrir að samþykkja ekki fjárlagatillögur sem Ryan hafði sjálfur tekið þátt í að fella, að sögn The New York Times. Þá hefur Ryan verið sakaður um að hafa reynt að kenna stjórn Obama um það að GM ákvað að loka bílaverksmiðju í heimabæ Ryans, Janesville í Wisconsin. Tilkynnt var um lokunina áður en Obama var kjörinn forseti, það er þegar George W. Bush gegndi embættinu. Ryan er 42 ár og var fyrst kjörinn í fulltrúadeildina árið 1998. Hann hefur notið mikilla vinsælda meðal íhaldsmanna í flokki repúblikana og lagt áherslu á aðhald í ríkis- fjármálum og aðgerðir til að minnka fjárlagahallann. Paul Ryan sakaður um staðreyndavillur AFP Varaforsetaefni Paul Ryan með konu sinni á flokksþinginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.